Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Jón Þór Stefánsson skrifar 16. febrúar 2024 10:49 Erfitt er að meta skemmdirnar að svo stöddu. Vísir/Vilhelm Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá N1 um bruna í iðnaðarhúsnæði í Fellsmúla í gær. Þar kemur fram að enginn hafi verið inni í húsnæðinu þegar reyksins varð vart og öryggi starfsmanna hafi því ekki verið ógnað. „Ljóst er að skemmdir á húsnæðinu eru miklar. Þó er ekki hægt að meta þær að fullu fyrr en lögreglan hefur lokið rannsókn á eldsupptökum,“ segir í tilkynningunni. N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði í húsnæðinu.Vísir/Vilhelm „Eldurinn takmarkaðist við húsnæði N1 en tjón varð í nærliggjandi húsnæði vegna reyks og vatns. Brunahólfun hússins og aðrar eldvarnir skiptu þar miklu máli,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Þar kemur fram að ekki sé hægt að segja til um hvenær bílaþjónusta N1 opnar aftur í húsinu fyrr en búið er að meta skemmdir. Eldurinn takmarkaðist við húsnæði N1.Vísir/Vilhelm Þröstur Ingvason, sölustjóri hjá Slippfélaginu sem er líka með aðsetur í húsinu, tekur í sama streng. Hann segir ljóst að húnsæði fyrirtækisins hafi orðið fyrir tjóni, en erfitt sé að meta það að svo stöddu. „Þetta er náttúrulega þannig að við erum ekki búin að komast inn ennþá. Klárlega er þetta einhverskonar tjón, en sem betur slapp allt fólkið heilt út og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Þröstur. Um sjötíu manns komu að slökkvistarfinu.Vísir/Vilhelm Hann segir þó að Slippfélagið sé líklega betur statt en önnur fyrirtæki sem eru með aðsetur í húsinu vegna þess að félagið sé með önnur aðsetur í bænum. „Það læsti sig ekki eldur í neðri hæðunum, en það er bæði vatnstjón, og það er mikil lykt inni í rýmunum. Það er kannski það sem er mest hjá okkur.“ Þau hjá Slippfélaginu hafa enn ekki fengið að fara inn í húsnæðið, en Þröstur telur að þau fái að gera það seinna í dag. „Það verður engin starfsemi hér næstu dagana. Það er alveg á hreinu.“ „Það verður engin starfsemi hér næstu dagana. Það er alveg á hreinu,“ segir sölustjóri Slippfélagsins. Vísir/Vilhelm Slökkvistarfi lauk að mestu um klukkan tvö í nótt en í morgun var unnið að því að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum. Slökkviðsmenn á vettvangi hafa nú komist inn í húsnæðið, sem þótti ekki öruggt í nótt. Um sjötíu manns komu að slökkvistarfinu á vettvangi. Þá voru þrjátíu til viðbótar að sinna sjúkraflutningum í nótt. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá N1 um bruna í iðnaðarhúsnæði í Fellsmúla í gær. Þar kemur fram að enginn hafi verið inni í húsnæðinu þegar reyksins varð vart og öryggi starfsmanna hafi því ekki verið ógnað. „Ljóst er að skemmdir á húsnæðinu eru miklar. Þó er ekki hægt að meta þær að fullu fyrr en lögreglan hefur lokið rannsókn á eldsupptökum,“ segir í tilkynningunni. N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði í húsnæðinu.Vísir/Vilhelm „Eldurinn takmarkaðist við húsnæði N1 en tjón varð í nærliggjandi húsnæði vegna reyks og vatns. Brunahólfun hússins og aðrar eldvarnir skiptu þar miklu máli,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Þar kemur fram að ekki sé hægt að segja til um hvenær bílaþjónusta N1 opnar aftur í húsinu fyrr en búið er að meta skemmdir. Eldurinn takmarkaðist við húsnæði N1.Vísir/Vilhelm Þröstur Ingvason, sölustjóri hjá Slippfélaginu sem er líka með aðsetur í húsinu, tekur í sama streng. Hann segir ljóst að húnsæði fyrirtækisins hafi orðið fyrir tjóni, en erfitt sé að meta það að svo stöddu. „Þetta er náttúrulega þannig að við erum ekki búin að komast inn ennþá. Klárlega er þetta einhverskonar tjón, en sem betur slapp allt fólkið heilt út og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Þröstur. Um sjötíu manns komu að slökkvistarfinu.Vísir/Vilhelm Hann segir þó að Slippfélagið sé líklega betur statt en önnur fyrirtæki sem eru með aðsetur í húsinu vegna þess að félagið sé með önnur aðsetur í bænum. „Það læsti sig ekki eldur í neðri hæðunum, en það er bæði vatnstjón, og það er mikil lykt inni í rýmunum. Það er kannski það sem er mest hjá okkur.“ Þau hjá Slippfélaginu hafa enn ekki fengið að fara inn í húsnæðið, en Þröstur telur að þau fái að gera það seinna í dag. „Það verður engin starfsemi hér næstu dagana. Það er alveg á hreinu.“ „Það verður engin starfsemi hér næstu dagana. Það er alveg á hreinu,“ segir sölustjóri Slippfélagsins. Vísir/Vilhelm Slökkvistarfi lauk að mestu um klukkan tvö í nótt en í morgun var unnið að því að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum. Slökkviðsmenn á vettvangi hafa nú komist inn í húsnæðið, sem þótti ekki öruggt í nótt. Um sjötíu manns komu að slökkvistarfinu á vettvangi. Þá voru þrjátíu til viðbótar að sinna sjúkraflutningum í nótt.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira