Palestínskur faðir, sem hefur fengið samþykkta fjölskyldusameiningu, furðar sig á því að enn hafi ekki tekist að koma eiginkonu hans og börnum frá Gasa og hingað til lands. Fjölskyldusameiningar frá Palestínu hafa verið settar í forgang hjá Útlendingastofnun.
Þá verðum við í beinni frá Alþingi þar sem útlit er fyrir þinglok í kvöld, kíkjum á jólamatarmarkað og fáum að sjá eftirtektarvert steinasafn hjá áttatíu og fimm ára múrarameistara á Sauðárkróki.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.