Grunnskólabörn panta heimsendingu: „Af augljósum ástæðum gengur þetta ekki“ Árni Sæberg skrifar 13. febrúar 2024 17:15 Telja verður líklegt að sendlar á vegum Domino's séu meðal þeirra sem komið hafa í Valhúsaskóla. Vísir Skólastjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness hafa biðlað til forráðamanna barna í sjöunda til tíunda bekk að brýna fyrir börnunum að panta sér ekki heimsendan mat í skólann. Í tölvupósti sem sendur er á forráðamenn segir að skólastjórnaendur vilji vekja athygli á því að það virðist vera nokkuð vinsælt hjá börnunum að panta sér mat frá hinum og þessum fyrirtækjum og fá sendan í skólann. „Af augljósum ástæðum gengur þetta ekki upp. Þetta er afar kostnaðarsamt fyrir nemendur auk þess sem þetta er eitthvað sem við viljum ekki fá inn í skólann. Vinsamlegast ræðið við börnin um að þetta er ekki leyfilegt.“ Vilja sendlana ekki inn í skólann Í samtali við Vísi segir Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, að hingað til hafi starfsfólk ekki tekið eftir því að börn panti sér mat. Nú færist hins vegar sífellt í aukana að alls konar matarsendlar frá hinum ýmsu fyrirtækjum komi með mat í skólann. „Eðli málsins samkvæmt viljum við ekki að hver sem er sé að koma inn í skólabygginguna. Skólabyggingin er ætluð fyrir nemendur, starfsfólk og aðstandendur. Við viljum hafa sem minnst rennerí af fólki sem á ekki erindi þangað. Fyrir utan það þá teljum við að þetta sé ekkert sérstaklega gott fyrir börnin. Þetta er dýrt og það er ekkert endilega alltaf einhver hollusta sem þau eru að panta sér.“ Ekki endilega á hverjum degi Kristjana segir að það sé ekki endilega á hverjum degi sem starfsfólk verði vart við matarsendla en fyrst nú séu þeir farnir að venja komur sínar í skólann. „Við erum aðeins að taka meira eftir þessu núna og við viljum stoppa þetta af áður en þetta verður almenn hefð. Þetta er ekkert þannig að við séum að drukkna í sendlum en við höfum orðið vör við nokkur atvik.“ Þá segir hún að málið gæti tengst óánægju með matinn sem boðið er upp á í mötuneyti skólans. „En það hefur alltaf verið, alveg sama hvaða matur er. Það eru margir sem vilja bara eitthvað annað. Nemendur eru svolítið að fara út í Hagkaup af því að þau vilja síður matinn í mötuneytinu. Hérna áður fyrr voru seldar samlokur og eitthvað sem þau gátu keypt sér. Eftir að það var skipt um rekstraraðila á mötuneytunum þá breyttist það. Við getum svo sem alveg skilið það að þau langi í eitthvað annað, en engu að síður viljum við ná utan um þetta.“ Seltjarnarnes Grunnskólar Börn og uppeldi Matur Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Í tölvupósti sem sendur er á forráðamenn segir að skólastjórnaendur vilji vekja athygli á því að það virðist vera nokkuð vinsælt hjá börnunum að panta sér mat frá hinum og þessum fyrirtækjum og fá sendan í skólann. „Af augljósum ástæðum gengur þetta ekki upp. Þetta er afar kostnaðarsamt fyrir nemendur auk þess sem þetta er eitthvað sem við viljum ekki fá inn í skólann. Vinsamlegast ræðið við börnin um að þetta er ekki leyfilegt.“ Vilja sendlana ekki inn í skólann Í samtali við Vísi segir Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, að hingað til hafi starfsfólk ekki tekið eftir því að börn panti sér mat. Nú færist hins vegar sífellt í aukana að alls konar matarsendlar frá hinum ýmsu fyrirtækjum komi með mat í skólann. „Eðli málsins samkvæmt viljum við ekki að hver sem er sé að koma inn í skólabygginguna. Skólabyggingin er ætluð fyrir nemendur, starfsfólk og aðstandendur. Við viljum hafa sem minnst rennerí af fólki sem á ekki erindi þangað. Fyrir utan það þá teljum við að þetta sé ekkert sérstaklega gott fyrir börnin. Þetta er dýrt og það er ekkert endilega alltaf einhver hollusta sem þau eru að panta sér.“ Ekki endilega á hverjum degi Kristjana segir að það sé ekki endilega á hverjum degi sem starfsfólk verði vart við matarsendla en fyrst nú séu þeir farnir að venja komur sínar í skólann. „Við erum aðeins að taka meira eftir þessu núna og við viljum stoppa þetta af áður en þetta verður almenn hefð. Þetta er ekkert þannig að við séum að drukkna í sendlum en við höfum orðið vör við nokkur atvik.“ Þá segir hún að málið gæti tengst óánægju með matinn sem boðið er upp á í mötuneyti skólans. „En það hefur alltaf verið, alveg sama hvaða matur er. Það eru margir sem vilja bara eitthvað annað. Nemendur eru svolítið að fara út í Hagkaup af því að þau vilja síður matinn í mötuneytinu. Hérna áður fyrr voru seldar samlokur og eitthvað sem þau gátu keypt sér. Eftir að það var skipt um rekstraraðila á mötuneytunum þá breyttist það. Við getum svo sem alveg skilið það að þau langi í eitthvað annað, en engu að síður viljum við ná utan um þetta.“
Seltjarnarnes Grunnskólar Börn og uppeldi Matur Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira