Sex eldingar á fimm mínútum í Bláfjöllum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2024 14:25 Þrumur hafa heyrst á höfuðborgarsvæðinu vegna eldinga sem gengu yfir skömmu eftir hádegi. Getty Að minnsta kosti sex eldingum laust niður á Bláfjallasvæðinu á fimm mínútna tímabili skömmu eftir klukkan 13 í dag. Þær fylgdu éljabakka sem nú er farinn hjá, svo ólíklegt þykir að þær verði fleiri á svæðinu. Eldingakerfi Veðurstofu Íslands hefur mælt um sextán eldingar frá því klukkan 9 í morgun. Á milli klukkan 13:05 og 13:10 mældu eldingarkerfi Veðurstofunnar sex eldingar í Bláfjöllum og á Hellisheiði. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands útilokar ekki að þær hafi verið fleiri. Kerfið sé ófullkomið og nemi ekki allar eldingar. „Þetta var hérna aftast í úrkomubakka, eins og oft vill vera á þessum tíma. Bakkinn er farinn hjá svo það er ólíklegt að það komi fleiri akkúrat þarna.“ Veðurfræðingur útilokar ekki að eldingarnar hafi verið fleiri, en þær voru að minnsta kosti sex í Bláfjöllum.Vísir/Arnar Óli segir eldingar alltaf koma aðeins á óvart hér á landi. „Þetta er samt viðbúið þegar er svona þokkalega öflugt éljaloft, þá geta alltaf fylgt eldingar. En spáin gaf þetta ekki endilega til kynna. Það hefur verið meira suður og suðaustur af landinu, og þær eru að færast austur og eru komnar norður af Færeyjum núna.“ Alls hafa mælst sextán eldingar í heildina á landinu í dag. Ef maður hefur verið erlendis í eldingarveðri þykja sextán eldingar ósköp aumt Þrumur sem fylgdu eldingunum heyrðust á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfur segist Óli hafa heyrt í þrumum í dag þaðan sem hann er við störf á Veðurstofunni á Bústaðavegi í Reykjavík. Ekki hafa borist tilkynningar um skemmdir eða truflanir af völdum eldinganna. Veður Reykjavík Tengdar fréttir Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Á milli klukkan 13:05 og 13:10 mældu eldingarkerfi Veðurstofunnar sex eldingar í Bláfjöllum og á Hellisheiði. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands útilokar ekki að þær hafi verið fleiri. Kerfið sé ófullkomið og nemi ekki allar eldingar. „Þetta var hérna aftast í úrkomubakka, eins og oft vill vera á þessum tíma. Bakkinn er farinn hjá svo það er ólíklegt að það komi fleiri akkúrat þarna.“ Veðurfræðingur útilokar ekki að eldingarnar hafi verið fleiri, en þær voru að minnsta kosti sex í Bláfjöllum.Vísir/Arnar Óli segir eldingar alltaf koma aðeins á óvart hér á landi. „Þetta er samt viðbúið þegar er svona þokkalega öflugt éljaloft, þá geta alltaf fylgt eldingar. En spáin gaf þetta ekki endilega til kynna. Það hefur verið meira suður og suðaustur af landinu, og þær eru að færast austur og eru komnar norður af Færeyjum núna.“ Alls hafa mælst sextán eldingar í heildina á landinu í dag. Ef maður hefur verið erlendis í eldingarveðri þykja sextán eldingar ósköp aumt Þrumur sem fylgdu eldingunum heyrðust á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfur segist Óli hafa heyrt í þrumum í dag þaðan sem hann er við störf á Veðurstofunni á Bústaðavegi í Reykjavík. Ekki hafa borist tilkynningar um skemmdir eða truflanir af völdum eldinganna.
Veður Reykjavík Tengdar fréttir Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34