Manchester City varð heimsmeistari félagsliða með auðveldum 4-0 sigri gegn Fluminense í úrslitaleiknum. Töf varð á fagnaðarlátum City manna eftir leik vegna reiði Kyle Walker í garð Felipe Melo.
Leikmennirnir höfðu tekist hart á allan leikinn og Walker virtist alveg kominn með nóg af brasilíumanninum þegar flautað var af.
Kyle Walker and Felipe Melo got into it after the final whistle 😳 pic.twitter.com/ex9I5zJAQ3
— B/R Football (@brfootball) December 22, 2023
Leikmenn og þjálfarar beggja liða hlupu til og skildu þá félaga í sundur. Walker iðraðist gjörða sinna og bað Melo fljótt afsökunar. Walker fór svo og tók við titlinum ásamt liðsfélögum sínum í Manchester City. Dómari leiksins skipti sér ekkert af málunum þó hann hafði sannarlega enn rétt til þess að veita mönnum spjöld.