Hann segir að allt sé reynt til að tryggja fólkinu húsnæði til lengri tíma.
Harðar árásir hafa verið gerðar á Jabalia flóttamannabúðirnar á Gasa í morgun sem Ísraelar haf umkringt.
Þá fjöllum við um deilu Isavia og flugumferðastjóra sem hafa boðað til verkfallsaðgerða í síðustu viku.
Að auki segjum við frá umræðum á Alþingi í morgun um airbnb íbúðir.
Í íþróttapakka dagsins verður síðan fjallað um leik íslenska kvennalandsliðsins í Forsetabikarnum svokallaða síðar í dag og farið yfir úrslitin í enska boltanum í gær.