Kynngimagnaður leikur hjá Dobey og Smith Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2023 16:24 Chris Dobey er kominn í sextán manna úrslit á HM í pílukasti eftir sigur á Ross Smith, 4-2, í frábærum leik. getty/John Walton Chris Dobey, Joe Cullen og Stephen Bunting tryggðu sér sæti í sextán manna úrslitum á HM í pílukasti í dag. Viðureign Dobeys og Ross Smith var mögnuð og mjög jöfn eins og við mátti búast. Þeir eru númer sextán (Smith) og sautján (Dobey) á heimslistanum. Dobey og Smith voru báðir með yfir hundrað í meðaltal í leiknum í dag og hittu samtals 27 sinnum í 180. Dobey vann fyrstu tvö settin og fékk góð tækifæri til að komast í 3-0 sem ekki nýttust. Smith svaraði fyrir sig og jafnaði í 2-2 en Dobey sýndi styrk sinn, vann næstu tvö sett og leikinn, 4-2. Smith er því úr leik þrátt fyrir að hafa skorað 103,33 að meðaltali í dag. DOBEY DOES IT! What. A. Match!Masters champion Chris Dobey wins through an absolute epic against Ross Smith, closing out a 4-2 success in a contest featuring 27 maximums! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/3BAovEaiUz— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Leikur Cullens og Ryans Searle fylgdi sömu formúlu. Cullen vann fyrstu tvö settin, Searle jafnaði en Cullen tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu tvö settin og leikinn þar með, 4-2. CULLEN CLINCHES VICTORY! Joe Cullen is through to the last 16 for a second consecutive year!The Rockstar produces a timely 13-darter to wrap up a 4-2 victory against Ryan Searle! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/vmQkyae3yb— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Searle fór illa að ráði sínu í útskotunum og hitti aðeins 23,5 prósent í þeim gegn fjörutíu prósentum hjá Cullen. Bunting heldur áfram að spila eins og engill á HM og átti ekki í miklum vandræðum með að leggja gamla handboltamarkvörðinn Florian Hempel að velli, 4-0. Bunting var með 101,15 í meðaltal og frábæra prósentu í útskotunum (52,2). BRILLIANT BRILLIANT BUNTING! What. A. Performance! Stephen Bunting produces another ton-topping average to dispatch Florian Hempel and set up a mouth-watering last 16 showdown against Michael van Gerwen! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/96pnIGjApI— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Bunting mætir Michael van Gerwen í sextán manna úrslitunum og Dobey heimsmeistaranum Michael Smith. Cullen mætir sigurvegaranum í viðureign Lukes Humphries og Ricardos Pietreczko í kvöld. Auk þeirra mætast Gerwyn Price og Brendan Dolan og Ricky Evans og Daryl Gurney í kvöld. Kvölddagskráin hefst um klukkan 19:00 en leikirnir verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Pílukast Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sjá meira
Viðureign Dobeys og Ross Smith var mögnuð og mjög jöfn eins og við mátti búast. Þeir eru númer sextán (Smith) og sautján (Dobey) á heimslistanum. Dobey og Smith voru báðir með yfir hundrað í meðaltal í leiknum í dag og hittu samtals 27 sinnum í 180. Dobey vann fyrstu tvö settin og fékk góð tækifæri til að komast í 3-0 sem ekki nýttust. Smith svaraði fyrir sig og jafnaði í 2-2 en Dobey sýndi styrk sinn, vann næstu tvö sett og leikinn, 4-2. Smith er því úr leik þrátt fyrir að hafa skorað 103,33 að meðaltali í dag. DOBEY DOES IT! What. A. Match!Masters champion Chris Dobey wins through an absolute epic against Ross Smith, closing out a 4-2 success in a contest featuring 27 maximums! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/3BAovEaiUz— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Leikur Cullens og Ryans Searle fylgdi sömu formúlu. Cullen vann fyrstu tvö settin, Searle jafnaði en Cullen tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu tvö settin og leikinn þar með, 4-2. CULLEN CLINCHES VICTORY! Joe Cullen is through to the last 16 for a second consecutive year!The Rockstar produces a timely 13-darter to wrap up a 4-2 victory against Ryan Searle! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/vmQkyae3yb— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Searle fór illa að ráði sínu í útskotunum og hitti aðeins 23,5 prósent í þeim gegn fjörutíu prósentum hjá Cullen. Bunting heldur áfram að spila eins og engill á HM og átti ekki í miklum vandræðum með að leggja gamla handboltamarkvörðinn Florian Hempel að velli, 4-0. Bunting var með 101,15 í meðaltal og frábæra prósentu í útskotunum (52,2). BRILLIANT BRILLIANT BUNTING! What. A. Performance! Stephen Bunting produces another ton-topping average to dispatch Florian Hempel and set up a mouth-watering last 16 showdown against Michael van Gerwen! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R3 pic.twitter.com/96pnIGjApI— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2023 Bunting mætir Michael van Gerwen í sextán manna úrslitunum og Dobey heimsmeistaranum Michael Smith. Cullen mætir sigurvegaranum í viðureign Lukes Humphries og Ricardos Pietreczko í kvöld. Auk þeirra mætast Gerwyn Price og Brendan Dolan og Ricky Evans og Daryl Gurney í kvöld. Kvölddagskráin hefst um klukkan 19:00 en leikirnir verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Pílukast Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sjá meira