Alls ekkert túristagos Bjarki Sigurðsson skrifar 19. desember 2023 09:26 Eldgosið hófst á ellefta tímanum í gærkvöldi. Eldgosið norður af Grindavík er alls ekkert túristagos að sögn samskiptastjóra almannavarna. Eins og er stefnir hraunið ekki í átt að Grindavík en mögulega gæti það runnið yfir Grindavíkurveg. Eldgosið hófst á ellefta tímanum í gærkvöldi en dregið hefur úr virkninni síðan í nótt. Þrátt fyrir það er þetta eldgos mun öflugra en síðustu þrjú á Reykjanesskaga, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna. Hún sagði í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að gosið hafi ekki komið almannavörnum á óvart. „Þetta er ekki eitthvað sem kom okkur í almannavörnum á óvart, það er ekki þannig, eins og stóð einhvers staðar, að það hafi hafist skyndilega. Þetta er eitthvað sem við höfum verið að búast frekar við en ekki. Ekki síst eftir síðustu daga. Skyndilega kemur það upp en það kemur engum á óvart,“ segir Hjördís. Klippa: Bítið - Alls ekkert túristagos Hún segir að blessunarlega sé sprungan ekki að teygja sig til suðurs í átt að Grindavík. Hins vegar þurfi viðbragðsaðilar að fylgjast vel með Grindavíkurvegi. „Hraunið er kannski að hóta því að fara í þá áttina. En það er fylgst áfram með þessu. Við erum öllu vön við Íslendingar, hvað þá Grindvíkingar,“ segir Hjördís. Hún segir gosið ekki neitt túristagos og biðlar til fólks að reyna ekki að komast að gosinu. „Það er ástæða fyrir því að við erum að biðja fólk um að fara ekki á staðinn. Þetta er stórt eldgos og það er gas sem er hættulegt. Þetta eru ekki bara við að vera úlfur úlfur heldur er þetta hættulegt,“ segir Hjördís. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Grindavík Samgöngur Tengdar fréttir Háalvarlegt en léttir á sama tíma Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir það ákveðinn létti hvar gossprungan á Reykjanesskaga liggur, þrátt fyrir að það sé alvarlegt hve nálægt bænum hún er. Til skoðunar er að reisa leiðigarða á svæðinu svo hraun renni ekki til byggðar. 19. desember 2023 08:27 Gosvaktin: Fylgjast vel með hrauntungum sem gætu náð Grindavíkurvegi Eldgos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í gærkvöldi. Fréttastofa Vísis heldur áfram að vakta ástandið. 19. desember 2023 05:30 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira
Eldgosið hófst á ellefta tímanum í gærkvöldi en dregið hefur úr virkninni síðan í nótt. Þrátt fyrir það er þetta eldgos mun öflugra en síðustu þrjú á Reykjanesskaga, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna. Hún sagði í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að gosið hafi ekki komið almannavörnum á óvart. „Þetta er ekki eitthvað sem kom okkur í almannavörnum á óvart, það er ekki þannig, eins og stóð einhvers staðar, að það hafi hafist skyndilega. Þetta er eitthvað sem við höfum verið að búast frekar við en ekki. Ekki síst eftir síðustu daga. Skyndilega kemur það upp en það kemur engum á óvart,“ segir Hjördís. Klippa: Bítið - Alls ekkert túristagos Hún segir að blessunarlega sé sprungan ekki að teygja sig til suðurs í átt að Grindavík. Hins vegar þurfi viðbragðsaðilar að fylgjast vel með Grindavíkurvegi. „Hraunið er kannski að hóta því að fara í þá áttina. En það er fylgst áfram með þessu. Við erum öllu vön við Íslendingar, hvað þá Grindvíkingar,“ segir Hjördís. Hún segir gosið ekki neitt túristagos og biðlar til fólks að reyna ekki að komast að gosinu. „Það er ástæða fyrir því að við erum að biðja fólk um að fara ekki á staðinn. Þetta er stórt eldgos og það er gas sem er hættulegt. Þetta eru ekki bara við að vera úlfur úlfur heldur er þetta hættulegt,“ segir Hjördís.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Grindavík Samgöngur Tengdar fréttir Háalvarlegt en léttir á sama tíma Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir það ákveðinn létti hvar gossprungan á Reykjanesskaga liggur, þrátt fyrir að það sé alvarlegt hve nálægt bænum hún er. Til skoðunar er að reisa leiðigarða á svæðinu svo hraun renni ekki til byggðar. 19. desember 2023 08:27 Gosvaktin: Fylgjast vel með hrauntungum sem gætu náð Grindavíkurvegi Eldgos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í gærkvöldi. Fréttastofa Vísis heldur áfram að vakta ástandið. 19. desember 2023 05:30 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira
Háalvarlegt en léttir á sama tíma Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir það ákveðinn létti hvar gossprungan á Reykjanesskaga liggur, þrátt fyrir að það sé alvarlegt hve nálægt bænum hún er. Til skoðunar er að reisa leiðigarða á svæðinu svo hraun renni ekki til byggðar. 19. desember 2023 08:27
Gosvaktin: Fylgjast vel með hrauntungum sem gætu náð Grindavíkurvegi Eldgos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í gærkvöldi. Fréttastofa Vísis heldur áfram að vakta ástandið. 19. desember 2023 05:30