Gestirnir úr Skíriskógi komust óvænt yfir á þriðju mínútu leiksins en Toney jafnaði metin úr aukaspyrnu á 19. mínútu. Athygli vakti að hann færði boltann eftir að dómarinn sneri baki í hann og gat því snúið hann auðveldlega framhjá varnarvegg gestanna. Staðan 1-1 í hálfleik.
Í síðari hálfleik opnuðust flóðgáttirnar en Ben Mee kom Brentford yfir með marki eftir hornspyrnu Mathias Jensen. Það tók gestina hins vegar aðeins sex mínútur að jafna, Chris Wood með markið eftir undirbúning Callum Hudson-Odoi.
This match continues to deliver
— Premier League (@premierleague) January 20, 2024
Chris Wood's equaliser is cancelled out just three minutes later by Neal Maupay's finish #BRENFO pic.twitter.com/alhcDcmDxq
Það var hins vegar Neal Maupay sem tryggði Brentford sigurinn með góðu skoti örskömmu síðar. Lokatölur 3-2 og Brentford er nú með 22 stig í 14. sæti á meðan Nottingham Forest er með 20 stig í 16. sæti.