Segja SA hafna sinni nálgun um þjóðarsátt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. janúar 2024 18:47 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ein þeirra sem ritar nafn sitt undir tilkynninguna. Vísir/Vilhelm Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. Hún hvetur SA til að rýna betur tillögur hennar og endurgjalda auðsýndan samningsvilja. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá breiðfylkingunni. Þar segir að eftir farsælar viðræður í upphafi hafi farið fram tímafrek og á köflum mjög tæknileg umræða milli samningsaðila um reiknilíkön. „Í þeim umræðum hafa SA smátt og smátt fjarlægt sig frá upphaflegum, jákvæðum viðbrögðum sínum. SA hafa fengið það út að tillögur Breiðfylkingarinnar séu of kostnaðarsamar og í staðinn sett fram tillögur sem eru langt neðan við þær hóflegu hækkanir sem Breiðfylkingin lagði til í upphafi viðræðna.“ Hvorki gengið né rekið í á aðra viku Segir fylkingin að hún hafi andmælt nálgun SA með gögnum og rökum í samræmi við viðurkenndar aðferðir. Hvorki hafi gengið né rekið í viðræðunum vegna andstöðu SA við launatillögur breiðfylkingarinnar í á aðra viku. „Breiðfylkingin vill hvetja SA til að snúa af þessari braut og taka skref fram á við, ekki til baka. Mikil ábyrgð hvílir á samningsaðilum að ganga í takt að settu marki. Það markmið er heildstæð kjarasamningagerð, studd af löngu tímabærum umbótum á tilfærslukerfum hins opinbera, þar sem hóflegar krónutöluhækkanir verði forsenda lækkunar á verðbólgu og vöxtum.“ Segist fylkingin hafa fyrir sitt leyti brugiðst við kalli samfélagsins um ábyrga kjarasamningsgerð. Býst hún við því sama af öðrum. „Breiðfylkingin hvetur SA til að rýna betur hófstilltar tillögur hennar og endurgjalda auðsýndan samningsvilja. Sé það gert þá er leiðin til farsællar kjarasamningagerðar greið.“ Tilkynningin í heild sinni: Samtök atvinnulífsins hafna nálgun Breiðfylkingar um Þjóðarsátt Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði hóf viðræður við Samtök atvinnulífsins þann 28. desember. Á fundi þann dag kynnti Breiðfylkingin tillögur sínar um tilteknar launahækkanir í þriggja ára kjarasamningi, með ítarlegum útfærslum og rökstuðningi. Þær tillögur voru mjög hófsamar og byggðar á þekktri fyrirmynd, Lífskjarasamningunum frá 2019. Heildarkostnaðarmat tillagna Breiðfylkingarinnar er vel innan þeirra marka sem Seðlabankinn gerir ráð fyrir í Þjóðhagsspá sinni til næstu þriggja ára. Nánast er einsdæmi að verkalýðshreyfingin hafi í upphafi kjaraviðræðna lagt fram tillögur sem eru innan þeirra marka. Á grunni þessara tillagna skapaðist mikil jákvæðni sem báðir samningsaðilar tjáðu í fjölmiðlum. Aðilar gáfu út sameiginlega yfirlýsingu, í kjölfar fundar þar sem Breiðfylkingin kynnti tillögur sínar, þar sem þeir hvöttu til aðhalds í gjaldskrár- og verðhækkunum. Jafnframt var varað við launaskriði, en það er einsdæmi að verkalýðshreyfingin á Íslandi taki undir með atvinnurekendum í gagnrýni á launaskrið. Síðan þá hefur farið fram tímafrek og á köflum mjög tæknileg umræða milli samningsaðila um reiknilíkön. Í þeim umræðum hafa SA smátt og smátt fjarlægt sig frá upphaflegum, jákvæðum viðbrögðum sínum. SA hafa fengið það út að tillögur Breiðfylkingarinnar séu of kostnaðarsamar og í staðinn sett fram tillögur sem eru langt neðan við þær hóflegu hækkanir sem Breiðfylkingin lagði til í upphafi viðræðna. Breiðfylkingin hefur andmælt nálgun SA með gögnum og rökum í samræmi við viðurkenndar aðferðir. Í á aðra viku hefur hvorki gengið né rekið í viðræðunum vegna andstöðu SA við launatillögur Breiðfylkingarinnar. Breiðfylkingin vill hvetja SA til að snúa af þessari braut og taka skref fram á við, ekki til baka. Mikil ábyrgð hvílir á samningsaðilum að ganga í takt að settu marki. Það markmið er heildstæð kjarasamningagerð, studd af löngu tímabærum umbótum á tilfærslukerfum hins opinbera, þar sem hóflegar krónutöluhækkanir verði forsenda lækkunar á verðbólgu og vöxtum. Breiðfylkingin hefur fyrir sitt leyti brugðist við kalli samfélagsins um ábyrga kjarasamningagerð og býst við því sama af öðrum. Breiðfylkingin hvetur SA til að rýna betur hófstilltar tillögur hennar og endurgjalda auðsýndan samningsvilja. Sé það gert þá er leiðin til farsællar kjarasamningagerðar greið. F.h. Breiðfylkingarinnar Eiður Stefánsson, formaður samninganefndar Landssambands íslenzkra verzlunarmanna Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Atvinnurekendur Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá breiðfylkingunni. Þar segir að eftir farsælar viðræður í upphafi hafi farið fram tímafrek og á köflum mjög tæknileg umræða milli samningsaðila um reiknilíkön. „Í þeim umræðum hafa SA smátt og smátt fjarlægt sig frá upphaflegum, jákvæðum viðbrögðum sínum. SA hafa fengið það út að tillögur Breiðfylkingarinnar séu of kostnaðarsamar og í staðinn sett fram tillögur sem eru langt neðan við þær hóflegu hækkanir sem Breiðfylkingin lagði til í upphafi viðræðna.“ Hvorki gengið né rekið í á aðra viku Segir fylkingin að hún hafi andmælt nálgun SA með gögnum og rökum í samræmi við viðurkenndar aðferðir. Hvorki hafi gengið né rekið í viðræðunum vegna andstöðu SA við launatillögur breiðfylkingarinnar í á aðra viku. „Breiðfylkingin vill hvetja SA til að snúa af þessari braut og taka skref fram á við, ekki til baka. Mikil ábyrgð hvílir á samningsaðilum að ganga í takt að settu marki. Það markmið er heildstæð kjarasamningagerð, studd af löngu tímabærum umbótum á tilfærslukerfum hins opinbera, þar sem hóflegar krónutöluhækkanir verði forsenda lækkunar á verðbólgu og vöxtum.“ Segist fylkingin hafa fyrir sitt leyti brugiðst við kalli samfélagsins um ábyrga kjarasamningsgerð. Býst hún við því sama af öðrum. „Breiðfylkingin hvetur SA til að rýna betur hófstilltar tillögur hennar og endurgjalda auðsýndan samningsvilja. Sé það gert þá er leiðin til farsællar kjarasamningagerðar greið.“ Tilkynningin í heild sinni: Samtök atvinnulífsins hafna nálgun Breiðfylkingar um Þjóðarsátt Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði hóf viðræður við Samtök atvinnulífsins þann 28. desember. Á fundi þann dag kynnti Breiðfylkingin tillögur sínar um tilteknar launahækkanir í þriggja ára kjarasamningi, með ítarlegum útfærslum og rökstuðningi. Þær tillögur voru mjög hófsamar og byggðar á þekktri fyrirmynd, Lífskjarasamningunum frá 2019. Heildarkostnaðarmat tillagna Breiðfylkingarinnar er vel innan þeirra marka sem Seðlabankinn gerir ráð fyrir í Þjóðhagsspá sinni til næstu þriggja ára. Nánast er einsdæmi að verkalýðshreyfingin hafi í upphafi kjaraviðræðna lagt fram tillögur sem eru innan þeirra marka. Á grunni þessara tillagna skapaðist mikil jákvæðni sem báðir samningsaðilar tjáðu í fjölmiðlum. Aðilar gáfu út sameiginlega yfirlýsingu, í kjölfar fundar þar sem Breiðfylkingin kynnti tillögur sínar, þar sem þeir hvöttu til aðhalds í gjaldskrár- og verðhækkunum. Jafnframt var varað við launaskriði, en það er einsdæmi að verkalýðshreyfingin á Íslandi taki undir með atvinnurekendum í gagnrýni á launaskrið. Síðan þá hefur farið fram tímafrek og á köflum mjög tæknileg umræða milli samningsaðila um reiknilíkön. Í þeim umræðum hafa SA smátt og smátt fjarlægt sig frá upphaflegum, jákvæðum viðbrögðum sínum. SA hafa fengið það út að tillögur Breiðfylkingarinnar séu of kostnaðarsamar og í staðinn sett fram tillögur sem eru langt neðan við þær hóflegu hækkanir sem Breiðfylkingin lagði til í upphafi viðræðna. Breiðfylkingin hefur andmælt nálgun SA með gögnum og rökum í samræmi við viðurkenndar aðferðir. Í á aðra viku hefur hvorki gengið né rekið í viðræðunum vegna andstöðu SA við launatillögur Breiðfylkingarinnar. Breiðfylkingin vill hvetja SA til að snúa af þessari braut og taka skref fram á við, ekki til baka. Mikil ábyrgð hvílir á samningsaðilum að ganga í takt að settu marki. Það markmið er heildstæð kjarasamningagerð, studd af löngu tímabærum umbótum á tilfærslukerfum hins opinbera, þar sem hóflegar krónutöluhækkanir verði forsenda lækkunar á verðbólgu og vöxtum. Breiðfylkingin hefur fyrir sitt leyti brugðist við kalli samfélagsins um ábyrga kjarasamningagerð og býst við því sama af öðrum. Breiðfylkingin hvetur SA til að rýna betur hófstilltar tillögur hennar og endurgjalda auðsýndan samningsvilja. Sé það gert þá er leiðin til farsællar kjarasamningagerðar greið. F.h. Breiðfylkingarinnar Eiður Stefánsson, formaður samninganefndar Landssambands íslenzkra verzlunarmanna Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands
Samtök atvinnulífsins hafna nálgun Breiðfylkingar um Þjóðarsátt Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði hóf viðræður við Samtök atvinnulífsins þann 28. desember. Á fundi þann dag kynnti Breiðfylkingin tillögur sínar um tilteknar launahækkanir í þriggja ára kjarasamningi, með ítarlegum útfærslum og rökstuðningi. Þær tillögur voru mjög hófsamar og byggðar á þekktri fyrirmynd, Lífskjarasamningunum frá 2019. Heildarkostnaðarmat tillagna Breiðfylkingarinnar er vel innan þeirra marka sem Seðlabankinn gerir ráð fyrir í Þjóðhagsspá sinni til næstu þriggja ára. Nánast er einsdæmi að verkalýðshreyfingin hafi í upphafi kjaraviðræðna lagt fram tillögur sem eru innan þeirra marka. Á grunni þessara tillagna skapaðist mikil jákvæðni sem báðir samningsaðilar tjáðu í fjölmiðlum. Aðilar gáfu út sameiginlega yfirlýsingu, í kjölfar fundar þar sem Breiðfylkingin kynnti tillögur sínar, þar sem þeir hvöttu til aðhalds í gjaldskrár- og verðhækkunum. Jafnframt var varað við launaskriði, en það er einsdæmi að verkalýðshreyfingin á Íslandi taki undir með atvinnurekendum í gagnrýni á launaskrið. Síðan þá hefur farið fram tímafrek og á köflum mjög tæknileg umræða milli samningsaðila um reiknilíkön. Í þeim umræðum hafa SA smátt og smátt fjarlægt sig frá upphaflegum, jákvæðum viðbrögðum sínum. SA hafa fengið það út að tillögur Breiðfylkingarinnar séu of kostnaðarsamar og í staðinn sett fram tillögur sem eru langt neðan við þær hóflegu hækkanir sem Breiðfylkingin lagði til í upphafi viðræðna. Breiðfylkingin hefur andmælt nálgun SA með gögnum og rökum í samræmi við viðurkenndar aðferðir. Í á aðra viku hefur hvorki gengið né rekið í viðræðunum vegna andstöðu SA við launatillögur Breiðfylkingarinnar. Breiðfylkingin vill hvetja SA til að snúa af þessari braut og taka skref fram á við, ekki til baka. Mikil ábyrgð hvílir á samningsaðilum að ganga í takt að settu marki. Það markmið er heildstæð kjarasamningagerð, studd af löngu tímabærum umbótum á tilfærslukerfum hins opinbera, þar sem hóflegar krónutöluhækkanir verði forsenda lækkunar á verðbólgu og vöxtum. Breiðfylkingin hefur fyrir sitt leyti brugðist við kalli samfélagsins um ábyrga kjarasamningagerð og býst við því sama af öðrum. Breiðfylkingin hvetur SA til að rýna betur hófstilltar tillögur hennar og endurgjalda auðsýndan samningsvilja. Sé það gert þá er leiðin til farsællar kjarasamningagerðar greið. F.h. Breiðfylkingarinnar Eiður Stefánsson, formaður samninganefndar Landssambands íslenzkra verzlunarmanna Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Atvinnurekendur Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira