„Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2024 21:16 Benedikt Guðmundsson hefur verið viðloðinn körfubolta lengur en elstu menn muna. Vísir/Diego Frammistaða Dominykas Milka undir lok leiks í sigri Njarðvíkur á Tindastól í síðustu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta var til umræðu í Körfuboltakvöldi. Þar fóru menn yfir vel hentar gegn ákveðnum liðum en svo minna gegn öðrum. Fær Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, mikið hrós fyrir hvernig hann hefur nýtt krafta Milka á leiktíðinni. Njarðvík vann eins nauman sigur og hægt er þegar liðið sótti Íslandsmeistara Tindastóls heim á Sauðárkrók þann 15. febrúar. Lokatölur í Síkinu 68-89 og Njarðvík því enn að daðra við 2. sætið á meðan Valur er að stinga af á toppi deildarinnar. Á sama tíma hefur Tindastóll aðeins unnið 9 af 18 leikjum sínum. „Milka skoraði ekki stig fyrr en í fjórða leikhluta en reif alls niður 14 fráköst og tók pláss. Fannst Tindastóll ekki finna nægilega góðar lausnir til að draga hann úr teignum,“ sagði Helgi Magnússon og hélt áfram að lofsama bæði Milka og Chaz Williams. „Það kviknaði á þeim í 4. leikhluta, Chaz gerði vel að þefa Milka uppi undir körfunni. Skilaði sínu þegar þess þurfti. Chaz sömuleiðis, hann var rosalega góður undir lokin. Þeir tveir stýrðu þessu saman.“ Tölfræði Milka er ef til vill ekki frábær en hann var bestur þegar á reyndi.Körfuboltakvöld „Milka, þetta er tröll,“ bætti Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, við áður en Sævar Sævarsson fékk orðið. „Það velkist enginn í vafa um það að maðurinn er góður í körfubolta. Í ákveðnum leikjum er hann frábær en í ákveðnum leikjum hentar Milka ekkert sérstaklega.“ „Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki, að finna augnablikið þegar Milka er plús vs. þegar Milka er mínus. Þegar hann er upp á sitt besta eiga vel flest lið í miklum erfiðumleikum með hann en hann getur líka verið dragbítur (e. liability). Þá þarf þjálfarinn að hafa hugrekki til að kippa honum út af. Hann er stór og mikill karakter líka.“ Klippa: Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki „Það er ekki búið að koma mér á óvart hvað hann er búinn að vera góður. Það hefur heldur ekkert komið mér á óvart þegar hann hefur ekki verið sérstaklega góður. Benni má hrós fyrir það, hann kann að lesa í þetta – þegar hann sér að Milka hentar ákveðnum liðum betur en öðrum.“ Innslag Körfuboltakvölds má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þar fer Helgi einnig yfir hversu lítið Milka skaut framan af leik. Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Þar fóru menn yfir vel hentar gegn ákveðnum liðum en svo minna gegn öðrum. Fær Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, mikið hrós fyrir hvernig hann hefur nýtt krafta Milka á leiktíðinni. Njarðvík vann eins nauman sigur og hægt er þegar liðið sótti Íslandsmeistara Tindastóls heim á Sauðárkrók þann 15. febrúar. Lokatölur í Síkinu 68-89 og Njarðvík því enn að daðra við 2. sætið á meðan Valur er að stinga af á toppi deildarinnar. Á sama tíma hefur Tindastóll aðeins unnið 9 af 18 leikjum sínum. „Milka skoraði ekki stig fyrr en í fjórða leikhluta en reif alls niður 14 fráköst og tók pláss. Fannst Tindastóll ekki finna nægilega góðar lausnir til að draga hann úr teignum,“ sagði Helgi Magnússon og hélt áfram að lofsama bæði Milka og Chaz Williams. „Það kviknaði á þeim í 4. leikhluta, Chaz gerði vel að þefa Milka uppi undir körfunni. Skilaði sínu þegar þess þurfti. Chaz sömuleiðis, hann var rosalega góður undir lokin. Þeir tveir stýrðu þessu saman.“ Tölfræði Milka er ef til vill ekki frábær en hann var bestur þegar á reyndi.Körfuboltakvöld „Milka, þetta er tröll,“ bætti Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, við áður en Sævar Sævarsson fékk orðið. „Það velkist enginn í vafa um það að maðurinn er góður í körfubolta. Í ákveðnum leikjum er hann frábær en í ákveðnum leikjum hentar Milka ekkert sérstaklega.“ „Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki, að finna augnablikið þegar Milka er plús vs. þegar Milka er mínus. Þegar hann er upp á sitt besta eiga vel flest lið í miklum erfiðumleikum með hann en hann getur líka verið dragbítur (e. liability). Þá þarf þjálfarinn að hafa hugrekki til að kippa honum út af. Hann er stór og mikill karakter líka.“ Klippa: Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki „Það er ekki búið að koma mér á óvart hvað hann er búinn að vera góður. Það hefur heldur ekkert komið mér á óvart þegar hann hefur ekki verið sérstaklega góður. Benni má hrós fyrir það, hann kann að lesa í þetta – þegar hann sér að Milka hentar ákveðnum liðum betur en öðrum.“ Innslag Körfuboltakvölds má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þar fer Helgi einnig yfir hversu lítið Milka skaut framan af leik.
Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira