Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Grindvíkingar fengu að fara inn í bæinn í dag að sækja eigur sínar en miklar umferðartafir urðu vegna færðar og sumir þurftu að snúa við. Við skoðum aðstæður og hittum Grindvíkinga sem náðu í nokkra muni í dag. Þá kemur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum í myndver, ræðir um stöðuna í Grindavík og skjálftahrinuna í Bláfjöllum .
Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Heimir Már Pétursson kíkir í karphúsið þar sem fundað var í dag.
Þá verður rætt við þingflokksformann Vinstri Grænna um ákvörðun utanríkisráðherra um að frysta fjárframlög til Palestínuaðstoðar Sameinuðu þjóðanna og í Íslandi í dag kíkjum við í morgunkaffi til Heimis Karlssonar, sem er búinn að vera í Bítinu í tuttugu ár – lengst allra í morgunútvarpi.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.