Verktakar sjá fram á metár í útboðum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. janúar 2024 20:20 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. Sigurjón Ólason Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Útboðsþingi. Þangað mættu verktakar landsins og vinnuvélaeigendur til að hlýða á fulltrúa opinberra aðila lýsa þeim framkvæmdum sem þeir hyggjast bjóða út í ár. „Útboðin, það verður væntanlega slegið met á árinu, ef áform ganga eftir. Við erum að sjá töluna í fyrsta sinn fara yfir 200 milljarða,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „En því til viðbótar verða miklar fjárfestingar á árinu. Talan þar er 175 milljarðar og ég held að við höfum aldrei séð eins háa tölu þar,“ segir Sigurður ennfremur. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Sigurjón Ólason Þyngst vega útboð Landsvirkjunar á Búrfellslundi og Hvammsvirkjun, útboð vegna nýja Landspítalans og svo Vegagerðin, að því er fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra taldi upp helstu framkvæmdir í vegagerð; lokaáfangar við tvöföldun Reykjanesbrautar, hringvegur um Hornafjarðarfljót, breikkun Kjalarnesvegar, þar sem akstursstefnur verða aðskildar, áframhaldandi uppbygging Vestfjarðavegar og Norðausturvegur um Brekknaheiði en með þeirri framkvæmd segir hann að verði komið bundið slitlag milli allra þéttbýlisstaða á Norðausturlandi. Samtök iðnaðarins lýsa sérstökum áhyggjum af uppsafnaðri viðhaldsþörf vegakerfisins sem og stöðu orkumála. „Og eftir tímabil fyrir nokkrum árum síðan, þar sem var lítið að gert, þá erum við einfaldlega komin í heilmikla skuld, innviðaskuld. Og við erum í raun minnt á þetta reglulega, hvort sem það er vegakerfið, rafmagnið að slá út, vatnsveitan, hitaveitan, orkuöflun og svo framvegis,“ segir Sigurður Hannesson. Fundarsalurinn á Grand Hótel Reykjavík var þéttsetinn.Sigurjón Ólason Aðgerðir vegna Grindavíkur eru stóri óvissuþátturinn, eins og uppkaup húsnæðis. „Sem kallar auðvitað þá á að Grindvíkingar fara af miklum krafti hér inn á íbúðamarkaðinn,“ segir Sigurður Ingi. „Við munum þurfa að fara í einhverjar mótvægisaðgerðir. En það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að fresta neinum stórframkvæmdum á þessum tímapunkti.“ -En það kæmi til greina? „Það getur verið ein af mótvægisaðgerðunum,“ svarar ráðherrann. Takmörkuð framleiðslugeta byggingariðnaðarins gæti þurft að beinast að þörf Grindvíkinga. „Og ef við þurfum að byggja enn fleiri íbúðir, á þessu og næsta ári, til þess að takast á við þennan vanda, þá getur vel verið að menn geti ekki byggt önnur hús á meðan,“ segir Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Efnahagsmál Samgöngur Orkumál Landsvirkjun Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Landspítalinn Húsnæðismál Grindavík Byggingariðnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Tengdar fréttir Miklar framkvæmdir boðaðar á árinu Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag. 30. janúar 2024 13:01 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29 Umferð hleypt á nýja veginn um Teigsskóg Stór stund rennur upp í vegamálum Vestfirðinga á morgun þegar vegurinn umdeildi um Teigsskóg verður opnaður umferð. Í dag var jafnframt skrifað undir verksamning um næsta verkáfanga; gerð vegfyllinga yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. 30. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Útboðsþingi. Þangað mættu verktakar landsins og vinnuvélaeigendur til að hlýða á fulltrúa opinberra aðila lýsa þeim framkvæmdum sem þeir hyggjast bjóða út í ár. „Útboðin, það verður væntanlega slegið met á árinu, ef áform ganga eftir. Við erum að sjá töluna í fyrsta sinn fara yfir 200 milljarða,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „En því til viðbótar verða miklar fjárfestingar á árinu. Talan þar er 175 milljarðar og ég held að við höfum aldrei séð eins háa tölu þar,“ segir Sigurður ennfremur. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Sigurjón Ólason Þyngst vega útboð Landsvirkjunar á Búrfellslundi og Hvammsvirkjun, útboð vegna nýja Landspítalans og svo Vegagerðin, að því er fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra taldi upp helstu framkvæmdir í vegagerð; lokaáfangar við tvöföldun Reykjanesbrautar, hringvegur um Hornafjarðarfljót, breikkun Kjalarnesvegar, þar sem akstursstefnur verða aðskildar, áframhaldandi uppbygging Vestfjarðavegar og Norðausturvegur um Brekknaheiði en með þeirri framkvæmd segir hann að verði komið bundið slitlag milli allra þéttbýlisstaða á Norðausturlandi. Samtök iðnaðarins lýsa sérstökum áhyggjum af uppsafnaðri viðhaldsþörf vegakerfisins sem og stöðu orkumála. „Og eftir tímabil fyrir nokkrum árum síðan, þar sem var lítið að gert, þá erum við einfaldlega komin í heilmikla skuld, innviðaskuld. Og við erum í raun minnt á þetta reglulega, hvort sem það er vegakerfið, rafmagnið að slá út, vatnsveitan, hitaveitan, orkuöflun og svo framvegis,“ segir Sigurður Hannesson. Fundarsalurinn á Grand Hótel Reykjavík var þéttsetinn.Sigurjón Ólason Aðgerðir vegna Grindavíkur eru stóri óvissuþátturinn, eins og uppkaup húsnæðis. „Sem kallar auðvitað þá á að Grindvíkingar fara af miklum krafti hér inn á íbúðamarkaðinn,“ segir Sigurður Ingi. „Við munum þurfa að fara í einhverjar mótvægisaðgerðir. En það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að fresta neinum stórframkvæmdum á þessum tímapunkti.“ -En það kæmi til greina? „Það getur verið ein af mótvægisaðgerðunum,“ svarar ráðherrann. Takmörkuð framleiðslugeta byggingariðnaðarins gæti þurft að beinast að þörf Grindvíkinga. „Og ef við þurfum að byggja enn fleiri íbúðir, á þessu og næsta ári, til þess að takast á við þennan vanda, þá getur vel verið að menn geti ekki byggt önnur hús á meðan,“ segir Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Efnahagsmál Samgöngur Orkumál Landsvirkjun Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Landspítalinn Húsnæðismál Grindavík Byggingariðnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Tengdar fréttir Miklar framkvæmdir boðaðar á árinu Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag. 30. janúar 2024 13:01 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29 Umferð hleypt á nýja veginn um Teigsskóg Stór stund rennur upp í vegamálum Vestfirðinga á morgun þegar vegurinn umdeildi um Teigsskóg verður opnaður umferð. Í dag var jafnframt skrifað undir verksamning um næsta verkáfanga; gerð vegfyllinga yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. 30. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Sjá meira
Miklar framkvæmdir boðaðar á árinu Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag. 30. janúar 2024 13:01
Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22
Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29
Umferð hleypt á nýja veginn um Teigsskóg Stór stund rennur upp í vegamálum Vestfirðinga á morgun þegar vegurinn umdeildi um Teigsskóg verður opnaður umferð. Í dag var jafnframt skrifað undir verksamning um næsta verkáfanga; gerð vegfyllinga yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. 30. nóvember 2023 21:00
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf