Dómarinn vann í Hæstarétti og ríkið situr í súpunni Árni Sæberg skrifar 22. desember 2023 12:39 Hæstiréttur tók málið fyrir án þess að það færi til Landsréttar. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur dæmt Ástríði Grímsdóttur héraðsdómara í vil í launadeilu hennar við íslenska ríkið. Hæstiréttur taldi að ríkið hafi ekki mátt krefja Ástríði, og um 260 æðstu embættismenn landsins, um endurgreiðslu launa. Meintar ofgreiðslur námu ríflega hundrað milljónum króna í heildina. Fjársýslan greindi frá því í júlí í fyrra að 260 af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Ástríður, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, vildi ekki una því að þurfa að endurgreiða hluta greiddra launa, 550 þúsund krónur og að laun hennar yrðu lækkuð um 34 þúsund krónur á mánuði. Því höfðaði hún mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til ógildingar ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breytta útreikningsaðferð, lækkun launa hennar og endurkröfuna. Ástríður vann málið fyrir héraðsdómi og því var skotið beint til Hæstaréttar án viðkomu í Landsrétti. Eðli málsins samkvæmt voru allir dómarar landsins vanhæfir og því voru settir dómarar, bæði í héraði og Hæstarétti. Málið var prófmál Eftir að dómur féll í málinu í héraði sagði formaður Dómarafélags Íslands málið prófmál og að settir dómarar í því hafi tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins. „Dómarafélag Íslands taldi, alveg frá upphafi, málið og meðferð þess ekki hvíla á traustum lagagrunni. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, sem var lögum samkvæmt sérstaklega skipaður öðrum en embættisdómurum, er tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins,“ sagði Kristbjörg Stephensen, landsréttardómari og formaður Dómarafélagsins, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um málið. Tæplega þrjú ár undir Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp í dag kom fram að samkvæmt lögum um dómstóla skyldu laun dómara taka breytingum í samræmi við hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Hins vegar lægi fyrir að allt frá gildistöku laga um kjararáð árið 2019 til 1. júlí 2022 hefði ríkið lagt til grundvallar launavísitölu ríkisstarfsmanna við framkvæmd árlegra breytinga á launum dómara. Bannað að breyta borgaranum í óhag Hæstiréttur vísaði til þess að stjórnvöld gætu almennt ekki breytt túlkun sinni á lagaákvæði sem lægi til grundvallar stjórnsýsluframkvæmd, borgurunum í óhag, nema hún hafi reynst röng. Meginreglur stjórnsýsluréttar um breytta stjórnsýsluframkvæmd hefðu jafnframt aukið vægi í þessu máli þar sem í því reyndi á breytingar á framkvæmd samkvæmt löggjafarfyrirkomulagi sem byggði á þeirri grunnforsendu að tryggja yrði sjálfstæði dómstóla gagnvart framkvæmdarvaldinu þegar kæmi að ákvörðun um laun dómenda. Taldi rétturinn að ekki hefði verið heimilt að víkja frá fyrri framkvæmd nema sýnt hefði verið fram á að hún hefði verið bersýnilega í ósamræmi við gildandi lög. Hæstiréttur taldi það val ríkisins í upphafi að miða við launavísatölu ríkisstarfsmanna ekki vera í bersýnilegu ósamræmi við texta laga um dómstóla, samanber lög um kjararáð eða lögskýringargögn, enda væri orðalag ákvæðisins um það viðmið sem lagt skyldi til grundvallar ekki skýrt. Hefði umrædd breyting á stjórnsýsluframkvæmd því ekki verið heimil að óbreyttum lögum samkvæmt meginreglum stjórnsýsluréttar. Komst Hæstiréttur því að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun að breyta því viðmiði sem lá til grundvallar árlegum útreikningi hlutfallslegrar breytingar á launum dómara væri ólögmæt. Endurkrafan í ósamræmi við meginreglur kröfuréttar Þá væri ljóst að ákvarðanir ríkisins um að Ástríður skyldi endurgreiða hluta greiddra launa og um lækkun á launum hennar fyrir júní 2022 sæktu efni sitt og forsendur til lögmætis ákvörðunar ríkisins um að breyta viðmiði til grundvallar árlegri uppfærslu launa. Komst rétturinn því að þeirri niðurstöðu að þær væru einnig ólögmætar. Þá væri ákvörðun um að krefja Ástríði um endurgreiðslu greiddra launa í ósamræmi við meginreglur kröfuréttar. Með dómi Hæstaréttar var viðurkennt að þær þrjár ákvarðanir ríkisins sem málshöfðun Ástríðar beindist að væru ólögmætar. Þá var ríkinu gert að greiða Ástríði 1,5 milljónir króna í málskostnað fyrir Hæstarétti í ofanálag við 1,7 milljónir í málskostnað í héraði. Dómsmál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Dómstólar Kjaramál Tengdar fréttir Dómari lætur reyna á endurgreiðslur vegna ofgreiddra launa Héraðsdómari höfðaði mál vegna kröfu Fjársýslu ríkisins um endurgreiðslu á ofgreiddum launum sem er til meðferðar hjá dómstólum. Æðstu embættismenn þjóðarinnar byrjuðu að endurgreiða launin í september. 6. janúar 2023 07:02 Prófessor dæmir í máli Ástríðar sem vill ekki endurgreiða ofgreidd laun Gunnar Þór Pétursson, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, er settur dómari í máli Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara, gegn ríkinu vegna endurgreiðslna á launum sem ríkið ofgreiddi henni og öðrum háttsettum embættismönnum. 3. mars 2023 11:46 Launamál dómara læðist fram hjá Landsrétti Mál héraðsdómara, sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi, fer beint til Hæstaréttar. 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar fengu sams konar tilkynningu. 14. júlí 2023 15:14 Fallist á málatilbúnað Dómarafélagsins í prófmáli Í gær féll dómur í máli héraðsdómara gegn íslenska ríkinu vegna breytinga sem gerðar voru á launafyrirkomulagi dómara sumarið 2022 samhliða því að dómarar voru krafðir um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. Formaður Dómarafélags Íslands segir málið prófmál og að settir dómarar í því hafi tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins. 16. maí 2023 07:00 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Fjársýslan greindi frá því í júlí í fyrra að 260 af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Ástríður, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, vildi ekki una því að þurfa að endurgreiða hluta greiddra launa, 550 þúsund krónur og að laun hennar yrðu lækkuð um 34 þúsund krónur á mánuði. Því höfðaði hún mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til ógildingar ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breytta útreikningsaðferð, lækkun launa hennar og endurkröfuna. Ástríður vann málið fyrir héraðsdómi og því var skotið beint til Hæstaréttar án viðkomu í Landsrétti. Eðli málsins samkvæmt voru allir dómarar landsins vanhæfir og því voru settir dómarar, bæði í héraði og Hæstarétti. Málið var prófmál Eftir að dómur féll í málinu í héraði sagði formaður Dómarafélags Íslands málið prófmál og að settir dómarar í því hafi tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins. „Dómarafélag Íslands taldi, alveg frá upphafi, málið og meðferð þess ekki hvíla á traustum lagagrunni. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, sem var lögum samkvæmt sérstaklega skipaður öðrum en embættisdómurum, er tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins,“ sagði Kristbjörg Stephensen, landsréttardómari og formaður Dómarafélagsins, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um málið. Tæplega þrjú ár undir Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp í dag kom fram að samkvæmt lögum um dómstóla skyldu laun dómara taka breytingum í samræmi við hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Hins vegar lægi fyrir að allt frá gildistöku laga um kjararáð árið 2019 til 1. júlí 2022 hefði ríkið lagt til grundvallar launavísitölu ríkisstarfsmanna við framkvæmd árlegra breytinga á launum dómara. Bannað að breyta borgaranum í óhag Hæstiréttur vísaði til þess að stjórnvöld gætu almennt ekki breytt túlkun sinni á lagaákvæði sem lægi til grundvallar stjórnsýsluframkvæmd, borgurunum í óhag, nema hún hafi reynst röng. Meginreglur stjórnsýsluréttar um breytta stjórnsýsluframkvæmd hefðu jafnframt aukið vægi í þessu máli þar sem í því reyndi á breytingar á framkvæmd samkvæmt löggjafarfyrirkomulagi sem byggði á þeirri grunnforsendu að tryggja yrði sjálfstæði dómstóla gagnvart framkvæmdarvaldinu þegar kæmi að ákvörðun um laun dómenda. Taldi rétturinn að ekki hefði verið heimilt að víkja frá fyrri framkvæmd nema sýnt hefði verið fram á að hún hefði verið bersýnilega í ósamræmi við gildandi lög. Hæstiréttur taldi það val ríkisins í upphafi að miða við launavísatölu ríkisstarfsmanna ekki vera í bersýnilegu ósamræmi við texta laga um dómstóla, samanber lög um kjararáð eða lögskýringargögn, enda væri orðalag ákvæðisins um það viðmið sem lagt skyldi til grundvallar ekki skýrt. Hefði umrædd breyting á stjórnsýsluframkvæmd því ekki verið heimil að óbreyttum lögum samkvæmt meginreglum stjórnsýsluréttar. Komst Hæstiréttur því að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun að breyta því viðmiði sem lá til grundvallar árlegum útreikningi hlutfallslegrar breytingar á launum dómara væri ólögmæt. Endurkrafan í ósamræmi við meginreglur kröfuréttar Þá væri ljóst að ákvarðanir ríkisins um að Ástríður skyldi endurgreiða hluta greiddra launa og um lækkun á launum hennar fyrir júní 2022 sæktu efni sitt og forsendur til lögmætis ákvörðunar ríkisins um að breyta viðmiði til grundvallar árlegri uppfærslu launa. Komst rétturinn því að þeirri niðurstöðu að þær væru einnig ólögmætar. Þá væri ákvörðun um að krefja Ástríði um endurgreiðslu greiddra launa í ósamræmi við meginreglur kröfuréttar. Með dómi Hæstaréttar var viðurkennt að þær þrjár ákvarðanir ríkisins sem málshöfðun Ástríðar beindist að væru ólögmætar. Þá var ríkinu gert að greiða Ástríði 1,5 milljónir króna í málskostnað fyrir Hæstarétti í ofanálag við 1,7 milljónir í málskostnað í héraði.
Dómsmál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Dómstólar Kjaramál Tengdar fréttir Dómari lætur reyna á endurgreiðslur vegna ofgreiddra launa Héraðsdómari höfðaði mál vegna kröfu Fjársýslu ríkisins um endurgreiðslu á ofgreiddum launum sem er til meðferðar hjá dómstólum. Æðstu embættismenn þjóðarinnar byrjuðu að endurgreiða launin í september. 6. janúar 2023 07:02 Prófessor dæmir í máli Ástríðar sem vill ekki endurgreiða ofgreidd laun Gunnar Þór Pétursson, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, er settur dómari í máli Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara, gegn ríkinu vegna endurgreiðslna á launum sem ríkið ofgreiddi henni og öðrum háttsettum embættismönnum. 3. mars 2023 11:46 Launamál dómara læðist fram hjá Landsrétti Mál héraðsdómara, sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi, fer beint til Hæstaréttar. 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar fengu sams konar tilkynningu. 14. júlí 2023 15:14 Fallist á málatilbúnað Dómarafélagsins í prófmáli Í gær féll dómur í máli héraðsdómara gegn íslenska ríkinu vegna breytinga sem gerðar voru á launafyrirkomulagi dómara sumarið 2022 samhliða því að dómarar voru krafðir um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. Formaður Dómarafélags Íslands segir málið prófmál og að settir dómarar í því hafi tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins. 16. maí 2023 07:00 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Dómari lætur reyna á endurgreiðslur vegna ofgreiddra launa Héraðsdómari höfðaði mál vegna kröfu Fjársýslu ríkisins um endurgreiðslu á ofgreiddum launum sem er til meðferðar hjá dómstólum. Æðstu embættismenn þjóðarinnar byrjuðu að endurgreiða launin í september. 6. janúar 2023 07:02
Prófessor dæmir í máli Ástríðar sem vill ekki endurgreiða ofgreidd laun Gunnar Þór Pétursson, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, er settur dómari í máli Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara, gegn ríkinu vegna endurgreiðslna á launum sem ríkið ofgreiddi henni og öðrum háttsettum embættismönnum. 3. mars 2023 11:46
Launamál dómara læðist fram hjá Landsrétti Mál héraðsdómara, sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi, fer beint til Hæstaréttar. 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar fengu sams konar tilkynningu. 14. júlí 2023 15:14
Fallist á málatilbúnað Dómarafélagsins í prófmáli Í gær féll dómur í máli héraðsdómara gegn íslenska ríkinu vegna breytinga sem gerðar voru á launafyrirkomulagi dómara sumarið 2022 samhliða því að dómarar voru krafðir um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. Formaður Dómarafélags Íslands segir málið prófmál og að settir dómarar í því hafi tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins. 16. maí 2023 07:00