Pallborðið: Veðurstofan sökuð um að brjóta lög og deila ekki gögnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2024 11:03 Gestir Pallborðsins eru Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athuguna- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofu Íslands og Dr. Ólafur Rögnvaldsson, stofnandi og eigandi Belgings. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands safnar gríðarlegu magni gagna um veðurfar, jarðhræringar, vatnafar og loftslag, svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja stofnunina hins vegar trega til að deila umræddum gögnum. Vinnubrögð Veðurstofunnar hvað þetta varðar verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu klukkan 14 á Vísi og Stöð 2 Vísi. Í lögum um Veðurstofu Íslands nr. 70/2008 er stofnuninni meðal annars skylt að annast skráningu, varðveislu og miðlun gagna á starfssviði stofnunarinnar og bæta þjónustu hennar og auka hæfni hennar til að „láta í té upplýsingar í þágu atvinnulífs, öryggismála, sjálfbærrar nýtingar auðlinda og annarra þarfa landsmanna“. Þá segir: „Gögn sem Veðurstofa Íslands aflar fyrir opinbert fé af fjárlögum skulu vera aðgengileg öllum án gjaldtöku enda brjóti afhending þeirra ekki gegn lögvernduðum rétti þriðja aðila eða fari gegn reglum um gjaldtöku sem settar eru af eiganda gagna. Þó er heimilt að innheimta afgreiðslukostnað, sbr. 1. mgr. 4. gr.“ Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja Veðurstofuna ekki sinna þessari skyldu og nú síðast greindi Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, frá því að stofnunin hefði klippt á aðgengi HÍ að gögnunum. Þá gagnrýndi nafni hans Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur Veðurstofuna í fyrra í pistli undir fyrirsögninni „Skorpuhreyfingar í jörðu og óstjórn á yfirborði“. „Jarðeðlisfræðileg gögn hafa ekki verið gerð jafn aðgengileg og ekki dreift á sama hátt og veðurgögnum. Vefsíður Veðurstofunnar á þessu sviði eru afleitar, illa haldið við, sumt efni er síðan 2008 og hefur ekki verið uppfært síðan og svo mætti lengi telja. Slík gagnastefna þrengir til dæmis þann hóp jarðvísindamanna sem búa yfir þekkingu og túlkun á gögnum,“ sagði Haraldur. Hann segir einnig að leit að GPS gögnum á vefsíðu Veðurstofunnar skili tíu ára skilaboðum um að upplýsingar séu úreltar, að aðgengi að gögnum hafi verið takmarkaðar eða að ekki sé óhætt að nota gögnin nema í samráði við starfsmenn stofnunarinnar. Fjallað verður um málið í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. Gestir Pallborðsins verða Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, Dr. Ólafur Rögnvaldsson, stofnandi og eigandi Belgings, og Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athuguna- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofu Íslands. Sjá má Pallborðið í heild sinni í spilaranum að neðan. Pallborðið Veður Háskólar Eldgos og jarðhræringar Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vinnubrögð Veðurstofunnar hvað þetta varðar verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu klukkan 14 á Vísi og Stöð 2 Vísi. Í lögum um Veðurstofu Íslands nr. 70/2008 er stofnuninni meðal annars skylt að annast skráningu, varðveislu og miðlun gagna á starfssviði stofnunarinnar og bæta þjónustu hennar og auka hæfni hennar til að „láta í té upplýsingar í þágu atvinnulífs, öryggismála, sjálfbærrar nýtingar auðlinda og annarra þarfa landsmanna“. Þá segir: „Gögn sem Veðurstofa Íslands aflar fyrir opinbert fé af fjárlögum skulu vera aðgengileg öllum án gjaldtöku enda brjóti afhending þeirra ekki gegn lögvernduðum rétti þriðja aðila eða fari gegn reglum um gjaldtöku sem settar eru af eiganda gagna. Þó er heimilt að innheimta afgreiðslukostnað, sbr. 1. mgr. 4. gr.“ Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja Veðurstofuna ekki sinna þessari skyldu og nú síðast greindi Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, frá því að stofnunin hefði klippt á aðgengi HÍ að gögnunum. Þá gagnrýndi nafni hans Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur Veðurstofuna í fyrra í pistli undir fyrirsögninni „Skorpuhreyfingar í jörðu og óstjórn á yfirborði“. „Jarðeðlisfræðileg gögn hafa ekki verið gerð jafn aðgengileg og ekki dreift á sama hátt og veðurgögnum. Vefsíður Veðurstofunnar á þessu sviði eru afleitar, illa haldið við, sumt efni er síðan 2008 og hefur ekki verið uppfært síðan og svo mætti lengi telja. Slík gagnastefna þrengir til dæmis þann hóp jarðvísindamanna sem búa yfir þekkingu og túlkun á gögnum,“ sagði Haraldur. Hann segir einnig að leit að GPS gögnum á vefsíðu Veðurstofunnar skili tíu ára skilaboðum um að upplýsingar séu úreltar, að aðgengi að gögnum hafi verið takmarkaðar eða að ekki sé óhætt að nota gögnin nema í samráði við starfsmenn stofnunarinnar. Fjallað verður um málið í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. Gestir Pallborðsins verða Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, Dr. Ólafur Rögnvaldsson, stofnandi og eigandi Belgings, og Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athuguna- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofu Íslands. Sjá má Pallborðið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Pallborðið Veður Háskólar Eldgos og jarðhræringar Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira