Nýjar myndir frá rjúkandi gosstöðvum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2023 21:01 Enn rýkur úr gosstöðvunum. Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur segir goslok góðar fréttir - en vill ekki fagna of fljótt. Eldgosið hófst skyndilega, og með miklum krafti, mánudagskvöldið 18. desember. Þegar komið var fram á þriðja tímann aðfaranótt 19. desember var gossprungan orðin fjórir kílómetrar. En hratt dró úr kraftinum og tæpum sólarhring síðar einskorðaðist virknin við tvær sprungur. Í gær, 20. desember, lognaðist svo virkni í nyrðri sprungunni út af og seint í nótt slokknaði loks á syðri gígnum við Sýlingarfell. „Það lítur út fyrir að gosinu sé lokið. Það var flogið þarna yfir í morgun, Kristín Jónsdóttir [forstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands] var í fluginu og hún sá ekki nein merki um virkni í gígunum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Á nýjum myndum frá gosstöðvunum, sem Björn Steinbekk tók síðdegis í dag, sést að enn er glóð á nokkrum stöðum í nýja hrauninu og víða stígur reykur upp frá því. Gígarnir sjálfir eru hins vegar alveg sofnaðir. Magnús Tumi segir viðbúið að viðlíka atburðarás endurtaki sig. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur andar þó léttar í bili. „Vonandi er þetta bara búið. En vísindamenn segja líka og hafa fordæmi fyrir því frá fyrri gosum að það getur opnast sprunga á nýjan leik, eftir tvo þrjá, fjóra, upp í fimm daga. Þannig að við verðum að bíða og sjá aðeins til,“ segir Fannar. Varnargarðar umhverfis Grindavík voru hannaðir fyrir tveimur árum en engin hreyfing hefur orðið á málinu síðan. Fannar hvetur stjórnvöld til að spýta í lófana. „Það blasir við í ljósi síðustu atburða og eldgossins núna að það er brýn nauðsyn að taka ákvörðun um þetta.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Eldgosið hófst skyndilega, og með miklum krafti, mánudagskvöldið 18. desember. Þegar komið var fram á þriðja tímann aðfaranótt 19. desember var gossprungan orðin fjórir kílómetrar. En hratt dró úr kraftinum og tæpum sólarhring síðar einskorðaðist virknin við tvær sprungur. Í gær, 20. desember, lognaðist svo virkni í nyrðri sprungunni út af og seint í nótt slokknaði loks á syðri gígnum við Sýlingarfell. „Það lítur út fyrir að gosinu sé lokið. Það var flogið þarna yfir í morgun, Kristín Jónsdóttir [forstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands] var í fluginu og hún sá ekki nein merki um virkni í gígunum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Á nýjum myndum frá gosstöðvunum, sem Björn Steinbekk tók síðdegis í dag, sést að enn er glóð á nokkrum stöðum í nýja hrauninu og víða stígur reykur upp frá því. Gígarnir sjálfir eru hins vegar alveg sofnaðir. Magnús Tumi segir viðbúið að viðlíka atburðarás endurtaki sig. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur andar þó léttar í bili. „Vonandi er þetta bara búið. En vísindamenn segja líka og hafa fordæmi fyrir því frá fyrri gosum að það getur opnast sprunga á nýjan leik, eftir tvo þrjá, fjóra, upp í fimm daga. Þannig að við verðum að bíða og sjá aðeins til,“ segir Fannar. Varnargarðar umhverfis Grindavík voru hannaðir fyrir tveimur árum en engin hreyfing hefur orðið á málinu síðan. Fannar hvetur stjórnvöld til að spýta í lófana. „Það blasir við í ljósi síðustu atburða og eldgossins núna að það er brýn nauðsyn að taka ákvörðun um þetta.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira