Veit ekki til þess að húsnæðið sé samþykkt til búsetu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2023 11:26 Grunur lék á um að fólk væri fast inni í húsnæðinu þegar útkall barst um eld í Stangarhyl 3 í morgun. Vísir Deildarstjóri á aðgerðarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segist ekki vita til þess að húsnæðið við Stangarhyl 3 í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, sé samþykkt til búsetu. Maður á fertugsaldri er þungt haldinn. „Mér finnst mikilvægt að þeir sem bera ábyrgð á atvinnuhúsnæði þar sem fólk býr, að það sé hugað að öryggismálum. Að það sé tryggt eins og kostur er að húsnæðið sé eins öruggt.“ segir Vernharð Guðnason, deildarstjóri á aðgerðarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann segist ekki hafa upplýsingar um hvernig brunavörnum var háttað í húsinu en um iðnaðarhúsnæði er að ræða þar sem búið er á efri hæðinni. Starfsmannaleigan Mönnun ehf er skráð til húsa í Stangarhyl 3 auk nokkurra einstaklinga. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan lagði mikinn reyk frá húsinu. Vernharð segir talsverða ringulreið hafa skapast þar sem ekki hafi verið ljóst hversu margir væru inni í húsinu. Reykkafarar björguðu einum út, manni á fertugsaldri, sem var fluttur á slysadeild þar sem hann liggur þungt haldinn. Tveir aðrir voru fluttir á slysadeild, annar með sjúkrabíl en lögregla keyrði hinn þar sem grunur lék á að hann væri með reykeitrun. Talsverðan tíma tók að staðsetja eldinn Þegar gengið hafði verið úr skugga um að ekki væru fleiri inn í húsinu tók eiginlegt slökkvistarf við. „Það var mikill hiti og reykur inni, það tók okkur töluverðan tíma að staðsetja eldinn. En þegar það tókst vorum við nokkuð fljót að slökkva,“ segir Vernharð. Mánuður frá eldsvoða í iðnaðarhúsnæði þar sem maður lést Rúmur mánuður er liðinn síðan karlmaður lést í bruna í iðnaðarhúsnæði við Funahöfða 7 í Reykjavík. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði það andlát hafa orðið vegna þess að pólitísk valdastétt hafi ekki gripið inn í. Hún sagði nauðsynlegt að setja verulegar hömlur á AirBNB leiguhúsnæði og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði. Slökkvilið Reykjavík Bruni í Stangarhyl Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir eldsvoða í Árbæ Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsnæði í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík snemma í morgun. Einn er þungt haldinn. 26. nóvember 2023 07:21 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Mér finnst mikilvægt að þeir sem bera ábyrgð á atvinnuhúsnæði þar sem fólk býr, að það sé hugað að öryggismálum. Að það sé tryggt eins og kostur er að húsnæðið sé eins öruggt.“ segir Vernharð Guðnason, deildarstjóri á aðgerðarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann segist ekki hafa upplýsingar um hvernig brunavörnum var háttað í húsinu en um iðnaðarhúsnæði er að ræða þar sem búið er á efri hæðinni. Starfsmannaleigan Mönnun ehf er skráð til húsa í Stangarhyl 3 auk nokkurra einstaklinga. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan lagði mikinn reyk frá húsinu. Vernharð segir talsverða ringulreið hafa skapast þar sem ekki hafi verið ljóst hversu margir væru inni í húsinu. Reykkafarar björguðu einum út, manni á fertugsaldri, sem var fluttur á slysadeild þar sem hann liggur þungt haldinn. Tveir aðrir voru fluttir á slysadeild, annar með sjúkrabíl en lögregla keyrði hinn þar sem grunur lék á að hann væri með reykeitrun. Talsverðan tíma tók að staðsetja eldinn Þegar gengið hafði verið úr skugga um að ekki væru fleiri inn í húsinu tók eiginlegt slökkvistarf við. „Það var mikill hiti og reykur inni, það tók okkur töluverðan tíma að staðsetja eldinn. En þegar það tókst vorum við nokkuð fljót að slökkva,“ segir Vernharð. Mánuður frá eldsvoða í iðnaðarhúsnæði þar sem maður lést Rúmur mánuður er liðinn síðan karlmaður lést í bruna í iðnaðarhúsnæði við Funahöfða 7 í Reykjavík. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði það andlát hafa orðið vegna þess að pólitísk valdastétt hafi ekki gripið inn í. Hún sagði nauðsynlegt að setja verulegar hömlur á AirBNB leiguhúsnæði og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði.
Slökkvilið Reykjavík Bruni í Stangarhyl Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir eldsvoða í Árbæ Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsnæði í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík snemma í morgun. Einn er þungt haldinn. 26. nóvember 2023 07:21 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Þungt haldinn eftir eldsvoða í Árbæ Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsnæði í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík snemma í morgun. Einn er þungt haldinn. 26. nóvember 2023 07:21