„Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili“ Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. nóvember 2023 14:22 Vilhjálmur skoðar skemmdirnar. Stöð 2/Einar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn fjölmargra Grindvíkinga sem fengu að fara heim til sín í dag að sækja verðmæti. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og sjá skemmdirnar. Heimili Vilhjálms stendur alveg við sprunguna sem liggur í gegnum Grindavíkurbæ. Húsið virðist ekki vera stórkostlega skemmt fyrir utan nokkuð stóra sprungu í bílskúrnum og aðra minni í stofunni. Vilhjálmur segir sprunguna í bílskúrnum hafa stækkað mikið síðan hann var síðast heima hjá sér fyrir viku. Þá hefur innbúið sloppið að langmestu leyti, aðeins einn hátalari skemmdist í jarðhræringunum sem hafa dunið yfir undanfarið. Jörðin virðist toga húsið í sundur Vilhjálmur segir að sigdalurinn sem liggur að hluta til undir bænum sé rétt við heimili hans. Það valdi því að jörðin færist frá húsinu með þeim afleiðingum að spenna myndast á plötu hússins. Því stækki sprungan í bílskúrnum sífellt. „Þetta var ekki svona stórt fyrst þegar ég kom eftir skjálftana. Þá var bara einhver smá sprunga hérna, sem sást varla, en núna er þetta komið hérna alla leið. Strákarnir með óskalista og handryksugan verður tekin með Hann segist fyrst og fremst hafa skellt sér til Grindavíkur í dag til þess að kanna ástandið á húsinu. Hann muni þó taka ýmislegt með sér að heiman. „Við erum búin að gera lista yfir ýmislegt sem vantar og strákarnir eru með óskalista yfir smáhluti, sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir þá. Við erum fyrst og fremst að koma að athuga ástandið á húsinu og taka hluti sem við erum búin að komast að því að er gott að hafa, handryksuguna og svona. Óvissan erfið Hvernig er tilfinningin að koma hingað og vita ekki hvenær þú kemst næst? „Það er nefnilega svolítið erfitt að átta sig á því að maður veit ekkert hvað jörðin gerir. Hvort við fáum að koma hérna næstu daga yfir daginn eða hvort eitthvað breytist þannig að það verði aftur lokað. Svo er líka erfitt að vera í óvissu með húsnæði sitt. Er þetta bara að fara að slökkna núna og við getum komið aftur eftir nokkra mánuði þegar það er búið að laga innviði eða er hættuástandið að fara að vara í marga mánuði? Hvernig verður húsið manns metið, þegar jörðin er farin að skríða frá húsinu? Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili, en ef það fer að síga til hliðar þá er það erfitt.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Löng bílaröð til Grindavíkur Töluvert löng bílaröð er nú á Krýsuvíkurvegi frá gatnamótunum við Suðurstrandarveg. Um er að ræða Grindvíkinga á leiðinni heim til sín til að frekari verðmætabjörgunar. 23. nóvember 2023 11:09 Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Heimili Vilhjálms stendur alveg við sprunguna sem liggur í gegnum Grindavíkurbæ. Húsið virðist ekki vera stórkostlega skemmt fyrir utan nokkuð stóra sprungu í bílskúrnum og aðra minni í stofunni. Vilhjálmur segir sprunguna í bílskúrnum hafa stækkað mikið síðan hann var síðast heima hjá sér fyrir viku. Þá hefur innbúið sloppið að langmestu leyti, aðeins einn hátalari skemmdist í jarðhræringunum sem hafa dunið yfir undanfarið. Jörðin virðist toga húsið í sundur Vilhjálmur segir að sigdalurinn sem liggur að hluta til undir bænum sé rétt við heimili hans. Það valdi því að jörðin færist frá húsinu með þeim afleiðingum að spenna myndast á plötu hússins. Því stækki sprungan í bílskúrnum sífellt. „Þetta var ekki svona stórt fyrst þegar ég kom eftir skjálftana. Þá var bara einhver smá sprunga hérna, sem sást varla, en núna er þetta komið hérna alla leið. Strákarnir með óskalista og handryksugan verður tekin með Hann segist fyrst og fremst hafa skellt sér til Grindavíkur í dag til þess að kanna ástandið á húsinu. Hann muni þó taka ýmislegt með sér að heiman. „Við erum búin að gera lista yfir ýmislegt sem vantar og strákarnir eru með óskalista yfir smáhluti, sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir þá. Við erum fyrst og fremst að koma að athuga ástandið á húsinu og taka hluti sem við erum búin að komast að því að er gott að hafa, handryksuguna og svona. Óvissan erfið Hvernig er tilfinningin að koma hingað og vita ekki hvenær þú kemst næst? „Það er nefnilega svolítið erfitt að átta sig á því að maður veit ekkert hvað jörðin gerir. Hvort við fáum að koma hérna næstu daga yfir daginn eða hvort eitthvað breytist þannig að það verði aftur lokað. Svo er líka erfitt að vera í óvissu með húsnæði sitt. Er þetta bara að fara að slökkna núna og við getum komið aftur eftir nokkra mánuði þegar það er búið að laga innviði eða er hættuástandið að fara að vara í marga mánuði? Hvernig verður húsið manns metið, þegar jörðin er farin að skríða frá húsinu? Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili, en ef það fer að síga til hliðar þá er það erfitt.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Löng bílaröð til Grindavíkur Töluvert löng bílaröð er nú á Krýsuvíkurvegi frá gatnamótunum við Suðurstrandarveg. Um er að ræða Grindvíkinga á leiðinni heim til sín til að frekari verðmætabjörgunar. 23. nóvember 2023 11:09 Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Löng bílaröð til Grindavíkur Töluvert löng bílaröð er nú á Krýsuvíkurvegi frá gatnamótunum við Suðurstrandarveg. Um er að ræða Grindvíkinga á leiðinni heim til sín til að frekari verðmætabjörgunar. 23. nóvember 2023 11:09
Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42