Sport

Sex­tán ára Littler heldur á­fram að heilla

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Luke Littler er kominn í 32-manna úrslit.
Luke Littler er kominn í 32-manna úrslit. Vísir/Getty

Hinn sextán ára gamli Luke Littler er kominn í 32-manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir 3-1 sigur gegn Andrew Gilding.

Gilding situr í tuttugasta sæti heimslistans og því var búist við því að hann yrði meiri fyrirstaða fyrir Littler en Christian Kist var í gær.

Gilding var vissulega meiri fyrirstaða fyrir Littler sem náði ekki jafn góðri frammistöðu í kvöld og hann náði í gær, en það nægði þó til að vinna fyrstu tvö settin gegn Gilding, 3-2 og 3-2.

Gilding vann hins vegar þriðja settið 3-0 og ljóst að einhver skjálfti var kominn í Littler. Hann var þó fljótur að hrista það af sér, vann fjórða settið 3-1 og tryggði sér um leið sæti í 32-manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti.

Þá urðu einnig nokkuð óvænt úrslit í kvöld þegar Danny Noppert, sem situr ú sjöunda sæti heimsleistans, féll úr leik eftir 3-0 tap gegn Englendingnum Scott Williams, en öll úrslit dagsins má sjá hér fyrir neðan.

Úrslit dagsins

Mickey Mansell 3-0 Zong Xiao Chen

Luke Woodhouse 2-3 Berry van Peer

Madars Razma 3-1 Mike De Decker

Rob Cross 3-0 Thibault Tricole

Andrew Gilding 1-3 Luke Littler

Danny Noppert 0-3 Scott Williams

Gabriel Clemens 3-1 Man Lok Leung

Damon Heta 3-1 Martin Lukeman




Fleiri fréttir

Sjá meira


×