Farangurskerra fauk á flugvél Icelandair í hríðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2024 21:05 Veðrið er búið að vera brjálað á Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag. Hviðurnar hafa náð upp í 36 metra á sekúndu og sitja farþegar fastir í flugvélinni sem átti að fara til Kaupmannahafnar klukkan 15:40 í dag. Flugvél Icelandair var á leið út á flugbraut þegar farangurskerra fauk utan í hreyfil hennar. Farþegar hafa verið í flugvélinni í rúma fimm tíma og komast ekki út vegna brjálaðs roks. Þá hefur öllum flugferðum Icelandair frá vellinum verið aflýst í kvöld vegna veðurs. „Við áttum að fara 15:40 og vorum að fara í pushback þegar hviðan kom sem gerði það að verkum að kerran fer utan í hreyfilinn,“ sagði Ársól Clara, einn af farþegum flugvélarinnar sem var á leið til Kaupmannahafnar. Kerran fór utan í flugvélina um fimm að sögn Ársólar og um hálftíma síðar var farþegum tilkynnt að skipta ætti um vél. „Um hálf átta fengum við að vita að það væri verið að aflýsa fluginu,“ sagði Ársól. Bíða enn í vélinni „Nú er beðið eftir því að vindurinn minnki til að hægt sé að koma stigaganginum að,“ sagði Ársól í samtali við blaðamann um tuttugu mínútur yfir átta. „Það var boðið upp á Corny en svo var maturinn tekinn út af því við ætluðum í aðra flugvél,“ sagði Ársól þegar blaðamaður spurði hvort farþegar hefðu fengið einhverjar veitingar í sárabætur á meðan þau biðu inni í vélinni. Ársól sagði farþega sallarólega og vegna aðstæðna hefðu þau fullan skilning á stöðunni. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsbrot af veðrinu út um glugga flugvélarinnar. Öllum flugferðum Icelandair aflýst „Það er búið að vera snarvitlaust veður á Keflavíkurflugvelli. Búið að vera mikið rok, snjóél og blindhríð. Það hefur ekki skapast nægilegt færi til að gera vélar klárar,“ sagði Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, og bætti við „þetta eru níu flugferðir, á leiðinni út til Bandaríkjanna, London og Kaupmannahafnar.“ Þá hafi flugferðinni til Kaupmannahafnar bæði verið aflýst vegna farangursvagnsins sem fauk á flugvélina og vegna veðurs. „Það er miðað við fimmtíu hnúta, um 25 metra á sekúndu. Starfsemin á Keflavíkurvelli er miðuð við það. Það fór vel yfir 70 núna í kvöld. Það komu þessar svaka hríðir og rok,“ sagði hann um vindinn á vellinum. Er flugferðunum þá frestað eða aflýst? „Þessum ferðum er aflýst í kvöld og sömu ferðum til Íslands sem áttu að fara með sömu flugvélum. Svo verða farþegar bókaðir á aðrar flugferðir og við reynum að gera það sem allra fyrst,“ sagði hann. Fréttir af flugi Samgöngur Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Sjá meira
„Við áttum að fara 15:40 og vorum að fara í pushback þegar hviðan kom sem gerði það að verkum að kerran fer utan í hreyfilinn,“ sagði Ársól Clara, einn af farþegum flugvélarinnar sem var á leið til Kaupmannahafnar. Kerran fór utan í flugvélina um fimm að sögn Ársólar og um hálftíma síðar var farþegum tilkynnt að skipta ætti um vél. „Um hálf átta fengum við að vita að það væri verið að aflýsa fluginu,“ sagði Ársól. Bíða enn í vélinni „Nú er beðið eftir því að vindurinn minnki til að hægt sé að koma stigaganginum að,“ sagði Ársól í samtali við blaðamann um tuttugu mínútur yfir átta. „Það var boðið upp á Corny en svo var maturinn tekinn út af því við ætluðum í aðra flugvél,“ sagði Ársól þegar blaðamaður spurði hvort farþegar hefðu fengið einhverjar veitingar í sárabætur á meðan þau biðu inni í vélinni. Ársól sagði farþega sallarólega og vegna aðstæðna hefðu þau fullan skilning á stöðunni. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsbrot af veðrinu út um glugga flugvélarinnar. Öllum flugferðum Icelandair aflýst „Það er búið að vera snarvitlaust veður á Keflavíkurflugvelli. Búið að vera mikið rok, snjóél og blindhríð. Það hefur ekki skapast nægilegt færi til að gera vélar klárar,“ sagði Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, og bætti við „þetta eru níu flugferðir, á leiðinni út til Bandaríkjanna, London og Kaupmannahafnar.“ Þá hafi flugferðinni til Kaupmannahafnar bæði verið aflýst vegna farangursvagnsins sem fauk á flugvélina og vegna veðurs. „Það er miðað við fimmtíu hnúta, um 25 metra á sekúndu. Starfsemin á Keflavíkurvelli er miðuð við það. Það fór vel yfir 70 núna í kvöld. Það komu þessar svaka hríðir og rok,“ sagði hann um vindinn á vellinum. Er flugferðunum þá frestað eða aflýst? „Þessum ferðum er aflýst í kvöld og sömu ferðum til Íslands sem áttu að fara með sömu flugvélum. Svo verða farþegar bókaðir á aðrar flugferðir og við reynum að gera það sem allra fyrst,“ sagði hann.
Fréttir af flugi Samgöngur Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Sjá meira