Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. janúar 2024 18:01 Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo hún náist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga í beinni. Snarpur jarðskjálfti fannst vel á suðvesturhorni landsins í morgun. Upptökin voru nær höfuðborgarsvæðinu en oft áður. Við ræðum við Ármann Höskuldsson eldfjallafræðing í beinni um stöðuna á Reykjanesskaga og hvort virknin sé mögulega að færast til. Þá verðum við einnig í beinni frá Austurvelli þar sem aðgerðasinnar hafa nú dvalið í tjaldbúðum í eina viku en þeir vilja að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfum á Gasa að komast af svæðinu. Mótmælendur hafa fengið leyfi til þess að vera á Austurvelli í tvær vikur til viðbótar og við heyrum í þeim um framhaldið. Þá verður rætt við í Arnari Þór Jónssyni lögmanni sem tilkynnti um forsetaframboð sitt í dag og við heyrum í borgarbúa sem er ósáttur við að ferðamenn í Airbnb-íbúðum fylli tunnurnar af óflokkuðu sorpi. Í Íslandi í dag hittum við mæðgurnar Birgittu Líf Björnsdóttur og Hafdísi Jónsdóttur sem luma á ýmsum ráðum fyrir þá sem vilja koma sér í form á nýju ári. Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga í beinni. Snarpur jarðskjálfti fannst vel á suðvesturhorni landsins í morgun. Upptökin voru nær höfuðborgarsvæðinu en oft áður. Við ræðum við Ármann Höskuldsson eldfjallafræðing í beinni um stöðuna á Reykjanesskaga og hvort virknin sé mögulega að færast til. Þá verðum við einnig í beinni frá Austurvelli þar sem aðgerðasinnar hafa nú dvalið í tjaldbúðum í eina viku en þeir vilja að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfum á Gasa að komast af svæðinu. Mótmælendur hafa fengið leyfi til þess að vera á Austurvelli í tvær vikur til viðbótar og við heyrum í þeim um framhaldið. Þá verður rætt við í Arnari Þór Jónssyni lögmanni sem tilkynnti um forsetaframboð sitt í dag og við heyrum í borgarbúa sem er ósáttur við að ferðamenn í Airbnb-íbúðum fylli tunnurnar af óflokkuðu sorpi. Í Íslandi í dag hittum við mæðgurnar Birgittu Líf Björnsdóttur og Hafdísi Jónsdóttur sem luma á ýmsum ráðum fyrir þá sem vilja koma sér í form á nýju ári. Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira