Ef ekki aðgerðir nú þá hvenær? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 12. desember 2023 11:00 Það er með lífsins ólíkindum, að á meðan hér renna, til einskis, þúsundir megawatta til sjávar dag hvern, að á Alþingi Íslendinga sé nú verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu. Orkuskömmtun sem neyðir sjávarútvegsfyrirtæki á Austfjörðum og víðar, sem á umliðnum árum hafa fjárfest fyrir tugi milljarða í nýjum fiskiskipum sem menga minna, til þess að fjárfesta í þúsundum lítra af olíu og í búnaði til þess að brenna olíu til orkuöflunar, til þess að halda dampi í vinnslunni. Orkuskömmtunin gæti svo síðar leitt til þess að álverin þurfi að draga úr framleiðslugetu sinni sem að hafa mun veruleg áhrif á gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Þjóðarbúið mun svo auðvitað líka þurfa að eyða, að óþörfu ómældum gjaldeyri til olíukaupa. Við þetta bætast svo árleg olíukaup Orkubús Vestfjarða til þess að tryggja Vestfirðingum næga raforku yfir veturinn. Á meðan hjalar svo forsætisráðherra þjóðarinnar á ráðstefnu í Dubai um kolefnishlutlaust Ísland 2040 eða 2050. Þessi orkuskortur er auðvitað mannana verk og því auðvitað mannana verk losa okkur úr viðjum orkuskortsins. Það segir sig auðvitað sjálft að viðverandi orkuskortur og árlegar skammtanir á orku draga verulega úr þrótti atvinnu og athafnalífs okkar Íslendinga. Öll áform um aukna atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, sem nauðsynlegt er að ráðast í á næstu misserum og árum, eru í besta falli draumar sem aldrei verða að veruleika við núverandi ástand. Hvernig eigum við annars, án aukinnar verðmætasköpunnar að geta haldið hér úti þokkalegu heilbrigðiskerfi, útskrifað fleiri lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk, haldið hér úti menntakerfi sem mætir þörfum nútíðar og framtíðar og ráðist hér í nauðsynlegar samgöngubætur, ásamt öllu því sem hér þarf að bæta. Í núgildandi rammaáætlun, sem tók heil níu ár, sökum tafaleikja afturhaldsaflana, að koma á koppinn, eru virkjunaráform upp á 1200 megawött í nýtingarflokki. Enginn þessara virkjunakosta væri kominn í nýtingarflokk, ef það væri glapræði eða óðs manns æði að nýta hann. Samþykkt rammaáætlunar er mögulega það eina jákvæða sem hægt er að segja um stöðuna. En áætlunin er samt, engu að síður, gersamlega gagnslaust plagg, ef ekkert er gert með hana og Stóra Stopp í orkuuppbyggingu verður hér viðvarandi eitthvað lengur. Það er útséð með það að núverandi ríkisstjórn muni gera nokkuð svo einhverju nemi til þess að bæta úr því ófremdarástandi, sem ekki bara stefnir í, heldur er viðvarandi og komið til að vera um ókomna tíð, ef menn ætla bara að humma þetta ástand af sér. Þar sem ríkisstjórnin virðist ætla að vera með öllu óhæf til að leiða okkur út úr þessum vanda, þarf hér Alþingi að grípa inn í og setja lög sem grisja verulega þennan gríðarlega reglugerða og leyfisveitingafrumskóg sem mætir þeim er reisa vill virkjun er afkastar meiru en 10 megawöttum. Enda á þessi hamlandi frumskógur sér stoð í lögum sem vel er hægt að breyta eða fella úr gildi, á sama hátt og þeim var komið á, á sínum tíma. Boltinn er hjá Alþingi, þar sem ríkisstjórnin vill ekki sjá hann eða snerta. Víkja þarf með lögum, tímabundið eða til framtíðar, úr vegi öllu því sem hindrar eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Það mætti kalla það neyðaraðgerðir um að auka raforkuframleiðslu í landinu. Tíminn til þess er núna. Það má vel vera að það hrikti í stjórnarsamstarfinu, fari Alþingi í þessa vegferð. Menn fari að tala um að það ábyrgðarhluti að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út af málinu. En það er í sjálfu sér enn meiri ábyrgðarhluti að halda hér úti verklítilli ríkisstjórn, sem vanhæf er með öllu til þess að stuðla að eðlilegri og sjálfsagðri uppbygginu innviða og orkuframleiðslu. Kosti það stjórnarslit að leysa þennan vanda, þá er það gjaldið fyrir lausn hans. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Orkumál Landsvirkjun Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er með lífsins ólíkindum, að á meðan hér renna, til einskis, þúsundir megawatta til sjávar dag hvern, að á Alþingi Íslendinga sé nú verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu. Orkuskömmtun sem neyðir sjávarútvegsfyrirtæki á Austfjörðum og víðar, sem á umliðnum árum hafa fjárfest fyrir tugi milljarða í nýjum fiskiskipum sem menga minna, til þess að fjárfesta í þúsundum lítra af olíu og í búnaði til þess að brenna olíu til orkuöflunar, til þess að halda dampi í vinnslunni. Orkuskömmtunin gæti svo síðar leitt til þess að álverin þurfi að draga úr framleiðslugetu sinni sem að hafa mun veruleg áhrif á gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Þjóðarbúið mun svo auðvitað líka þurfa að eyða, að óþörfu ómældum gjaldeyri til olíukaupa. Við þetta bætast svo árleg olíukaup Orkubús Vestfjarða til þess að tryggja Vestfirðingum næga raforku yfir veturinn. Á meðan hjalar svo forsætisráðherra þjóðarinnar á ráðstefnu í Dubai um kolefnishlutlaust Ísland 2040 eða 2050. Þessi orkuskortur er auðvitað mannana verk og því auðvitað mannana verk losa okkur úr viðjum orkuskortsins. Það segir sig auðvitað sjálft að viðverandi orkuskortur og árlegar skammtanir á orku draga verulega úr þrótti atvinnu og athafnalífs okkar Íslendinga. Öll áform um aukna atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, sem nauðsynlegt er að ráðast í á næstu misserum og árum, eru í besta falli draumar sem aldrei verða að veruleika við núverandi ástand. Hvernig eigum við annars, án aukinnar verðmætasköpunnar að geta haldið hér úti þokkalegu heilbrigðiskerfi, útskrifað fleiri lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk, haldið hér úti menntakerfi sem mætir þörfum nútíðar og framtíðar og ráðist hér í nauðsynlegar samgöngubætur, ásamt öllu því sem hér þarf að bæta. Í núgildandi rammaáætlun, sem tók heil níu ár, sökum tafaleikja afturhaldsaflana, að koma á koppinn, eru virkjunaráform upp á 1200 megawött í nýtingarflokki. Enginn þessara virkjunakosta væri kominn í nýtingarflokk, ef það væri glapræði eða óðs manns æði að nýta hann. Samþykkt rammaáætlunar er mögulega það eina jákvæða sem hægt er að segja um stöðuna. En áætlunin er samt, engu að síður, gersamlega gagnslaust plagg, ef ekkert er gert með hana og Stóra Stopp í orkuuppbyggingu verður hér viðvarandi eitthvað lengur. Það er útséð með það að núverandi ríkisstjórn muni gera nokkuð svo einhverju nemi til þess að bæta úr því ófremdarástandi, sem ekki bara stefnir í, heldur er viðvarandi og komið til að vera um ókomna tíð, ef menn ætla bara að humma þetta ástand af sér. Þar sem ríkisstjórnin virðist ætla að vera með öllu óhæf til að leiða okkur út úr þessum vanda, þarf hér Alþingi að grípa inn í og setja lög sem grisja verulega þennan gríðarlega reglugerða og leyfisveitingafrumskóg sem mætir þeim er reisa vill virkjun er afkastar meiru en 10 megawöttum. Enda á þessi hamlandi frumskógur sér stoð í lögum sem vel er hægt að breyta eða fella úr gildi, á sama hátt og þeim var komið á, á sínum tíma. Boltinn er hjá Alþingi, þar sem ríkisstjórnin vill ekki sjá hann eða snerta. Víkja þarf með lögum, tímabundið eða til framtíðar, úr vegi öllu því sem hindrar eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Það mætti kalla það neyðaraðgerðir um að auka raforkuframleiðslu í landinu. Tíminn til þess er núna. Það má vel vera að það hrikti í stjórnarsamstarfinu, fari Alþingi í þessa vegferð. Menn fari að tala um að það ábyrgðarhluti að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út af málinu. En það er í sjálfu sér enn meiri ábyrgðarhluti að halda hér úti verklítilli ríkisstjórn, sem vanhæf er með öllu til þess að stuðla að eðlilegri og sjálfsagðri uppbygginu innviða og orkuframleiðslu. Kosti það stjórnarslit að leysa þennan vanda, þá er það gjaldið fyrir lausn hans. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun