Forsvarsmenn Hamas hafa frestað afhendingu gísla eins og til stóð að gert yrði í dag. Þeir segja að þeim verði ekki sleppt fyrr en Ísraelsmenn standi við loforð um að ferja hjálpargögn inn á Gasa svæðið.
Álag hefur aukist á geðsviði Landspítalans í samanburði við síðasta ár. Álagið er í takt við fólksfjölgun en fleiri erlendir ríkisborgarar leita þangað en áður. Yfirlæknir segir starfsmenn ráða við álagið en betra væri að geta haft fólk lengur
Þá förum við til Bolungarvíkur og sjáum nýja laxavinnslu, kíkjum í afmæli á Kaffibarinn og sjáum Hrútaskrána sem er ný komin úr prenti.
Þetta og fleira í stútfullum kvöldfréttatíma á slaginu klukkan 18:30.