Mikil hitabylgja gengur nú yfir hluta landsins og er veðurfyrirbrigðinu El Ninó kennt um öfgarnar auk þess sem loftslagsbreytingarnar almennt hafa áhrif þar eins og annarsstaðar. Veðurfræðingar vonast til að draga fari úr hitanum í þessari viku en rauðar viðvaranir hafa verið í gildi víða um landið síðustu daga.
Eins og víða annarsstaðar hafa hitametin fallið í Brasilíu síðustu misserin og frá því í júlí hafa allir mánuðir verið yfir meðaltalinu í hitatölum.
Stórstjarnan Taylor Swift hefur verið á hljómleikaferðalagi um landið og ung stúlka lét lífið fyrir tónleika hennar í Rio de Janeiro á dögunum eftir að hafa fallið í yfirlið. Tónleikunum var aflýst.