Er það persónufylgi Kristrúnar og harmóníkuleikurinn hennar? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2023 13:31 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem mætti á jólafundi Samfylkingarinnar í Árborg. Hér er hún með Björgvini G. Sigurðssyni, fyrrverandi þingmanni flokksins og ráðherra og Hermanni Ólafssyni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar segir að sú staðreynd að Samfylkingin sé langstærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup sé í takt við það jákvæða viðmót, sem flokkurinn fær á fundum víða um land. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna þá er Samfylkingin langstærsti flokkurinn með 28% fylgi yrði kosið nú. Á sama tíma heldur fylgið áfram að dala hjá ríkisstjórninni. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar var gestur á jólafundi Samfylkingarinnar í Árborg í gær þar sem hún var innt eftir viðbrögðum við þessu mikla fylgi flokksins. „Þetta er auðvitað bara ánægjulegt. Við höfum svo sem verið á þessu reiki undanfarna mánuði og þetta er í takt við það jákvæða viðmót, sem við höfum fundið víða en ég ítreka það, sem ég hef sagt annars staðar, þetta er bara skoðanakönnun. Við erum enn þá út í miðri á en þetta setur mikla pressu á okkur að skila af okkur ákveðnum verkefnum ef við komumst næst í ríkisstjórn,“ segir Kristrún og bætir strax við. „En við höfum auðvitað bara reynt að sameina þjóðina um stærstu og mikilvægu málin eins og við sjáum þau í dag. Heilbrigðismálin, sem hafa verð í brennidepli hjá okkur og þessi kjaramál eins og í núverandi efnahagsástandi.“ Fjöldi fólks sótti fundinn með Kristrúnu á Selfossi. Gestum gafst kostur á að spyrja Kristrúnu út í hin ýmsu mál og nýttu sér margir það. Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta þér að þakka, persónufylgið og harmóníkuleikurinn þinn eða hvað? „Já, mögulega harmóníkuleikurinn, ég þarf reyndar að taka mig aðeins á í þessu samhengi því ég hef ekki nógan tíma til að æfa mig. Ég veit það ekki, ég ætla ekki að gera lítið úr mínum hlutverki. Það er auðvitað heill flokkur á bak við mig og það er fullt af fólki. Það er líka fólk, sem er ekki skráð í flokkinn, sem hefur mætt á tugi eða hundruð funda hjá okkur frá því að ég tók við og hefur mótað að einhverju leyti líka breytingar í afstöðu okkar og áherslum,“ segir Kristrún. En hvað segir Kristrún um Vinstri græna, sem eru nánast að detta út af Alþingi samkvæmt nýja þjóðarpúlsi Gallups. „Mér finnst þetta umhugsunarefni fyrir okkar forsætisráðherra ef ég segi alveg eins og er. Það er auðvitað hennar og hennar flokks að taka ákvörðun um hvaða áhrif þetta hefur á þeirra stöðu en við erum bara fyrst og fremst að fókusa á okkur, hvaða lausnir við getum komið að borðinu, ekki bara að horfa á hvað ríkisstjórnin er að gera,“ segir Kristrún. Mikil ánægja var með fundinn á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Samfylkingin Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna þá er Samfylkingin langstærsti flokkurinn með 28% fylgi yrði kosið nú. Á sama tíma heldur fylgið áfram að dala hjá ríkisstjórninni. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar var gestur á jólafundi Samfylkingarinnar í Árborg í gær þar sem hún var innt eftir viðbrögðum við þessu mikla fylgi flokksins. „Þetta er auðvitað bara ánægjulegt. Við höfum svo sem verið á þessu reiki undanfarna mánuði og þetta er í takt við það jákvæða viðmót, sem við höfum fundið víða en ég ítreka það, sem ég hef sagt annars staðar, þetta er bara skoðanakönnun. Við erum enn þá út í miðri á en þetta setur mikla pressu á okkur að skila af okkur ákveðnum verkefnum ef við komumst næst í ríkisstjórn,“ segir Kristrún og bætir strax við. „En við höfum auðvitað bara reynt að sameina þjóðina um stærstu og mikilvægu málin eins og við sjáum þau í dag. Heilbrigðismálin, sem hafa verð í brennidepli hjá okkur og þessi kjaramál eins og í núverandi efnahagsástandi.“ Fjöldi fólks sótti fundinn með Kristrúnu á Selfossi. Gestum gafst kostur á að spyrja Kristrúnu út í hin ýmsu mál og nýttu sér margir það. Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta þér að þakka, persónufylgið og harmóníkuleikurinn þinn eða hvað? „Já, mögulega harmóníkuleikurinn, ég þarf reyndar að taka mig aðeins á í þessu samhengi því ég hef ekki nógan tíma til að æfa mig. Ég veit það ekki, ég ætla ekki að gera lítið úr mínum hlutverki. Það er auðvitað heill flokkur á bak við mig og það er fullt af fólki. Það er líka fólk, sem er ekki skráð í flokkinn, sem hefur mætt á tugi eða hundruð funda hjá okkur frá því að ég tók við og hefur mótað að einhverju leyti líka breytingar í afstöðu okkar og áherslum,“ segir Kristrún. En hvað segir Kristrún um Vinstri græna, sem eru nánast að detta út af Alþingi samkvæmt nýja þjóðarpúlsi Gallups. „Mér finnst þetta umhugsunarefni fyrir okkar forsætisráðherra ef ég segi alveg eins og er. Það er auðvitað hennar og hennar flokks að taka ákvörðun um hvaða áhrif þetta hefur á þeirra stöðu en við erum bara fyrst og fremst að fókusa á okkur, hvaða lausnir við getum komið að borðinu, ekki bara að horfa á hvað ríkisstjórnin er að gera,“ segir Kristrún. Mikil ánægja var með fundinn á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Samfylkingin Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira