Gert er ráð fyrir hríðarveðri og að blint verði frá því fyrir hádegi og fram á kvöld, meðal annars á Hellisheiði. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða á vegum landsins.
„Reiknað er með hríðarveðri og stormi á fjallvegum yfir miðjan daginn, einkum verður blint og erfið skilyrði frá um 11 til 15, á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og á Öxnadalsheiði síðdegis og í kvöld. Einnig dimm hríð eða bleytuhríð yfir Hellisheiði nærri hádegi,“ segir í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.
Gular veðurviðvaranir eru í gildi hjá Veðurstofu Íslands á suður-, vestur- og norðvesturhluta landsins.
Vegfarendum er bent á að fylgjast vel með veðurspám og færð áður en lagt er af stað.
Nánar má lesa um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.