Lífskjarasamningur gerður upp Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 18. desember 2023 09:30 Í grein hagfræðings BHM sem kom út í ritinu Vísbendingu fyrir helgi er varpað ljósi á kaupmáttarþróun launafólks frá 2019 til 2023. Á tímabili sem kallað hefur verið „lífskjarasamningurinn“ og „brú að bættum lífskjörum“ eða framlenging lífskjarasamningsins. Ýmsar áhugaverðar staðreyndir koma fram í greininni. Láglaunahópar ASÍ og BSRB hlutu verulega og verðskuldaða kaupmáttaraukningu, en það sama verður ekki sagt um háskólamenntaða sem starfa hjá stofnunum ríkisins. Í raun stefnir í að kaupmáttur launa háskólamenntaðra hjá stofnunum ríkisins verði lægri árið 2024 en hann var árið 2019. Því má segja að lífskjarasamningurinn hafi í raun einungis verið lífskjarasamningur fyrir suma. Ljóst er að þau sem hafa langa sérfræðimenntun að baki, koma seint út á vinnumarkað og bera þunga greiðslubyrði af námslánum yfir starfsævina fóru með skarðan hlut frá borði. Þá stöðu þarf að taka alvarlega. Stefnir í kaupmáttarrýrnun hjá háskólamenntuðum hjá ríki Á tímabilinu mars 2019 - júlí 2023 jókst kaupmáttur launavísitölu um 10% á vinnumarkaði öllum en mismikið eftir mörkuðum. Kaupmáttaraukningin nam 20% hjá Reykjavík, 14% hjá öðrum sveitarfélögum, 9% á almennum vinnumarkaði og 8% hjá ríkinu. Þegar markaðirnir eru skoðaðir í sundurliðun heildarsamtaka kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Forystufólk Eflingar tryggði láglaunafólki í Reykjavík verulega og verðskuldaða kaupmáttaraukningu á tímabilinu eða 39%, en kaupmáttaraukningin hjá BHM-ríki og KÍ -ríki var einungis 3-5%. Kaupmáttaraukning sem verður að engu orðin þegar samningar losna á vordögum 2024. Undir hatti BHM-ríki og KÍ-ríki er fjölbreyttur hópur fólks, allt frá dýralæknum, hagfræðingum og lögfræðingum til háskóla- og framhaldsskólakennara. Þessi hópur hefur þurft að sætta sig við krónutöluhækkanir um langt skeið og mörg hafa þurft að sæta krónutöluhámarki. Ljóst er að hópurinn mun ekki sitja þegjandi hjá í kjaraviðræðum vetrarins ef ekkert annað verður í boði. Að eyða tortryggni og byggja upp traust Í opinberri umræðu um kjaramál vill brenna við að mál séu einfölduð og dregnar upp svart-hvítar línur, sem gefa ekki raunsanna mynd af því verkefni sem blasir við samningsaðilum. Á Íslandi starfa rúmlega 140 stéttarfélög, sem öll taka undir mikilvægi þess að stuðla þurfi að lækkun verðbólgu og vaxta. Launagreiðendur virðast sama sinnis, en leiðirnar sem bent er á að því marki eru alls konar. Það liggur því í hlutarins eðli að flókið samtal er í uppsiglingu við kjarasamningsborð og ekki bætir úr skák að tortryggni gætir milli atvinnulífs og verkalýðshreyfingar eftir niðurstöðu kjarasamninga 2023. Ekki skiluðu þeir okkur lægri verðbólgu eða lækkuðu vaxtastigi svo nokkru næmi og vísbendingar eru um að mörg fyrirtæki hafi velt nær öllum launahækkunum út í verðlag. Verkefnið framundan er augljóslega bæði flókið og vandmeðfarið. Því er mikilvægt að ásetningur samningsaðila verði að eyða tortryggni og byggja upp traust. Það verður best gert með virkri hlustun á ólík sjónarmið og með því að viðurkenna að koma þurfi til móts við fjölbreyttan og sundurleitan hóp launafólks. Líka háskólamenntaða. Sameiginlegir langtímahagsmunir Þó krónutöluhækkanir hafi framkallað nauðsynlega og réttláta kjaraleiðréttingu hjá hluta launafólks á tíma lífskjarasamningsins hefur hann átt þátt í kaupmáttarrýrnun hjá stórum hluta millistéttarinnar. Á þetta hefur BHM bent og einnig þá staðreynd að sami hópur ber hitann og þungann af skattkerfinu. Í því sambandi má minna á að nær önnur hver króna sem íslenska hagkerfið skapar er greidd í skatta eða í lífeyrissjóði og að tæp 70% álagðra gjalda eru borin af þriðjungi þjóðarinnar. Þetta er meðal þess sem launagreiðendur þurfa að hlusta á og taka afstöðu til í komandi kjarasamningum. En inn í viðræðurnar koma líka þættir sem varða langtímahagsmuni þjóðarinnar. Alvarlegur skortur er t.a.m. á fagmenntuðu fólki í heilbrigðis- og menntageira. Hvað verður um velferðarkerfi sem ekki er hægt að manna með fagfólki og sérfræðingum? Hvernig raungerist markmiðið um nýsköpunarlandið Ísland ef okkur skortir bæði kennara og rannsakendur? Eigi komandi kjarasamningar að færa okkur nær efnahagslegum- og félagslegum stöðugleika þarf hugrekki til að horfast í augu við staðreyndir og leita lausna í sameiningu. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í grein hagfræðings BHM sem kom út í ritinu Vísbendingu fyrir helgi er varpað ljósi á kaupmáttarþróun launafólks frá 2019 til 2023. Á tímabili sem kallað hefur verið „lífskjarasamningurinn“ og „brú að bættum lífskjörum“ eða framlenging lífskjarasamningsins. Ýmsar áhugaverðar staðreyndir koma fram í greininni. Láglaunahópar ASÍ og BSRB hlutu verulega og verðskuldaða kaupmáttaraukningu, en það sama verður ekki sagt um háskólamenntaða sem starfa hjá stofnunum ríkisins. Í raun stefnir í að kaupmáttur launa háskólamenntaðra hjá stofnunum ríkisins verði lægri árið 2024 en hann var árið 2019. Því má segja að lífskjarasamningurinn hafi í raun einungis verið lífskjarasamningur fyrir suma. Ljóst er að þau sem hafa langa sérfræðimenntun að baki, koma seint út á vinnumarkað og bera þunga greiðslubyrði af námslánum yfir starfsævina fóru með skarðan hlut frá borði. Þá stöðu þarf að taka alvarlega. Stefnir í kaupmáttarrýrnun hjá háskólamenntuðum hjá ríki Á tímabilinu mars 2019 - júlí 2023 jókst kaupmáttur launavísitölu um 10% á vinnumarkaði öllum en mismikið eftir mörkuðum. Kaupmáttaraukningin nam 20% hjá Reykjavík, 14% hjá öðrum sveitarfélögum, 9% á almennum vinnumarkaði og 8% hjá ríkinu. Þegar markaðirnir eru skoðaðir í sundurliðun heildarsamtaka kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Forystufólk Eflingar tryggði láglaunafólki í Reykjavík verulega og verðskuldaða kaupmáttaraukningu á tímabilinu eða 39%, en kaupmáttaraukningin hjá BHM-ríki og KÍ -ríki var einungis 3-5%. Kaupmáttaraukning sem verður að engu orðin þegar samningar losna á vordögum 2024. Undir hatti BHM-ríki og KÍ-ríki er fjölbreyttur hópur fólks, allt frá dýralæknum, hagfræðingum og lögfræðingum til háskóla- og framhaldsskólakennara. Þessi hópur hefur þurft að sætta sig við krónutöluhækkanir um langt skeið og mörg hafa þurft að sæta krónutöluhámarki. Ljóst er að hópurinn mun ekki sitja þegjandi hjá í kjaraviðræðum vetrarins ef ekkert annað verður í boði. Að eyða tortryggni og byggja upp traust Í opinberri umræðu um kjaramál vill brenna við að mál séu einfölduð og dregnar upp svart-hvítar línur, sem gefa ekki raunsanna mynd af því verkefni sem blasir við samningsaðilum. Á Íslandi starfa rúmlega 140 stéttarfélög, sem öll taka undir mikilvægi þess að stuðla þurfi að lækkun verðbólgu og vaxta. Launagreiðendur virðast sama sinnis, en leiðirnar sem bent er á að því marki eru alls konar. Það liggur því í hlutarins eðli að flókið samtal er í uppsiglingu við kjarasamningsborð og ekki bætir úr skák að tortryggni gætir milli atvinnulífs og verkalýðshreyfingar eftir niðurstöðu kjarasamninga 2023. Ekki skiluðu þeir okkur lægri verðbólgu eða lækkuðu vaxtastigi svo nokkru næmi og vísbendingar eru um að mörg fyrirtæki hafi velt nær öllum launahækkunum út í verðlag. Verkefnið framundan er augljóslega bæði flókið og vandmeðfarið. Því er mikilvægt að ásetningur samningsaðila verði að eyða tortryggni og byggja upp traust. Það verður best gert með virkri hlustun á ólík sjónarmið og með því að viðurkenna að koma þurfi til móts við fjölbreyttan og sundurleitan hóp launafólks. Líka háskólamenntaða. Sameiginlegir langtímahagsmunir Þó krónutöluhækkanir hafi framkallað nauðsynlega og réttláta kjaraleiðréttingu hjá hluta launafólks á tíma lífskjarasamningsins hefur hann átt þátt í kaupmáttarrýrnun hjá stórum hluta millistéttarinnar. Á þetta hefur BHM bent og einnig þá staðreynd að sami hópur ber hitann og þungann af skattkerfinu. Í því sambandi má minna á að nær önnur hver króna sem íslenska hagkerfið skapar er greidd í skatta eða í lífeyrissjóði og að tæp 70% álagðra gjalda eru borin af þriðjungi þjóðarinnar. Þetta er meðal þess sem launagreiðendur þurfa að hlusta á og taka afstöðu til í komandi kjarasamningum. En inn í viðræðurnar koma líka þættir sem varða langtímahagsmuni þjóðarinnar. Alvarlegur skortur er t.a.m. á fagmenntuðu fólki í heilbrigðis- og menntageira. Hvað verður um velferðarkerfi sem ekki er hægt að manna með fagfólki og sérfræðingum? Hvernig raungerist markmiðið um nýsköpunarlandið Ísland ef okkur skortir bæði kennara og rannsakendur? Eigi komandi kjarasamningar að færa okkur nær efnahagslegum- og félagslegum stöðugleika þarf hugrekki til að horfast í augu við staðreyndir og leita lausna í sameiningu. Höfundur er formaður BHM.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun