Tveir leyniþjónustumenn handteknir fyrir njósnir Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. desember 2023 00:08 Julissa Reynoso, sendiherra Bandaríkjanna á Spáni, með Margarítu Robles, varnarmálaráðherra Spánar. Tveir starfsmenn spænsku leyniþjónustunnar hafa verið handteknir fyrir að selja ríkisleyndarmál til Bandaríkjanna. Spánverjar hafa rekið tvo diplómata við bandaríska sendiráðið í Madrid úr landi. Málið þykir allt hið skrýtnasta, ekki síst fyrir þá sök að Bandaríkin og Spánn eru nánar vinaþjóðir, enda sagði einn heimildarmaður dagblaðsins El País innan leyniþjónustunnar í vikunni: „Af hverju að borga fyrir upplýsingar, þegar við látum Bandaríkjamenn fá allt sem þeir biðja um?“ Tveir starfsmenn leyniþjónustunnar, annar háttsettur yfirmaður og aðstoðarmaður hans voru handteknir fyrir að hafa selt Bandaríkjamönnum leynilegar upplýsingar. Viðurlögin við brotum sem þessum eru sex til tólf ára fangelsi. Upp komst um svikin í haust þegar öryggisvörður leyniþjónustunnar uppgötvaði að hinir svikulu starfsmenn leyniþjónustunnar hefðu náð í upplýsingar sem þeim hefði ekki átt að vera heimilt að handfjatla. Mikil leynd hefur hvílt yfir allri málsmeðferð og fjölmiðlar fengu til að mynda ekki veður af því fyrr en í þessari viku. Svo virðist sem tveir starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Madrid hafi sett sig í samband við mennina og boðið þeim væna fúlgu fjár fyrir að útvega sér upplýsingar sem flokkuðust undir ríkisleyndarmál. Julissa Reynoso, sendiherra Bandaríkjanna á Spáni virtist mjög brugðið þegar hún var kölluð á fund Margarítu Robles, varnarmálaráðherra Spánar, þar sem þessum gjörningi var harðlega mótmælt og hún krafin skýringa á svo óvinveittum gjörningi í garð vinaþjóðar. Hún sór og sárt við lagði að henni hefði verið algerlega ókunnugt um þessi samskipti. Bandaríkjamennirnir tveir hafa verið reknir úr landi. Reynoso var sömuleiðis köllluð á teppið hjá utanríkisráðherra Spánar. Spænskir fjölmiðlar segja að málið sé litið afar alvarlegum augum, ekki bara afbrot og svik tvímenninganna, heldur ekki síður það að náin vinaþjóð ginni menn til njósna og svika, sem séu algerlega óþörf. Eða eins og einn starfsmaður leyniþjónustunnar sagði við El País: „Tilfellin þar sem við synjum Bandaríkjamönnum um upplýsingar eru einhvers staðar á milli eitt og ekkert.“ Spánn Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Málið þykir allt hið skrýtnasta, ekki síst fyrir þá sök að Bandaríkin og Spánn eru nánar vinaþjóðir, enda sagði einn heimildarmaður dagblaðsins El País innan leyniþjónustunnar í vikunni: „Af hverju að borga fyrir upplýsingar, þegar við látum Bandaríkjamenn fá allt sem þeir biðja um?“ Tveir starfsmenn leyniþjónustunnar, annar háttsettur yfirmaður og aðstoðarmaður hans voru handteknir fyrir að hafa selt Bandaríkjamönnum leynilegar upplýsingar. Viðurlögin við brotum sem þessum eru sex til tólf ára fangelsi. Upp komst um svikin í haust þegar öryggisvörður leyniþjónustunnar uppgötvaði að hinir svikulu starfsmenn leyniþjónustunnar hefðu náð í upplýsingar sem þeim hefði ekki átt að vera heimilt að handfjatla. Mikil leynd hefur hvílt yfir allri málsmeðferð og fjölmiðlar fengu til að mynda ekki veður af því fyrr en í þessari viku. Svo virðist sem tveir starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Madrid hafi sett sig í samband við mennina og boðið þeim væna fúlgu fjár fyrir að útvega sér upplýsingar sem flokkuðust undir ríkisleyndarmál. Julissa Reynoso, sendiherra Bandaríkjanna á Spáni virtist mjög brugðið þegar hún var kölluð á fund Margarítu Robles, varnarmálaráðherra Spánar, þar sem þessum gjörningi var harðlega mótmælt og hún krafin skýringa á svo óvinveittum gjörningi í garð vinaþjóðar. Hún sór og sárt við lagði að henni hefði verið algerlega ókunnugt um þessi samskipti. Bandaríkjamennirnir tveir hafa verið reknir úr landi. Reynoso var sömuleiðis köllluð á teppið hjá utanríkisráðherra Spánar. Spænskir fjölmiðlar segja að málið sé litið afar alvarlegum augum, ekki bara afbrot og svik tvímenninganna, heldur ekki síður það að náin vinaþjóð ginni menn til njósna og svika, sem séu algerlega óþörf. Eða eins og einn starfsmaður leyniþjónustunnar sagði við El País: „Tilfellin þar sem við synjum Bandaríkjamönnum um upplýsingar eru einhvers staðar á milli eitt og ekkert.“
Spánn Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira