Mega hýsa síðu sem kortleggur gyðinga Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2023 11:02 Kortið nær helst til gyðinga í Massachusetts-ríki. Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað öllum kröfum samtakanna Anti Defamation League, ADL, um ógildingu ákvörðunar sýslumanns, um að hafna beiðni um lögbann við hýsingu vefsíðu þar sem má finna „kortlagningaráætlun“ yfir gyðinga og lögpersónur tengdar þeim. ADL höfðaði málið á hendur íslenska vefhýsingarfyrirtækinu 1984 ehf., sem hýsir síðuna mapliberation.org, eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði kröfu samtakanna um lögbann við hýsingunni. Samtökin, sem eru samtök bandarískra gyðinga, fóru fram á lögbannið á þeim grundvelli að efni síðunnar hvetji til kynþáttahaturs og ofbeldis. 1984 bar hins vegar fyrir sig að efni síðunnar rúmaðist innan marka tjáningarfrelsis viðskiptavinar fyrirtækisins. Á síðunni eru skráð nöfn, heimilisföng og fleiri upplýsingar um gyðinga, stofnanir og fyrirtæki í þeirra eigu í Massachusetts-ríki. Meðal annars skóla og þjónustumiðstöðvar fyrir fatlað fólk. Heimilisföngin eru svo tengd á korti, sem heiti vefsíðunnar vísar til. Samkvæmt síðunni er tilgangurinn með birtingu heimilisfanganna að „upplýsa um staðbundnar einingar og kerfi sem valda eyðileggingu, svo við getum tekið þær í sundur. Allar einingar hafa heimilisfang, öll kerfi geta verið trufluð.“ Eru viðkomandi sökuð um að styðja við síonisma og nýlendustefnu Ísraels. Ekki hatursorðræða Í niðurstöðu héraðsdóms segir að skilgreining á hatursorðræðu í almennum hegningarlögum og aðrar skilgreiningar sem ADL vísar til eiga það flestar eða allar sammerkt að tjáningin sem um ræðir þarf að beinast að einstaklingum eða hópi einstaklinga og þá vegna tiltekinna þátta sem einkenna þá, svo sem þjóðernis, kynþáttar eða annars. Þrátt fyrir að ADL byggi á öðrum þræði á því í málinu að um refsivert brot gegn þessu ákvæði almennra hegningarlaga sé að ræða verði ekki af gögnum málsins séð að samtökin hafi látið á slíkt reyna, með kæru og kröfu um opinbera rannsókn til þar til bærra yfirvalda, hvort heldur sem er hér á landi eða í sínu heimalandi. Þá segir að að því leyti sem málið kunni að snúast um birtingu á nöfnum fleiri einstaklinga sem starfa fyrir samtökin á vefsíðunni sé málið ekki nægilega reifað af hálfu samtakanna, þar á meðal varðandi umboð þeirra til að bera fyrir sig lögvarða hagsmuni þess fólks. Aðrar málsástæður vanreifaðar Af ofangreindum ástæðum var meginmálsástæðu samtakanna, um að á vefsíðunni væri að finna hatursorðræðu, hafnað. Þá segir um aðra málsástæðu samtakanna, að friðhelgi einkalífs samtakanna eigi að vega þyngra en það tjáningarfrelsi við árekstur þeirra réttinda, þrátt fyrir að ekki sé hér fallist á að um hatursorðræðu sé að ræða, að sú málsástæða hafi alls ekki verið nægilega reifuð. Þá yrði að benda á það að samtökin eru stór, rótgróin og fjársterk samtök sem þurfa, eins og starfsemi þeirra og tilgangi er háttað, að þola gagnrýna umfjöllun, jafnvel harkalega og ómálefnalega. „Þegar um er að ræða mikilsverð málefni sem eiga erindi til almennings, eins og hér á við, verður tjáningarfrelsið einnig síður skert en ella. Verður þessari hugsanlegu málsástæðu sóknaraðila því einnig hafnað.“ Því var öllum kröfum ADL, um ógildingu ákvörðunar sýslumanns um að hafna beiðni um lögbann við hýsingu vefsíðunnar, hafnað. Þá var ADL gert að greiða 1984 ehf. 1,3 milljónir króna í málskostnað. Úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Bandaríkin Dómsmál Tengdar fréttir Erlendir miðlar fjalla um hýsingu haturssíðu á Íslandi Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag en þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðu sem beinist gegn gyðingum og hýst er á Íslandi verði lokað. 15. júlí 2022 06:23 Auglýsendur áhyggjufullir vegna ummæla Musks og gyðingahaturs Forsvarsmenn IBM, sem er einn af stærri auglýsendum á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter), hættu öllum auglýsingum þar. Það var eftir að auðjöfurinn Elon Musk, sem keypti Twitter í fyrra, lýsti á miðvikudaginn yfir stuðningi við færslu um að gyðingar ýttu undir hatur á hvítu fólki. Þar var einnig gefið í skyn að gyðingar væru að ýta undir flutninga flótta- og farandfólks. 17. nóvember 2023 14:37 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
ADL höfðaði málið á hendur íslenska vefhýsingarfyrirtækinu 1984 ehf., sem hýsir síðuna mapliberation.org, eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði kröfu samtakanna um lögbann við hýsingunni. Samtökin, sem eru samtök bandarískra gyðinga, fóru fram á lögbannið á þeim grundvelli að efni síðunnar hvetji til kynþáttahaturs og ofbeldis. 1984 bar hins vegar fyrir sig að efni síðunnar rúmaðist innan marka tjáningarfrelsis viðskiptavinar fyrirtækisins. Á síðunni eru skráð nöfn, heimilisföng og fleiri upplýsingar um gyðinga, stofnanir og fyrirtæki í þeirra eigu í Massachusetts-ríki. Meðal annars skóla og þjónustumiðstöðvar fyrir fatlað fólk. Heimilisföngin eru svo tengd á korti, sem heiti vefsíðunnar vísar til. Samkvæmt síðunni er tilgangurinn með birtingu heimilisfanganna að „upplýsa um staðbundnar einingar og kerfi sem valda eyðileggingu, svo við getum tekið þær í sundur. Allar einingar hafa heimilisfang, öll kerfi geta verið trufluð.“ Eru viðkomandi sökuð um að styðja við síonisma og nýlendustefnu Ísraels. Ekki hatursorðræða Í niðurstöðu héraðsdóms segir að skilgreining á hatursorðræðu í almennum hegningarlögum og aðrar skilgreiningar sem ADL vísar til eiga það flestar eða allar sammerkt að tjáningin sem um ræðir þarf að beinast að einstaklingum eða hópi einstaklinga og þá vegna tiltekinna þátta sem einkenna þá, svo sem þjóðernis, kynþáttar eða annars. Þrátt fyrir að ADL byggi á öðrum þræði á því í málinu að um refsivert brot gegn þessu ákvæði almennra hegningarlaga sé að ræða verði ekki af gögnum málsins séð að samtökin hafi látið á slíkt reyna, með kæru og kröfu um opinbera rannsókn til þar til bærra yfirvalda, hvort heldur sem er hér á landi eða í sínu heimalandi. Þá segir að að því leyti sem málið kunni að snúast um birtingu á nöfnum fleiri einstaklinga sem starfa fyrir samtökin á vefsíðunni sé málið ekki nægilega reifað af hálfu samtakanna, þar á meðal varðandi umboð þeirra til að bera fyrir sig lögvarða hagsmuni þess fólks. Aðrar málsástæður vanreifaðar Af ofangreindum ástæðum var meginmálsástæðu samtakanna, um að á vefsíðunni væri að finna hatursorðræðu, hafnað. Þá segir um aðra málsástæðu samtakanna, að friðhelgi einkalífs samtakanna eigi að vega þyngra en það tjáningarfrelsi við árekstur þeirra réttinda, þrátt fyrir að ekki sé hér fallist á að um hatursorðræðu sé að ræða, að sú málsástæða hafi alls ekki verið nægilega reifuð. Þá yrði að benda á það að samtökin eru stór, rótgróin og fjársterk samtök sem þurfa, eins og starfsemi þeirra og tilgangi er háttað, að þola gagnrýna umfjöllun, jafnvel harkalega og ómálefnalega. „Þegar um er að ræða mikilsverð málefni sem eiga erindi til almennings, eins og hér á við, verður tjáningarfrelsið einnig síður skert en ella. Verður þessari hugsanlegu málsástæðu sóknaraðila því einnig hafnað.“ Því var öllum kröfum ADL, um ógildingu ákvörðunar sýslumanns um að hafna beiðni um lögbann við hýsingu vefsíðunnar, hafnað. Þá var ADL gert að greiða 1984 ehf. 1,3 milljónir króna í málskostnað. Úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Bandaríkin Dómsmál Tengdar fréttir Erlendir miðlar fjalla um hýsingu haturssíðu á Íslandi Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag en þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðu sem beinist gegn gyðingum og hýst er á Íslandi verði lokað. 15. júlí 2022 06:23 Auglýsendur áhyggjufullir vegna ummæla Musks og gyðingahaturs Forsvarsmenn IBM, sem er einn af stærri auglýsendum á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter), hættu öllum auglýsingum þar. Það var eftir að auðjöfurinn Elon Musk, sem keypti Twitter í fyrra, lýsti á miðvikudaginn yfir stuðningi við færslu um að gyðingar ýttu undir hatur á hvítu fólki. Þar var einnig gefið í skyn að gyðingar væru að ýta undir flutninga flótta- og farandfólks. 17. nóvember 2023 14:37 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Erlendir miðlar fjalla um hýsingu haturssíðu á Íslandi Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag en þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðu sem beinist gegn gyðingum og hýst er á Íslandi verði lokað. 15. júlí 2022 06:23
Auglýsendur áhyggjufullir vegna ummæla Musks og gyðingahaturs Forsvarsmenn IBM, sem er einn af stærri auglýsendum á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter), hættu öllum auglýsingum þar. Það var eftir að auðjöfurinn Elon Musk, sem keypti Twitter í fyrra, lýsti á miðvikudaginn yfir stuðningi við færslu um að gyðingar ýttu undir hatur á hvítu fólki. Þar var einnig gefið í skyn að gyðingar væru að ýta undir flutninga flótta- og farandfólks. 17. nóvember 2023 14:37