Staðan grafalvarleg og stendur frekari uppbyggingu fyrir þrifum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. febrúar 2024 11:15 Bæjaryfirvöld í Hveragerði lýsa yfir mikilli furðu og miklum vonbrigðum með afgreiðslu nefndarinnar vegna stöðu fráveitumála í Hveragerði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur að staða fráveitumála í Hveragerði sé grafalvarleg og með öllu óviðunandi. Að öllu óbreyttu sé ljóst að frekari uppbygging í sveitarfélaginu geti ekki átt sér stað. Þetta kemur fram nýlegri bókun Heilbrigðisnefndar Suðurlands um stöðu fráveitumála hjá sveitarfélaginu. Í ljósi þessa áformar nefndin að beita Hveragerðisbæ frekari þvingunarúrræðum. Geir Sveinsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, vildi ekki veita viðtal vegna málsins. Í skriflegri yfirlýsingu segir hann að ljóst sé að kostnaður við framveituframkvæmdir hjá bæjarfélaginu munu kosta hundruð milljóna króna. Nákvæm kostnaðaráætlun hafi þó ekki farið fram. Geir Sveinsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í yfirlýsingu Hveragerðisbæjar vegna málsins kemur fram að ljósi þess að bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hafi afgreitt aðgerðaráætlun næstu ára í fráveitumálum bæjarins þann 8. febrúar síðastliðinn þá veki bókun Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 12. febrúar mikla furðu. Lýsir bærinn yfir miklum vonbrigðum með afgreiðslu nefndarinnar. „Hveragerðisbær hefur brugðist við af festu við stöðu fráveitunnar í bænum og er þegar farið að vinna eftir þeirri aðgerðaráætlun sem afgreidd var,“ segir í yfirlýsingunni. Heilbrigðisnefnd Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir alvarlegar athugasemdir við stöðu fráveitumála hjá Hveragerðisbæ.Aðsend Bókun Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá fundi sínum 12. febrúar 2024. Fráveita Hveragerðisbæjar Á síðasta fundi Heilbrigðisnefndar Suðurlands 27. nóvember 2023 var gerð bókun með vísun í eftirlitsskýrslu dags. 6. nóvember 2023, þar sem var krafist tafarlausra úrbóta varðandi förgun á seyru og farið yrði að kröfum sem koma fram í starfsleyfisskilyrðum hreinsistöðvarinnar gr. 4.2 dags. 4. júlí 2022: „Hreinsaða seyru skal geyma í lokuðum og vökvaheldum gámum við aðstæður þar sem auðvelt er að safna og hreinsa sigvatn ef geymslugámur fer að leka. Miðað skal við að hreinsuð seyra sé flutt af svæðinu jafnóðum og hún er tilbúin til notkunar. Á þeim tíma árs sem ekki er hægt að nýta hreinsaða seyru jafnóðum til áburðar og landgræðslu er heimilt að geyma að hámarki 3ja mánaða uppsafnaðar birgðir innan athafnasvæðis hreinsistöðvarinnar.“ Varðandi önnur frávik sem koma fram í skýrslunni var veittur frestur til 13. desember til að gera úrbætur. Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur ekki hvorki borist úrbótaáætlun varðandi ofangreint né önnur frávik sem fram koma í eftirlitsskýrslunni. Upplýsingar hafa borist frá Hveragerðisbæ um að drög að verkáætlun frá verkfræðistofu liggi fyrir bæjarstjórn eins og fram kemur í tölvupósti bæjarstjóra dags. 19. janúar sl. Heilbrigðisnefnd hefur ekki borist upplýsingar um áætlunina. Heilbrigðisnefnd telur að staða fráveitumála sé grafalvarleg og með öllu óviðunandi. Að öllu óbreyttu er ljóst að frekari uppbygging í sveitarfélaginu getur ekki átt sér stað. Í ljósi ofangreinds áformar Heilbrigðisnefnd Suðurlands að beita Hveragerðisbæ frekari þvingunarúrræðum sbr. XVII. kafli Valdsvið og þvingunarúrræði í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir m.s.br. Vísað er í 2. mgr. 55. gr.: „Ef frávik verða skal eftirlitsaðili krefja rekstraraðila um að gera hverjar þær viðeigandi viðbótarráðstafanir sem eftirlitsaðilinn telur nauðsynlegar til að koma reglufylgni á aftur. [Heilbrigðisnefnd skal upplýsa Umhverfisstofnun um frávik þar sem til álita kemur að beita stjórnvaldssektum, sbr. 67. gr.]“ Verkáætlun fráveitu 2024 – 2025 – Samþykkt á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar 8. febrúar 2024 Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir verkbeiðni 2 og 3 með eftirfarandi bókun: Með ofangreindu erindi er brugðist við aðkallandi aðgerðum í uppbygginu fráveitumannvirkja í Hveragerði. Núverandi hreinsistöð annar ekki lengur eftirspurn vegna mikillar fólksfjölgunar í bænum og auknum ferðamannafjölda. Hreinsistöðin var tekin í notkun í júní 2002 í meirihlutatíð Framsóknar og Samfylkingar og var hún ein af tæknilegri fráveitumannvirkjum landsins. Það er rétt að halda því til haga að það er bæjarstjórn sem ber ábyrgð á uppbyggingu fráveitu í bæjarfélaginu. Axlar því núverandi meirihluti þá ábyrgð með þeim aðgerðum sem unnið hefur verið að.Í verkbeiðni 2 er um að ræða ákvörðun á forsendum við úrbætur á núverandi skólphreinsistöð við Vorsabæ. Ráðgjafi og verkkaupi eru með sameiginlega sýn á helstu forsendur verkefnisins. Ber þar helst að nefna skólpmagn og efnainnhald sem hanna þarf fyrir. Meta þarf framtíðaraðstæður í Hveragerði en ekki er gert ráð fyrir að leggjast í frekari mælingar á rennsli né efnainnihaldi en nú þegar liggja fyrir.Verkbeiðni 3 snýst um valkostagreiningu. Skoðað verður hvaða valkostir koma til greina við lausn fráveitumála fyrir hreinsistöð við Vorsabæ. Á þessu stigi verður einnig skoðað hvort hægt sé að ráðast í bráðabirgðalagfæringar þannig að hægt sé að bæta núverandi ástand í hreinsistöðinni í Vorsabæ.Starfsfólki, sem hefur kappkostað við að koma fráveitumálum í réttan farveg, er þakkað fyrir óeigingjarna vinnu og gott samtal við hagaðila í uppbyggingu fráveitumannvirkja í Hveragerði.Njörður SigurðssonHalldór Benjamín HreinssonDagný Sif SigurbjörnsdóttirJóhanna Ýr JóhannsdóttirHlynur KárasonBæjarstjórn samþykkir verkbeiðni 2 og 3 vegna fráveituráðgjafar. Hveragerði Skipulag Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Sjá meira
Þetta kemur fram nýlegri bókun Heilbrigðisnefndar Suðurlands um stöðu fráveitumála hjá sveitarfélaginu. Í ljósi þessa áformar nefndin að beita Hveragerðisbæ frekari þvingunarúrræðum. Geir Sveinsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, vildi ekki veita viðtal vegna málsins. Í skriflegri yfirlýsingu segir hann að ljóst sé að kostnaður við framveituframkvæmdir hjá bæjarfélaginu munu kosta hundruð milljóna króna. Nákvæm kostnaðaráætlun hafi þó ekki farið fram. Geir Sveinsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í yfirlýsingu Hveragerðisbæjar vegna málsins kemur fram að ljósi þess að bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hafi afgreitt aðgerðaráætlun næstu ára í fráveitumálum bæjarins þann 8. febrúar síðastliðinn þá veki bókun Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 12. febrúar mikla furðu. Lýsir bærinn yfir miklum vonbrigðum með afgreiðslu nefndarinnar. „Hveragerðisbær hefur brugðist við af festu við stöðu fráveitunnar í bænum og er þegar farið að vinna eftir þeirri aðgerðaráætlun sem afgreidd var,“ segir í yfirlýsingunni. Heilbrigðisnefnd Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir alvarlegar athugasemdir við stöðu fráveitumála hjá Hveragerðisbæ.Aðsend Bókun Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá fundi sínum 12. febrúar 2024. Fráveita Hveragerðisbæjar Á síðasta fundi Heilbrigðisnefndar Suðurlands 27. nóvember 2023 var gerð bókun með vísun í eftirlitsskýrslu dags. 6. nóvember 2023, þar sem var krafist tafarlausra úrbóta varðandi förgun á seyru og farið yrði að kröfum sem koma fram í starfsleyfisskilyrðum hreinsistöðvarinnar gr. 4.2 dags. 4. júlí 2022: „Hreinsaða seyru skal geyma í lokuðum og vökvaheldum gámum við aðstæður þar sem auðvelt er að safna og hreinsa sigvatn ef geymslugámur fer að leka. Miðað skal við að hreinsuð seyra sé flutt af svæðinu jafnóðum og hún er tilbúin til notkunar. Á þeim tíma árs sem ekki er hægt að nýta hreinsaða seyru jafnóðum til áburðar og landgræðslu er heimilt að geyma að hámarki 3ja mánaða uppsafnaðar birgðir innan athafnasvæðis hreinsistöðvarinnar.“ Varðandi önnur frávik sem koma fram í skýrslunni var veittur frestur til 13. desember til að gera úrbætur. Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur ekki hvorki borist úrbótaáætlun varðandi ofangreint né önnur frávik sem fram koma í eftirlitsskýrslunni. Upplýsingar hafa borist frá Hveragerðisbæ um að drög að verkáætlun frá verkfræðistofu liggi fyrir bæjarstjórn eins og fram kemur í tölvupósti bæjarstjóra dags. 19. janúar sl. Heilbrigðisnefnd hefur ekki borist upplýsingar um áætlunina. Heilbrigðisnefnd telur að staða fráveitumála sé grafalvarleg og með öllu óviðunandi. Að öllu óbreyttu er ljóst að frekari uppbygging í sveitarfélaginu getur ekki átt sér stað. Í ljósi ofangreinds áformar Heilbrigðisnefnd Suðurlands að beita Hveragerðisbæ frekari þvingunarúrræðum sbr. XVII. kafli Valdsvið og þvingunarúrræði í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir m.s.br. Vísað er í 2. mgr. 55. gr.: „Ef frávik verða skal eftirlitsaðili krefja rekstraraðila um að gera hverjar þær viðeigandi viðbótarráðstafanir sem eftirlitsaðilinn telur nauðsynlegar til að koma reglufylgni á aftur. [Heilbrigðisnefnd skal upplýsa Umhverfisstofnun um frávik þar sem til álita kemur að beita stjórnvaldssektum, sbr. 67. gr.]“ Verkáætlun fráveitu 2024 – 2025 – Samþykkt á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar 8. febrúar 2024 Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir verkbeiðni 2 og 3 með eftirfarandi bókun: Með ofangreindu erindi er brugðist við aðkallandi aðgerðum í uppbygginu fráveitumannvirkja í Hveragerði. Núverandi hreinsistöð annar ekki lengur eftirspurn vegna mikillar fólksfjölgunar í bænum og auknum ferðamannafjölda. Hreinsistöðin var tekin í notkun í júní 2002 í meirihlutatíð Framsóknar og Samfylkingar og var hún ein af tæknilegri fráveitumannvirkjum landsins. Það er rétt að halda því til haga að það er bæjarstjórn sem ber ábyrgð á uppbyggingu fráveitu í bæjarfélaginu. Axlar því núverandi meirihluti þá ábyrgð með þeim aðgerðum sem unnið hefur verið að.Í verkbeiðni 2 er um að ræða ákvörðun á forsendum við úrbætur á núverandi skólphreinsistöð við Vorsabæ. Ráðgjafi og verkkaupi eru með sameiginlega sýn á helstu forsendur verkefnisins. Ber þar helst að nefna skólpmagn og efnainnhald sem hanna þarf fyrir. Meta þarf framtíðaraðstæður í Hveragerði en ekki er gert ráð fyrir að leggjast í frekari mælingar á rennsli né efnainnihaldi en nú þegar liggja fyrir.Verkbeiðni 3 snýst um valkostagreiningu. Skoðað verður hvaða valkostir koma til greina við lausn fráveitumála fyrir hreinsistöð við Vorsabæ. Á þessu stigi verður einnig skoðað hvort hægt sé að ráðast í bráðabirgðalagfæringar þannig að hægt sé að bæta núverandi ástand í hreinsistöðinni í Vorsabæ.Starfsfólki, sem hefur kappkostað við að koma fráveitumálum í réttan farveg, er þakkað fyrir óeigingjarna vinnu og gott samtal við hagaðila í uppbyggingu fráveitumannvirkja í Hveragerði.Njörður SigurðssonHalldór Benjamín HreinssonDagný Sif SigurbjörnsdóttirJóhanna Ýr JóhannsdóttirHlynur KárasonBæjarstjórn samþykkir verkbeiðni 2 og 3 vegna fráveituráðgjafar.
Bókun Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá fundi sínum 12. febrúar 2024. Fráveita Hveragerðisbæjar Á síðasta fundi Heilbrigðisnefndar Suðurlands 27. nóvember 2023 var gerð bókun með vísun í eftirlitsskýrslu dags. 6. nóvember 2023, þar sem var krafist tafarlausra úrbóta varðandi förgun á seyru og farið yrði að kröfum sem koma fram í starfsleyfisskilyrðum hreinsistöðvarinnar gr. 4.2 dags. 4. júlí 2022: „Hreinsaða seyru skal geyma í lokuðum og vökvaheldum gámum við aðstæður þar sem auðvelt er að safna og hreinsa sigvatn ef geymslugámur fer að leka. Miðað skal við að hreinsuð seyra sé flutt af svæðinu jafnóðum og hún er tilbúin til notkunar. Á þeim tíma árs sem ekki er hægt að nýta hreinsaða seyru jafnóðum til áburðar og landgræðslu er heimilt að geyma að hámarki 3ja mánaða uppsafnaðar birgðir innan athafnasvæðis hreinsistöðvarinnar.“ Varðandi önnur frávik sem koma fram í skýrslunni var veittur frestur til 13. desember til að gera úrbætur. Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur ekki hvorki borist úrbótaáætlun varðandi ofangreint né önnur frávik sem fram koma í eftirlitsskýrslunni. Upplýsingar hafa borist frá Hveragerðisbæ um að drög að verkáætlun frá verkfræðistofu liggi fyrir bæjarstjórn eins og fram kemur í tölvupósti bæjarstjóra dags. 19. janúar sl. Heilbrigðisnefnd hefur ekki borist upplýsingar um áætlunina. Heilbrigðisnefnd telur að staða fráveitumála sé grafalvarleg og með öllu óviðunandi. Að öllu óbreyttu er ljóst að frekari uppbygging í sveitarfélaginu getur ekki átt sér stað. Í ljósi ofangreinds áformar Heilbrigðisnefnd Suðurlands að beita Hveragerðisbæ frekari þvingunarúrræðum sbr. XVII. kafli Valdsvið og þvingunarúrræði í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir m.s.br. Vísað er í 2. mgr. 55. gr.: „Ef frávik verða skal eftirlitsaðili krefja rekstraraðila um að gera hverjar þær viðeigandi viðbótarráðstafanir sem eftirlitsaðilinn telur nauðsynlegar til að koma reglufylgni á aftur. [Heilbrigðisnefnd skal upplýsa Umhverfisstofnun um frávik þar sem til álita kemur að beita stjórnvaldssektum, sbr. 67. gr.]“
Verkáætlun fráveitu 2024 – 2025 – Samþykkt á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar 8. febrúar 2024 Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir verkbeiðni 2 og 3 með eftirfarandi bókun: Með ofangreindu erindi er brugðist við aðkallandi aðgerðum í uppbygginu fráveitumannvirkja í Hveragerði. Núverandi hreinsistöð annar ekki lengur eftirspurn vegna mikillar fólksfjölgunar í bænum og auknum ferðamannafjölda. Hreinsistöðin var tekin í notkun í júní 2002 í meirihlutatíð Framsóknar og Samfylkingar og var hún ein af tæknilegri fráveitumannvirkjum landsins. Það er rétt að halda því til haga að það er bæjarstjórn sem ber ábyrgð á uppbyggingu fráveitu í bæjarfélaginu. Axlar því núverandi meirihluti þá ábyrgð með þeim aðgerðum sem unnið hefur verið að.Í verkbeiðni 2 er um að ræða ákvörðun á forsendum við úrbætur á núverandi skólphreinsistöð við Vorsabæ. Ráðgjafi og verkkaupi eru með sameiginlega sýn á helstu forsendur verkefnisins. Ber þar helst að nefna skólpmagn og efnainnhald sem hanna þarf fyrir. Meta þarf framtíðaraðstæður í Hveragerði en ekki er gert ráð fyrir að leggjast í frekari mælingar á rennsli né efnainnihaldi en nú þegar liggja fyrir.Verkbeiðni 3 snýst um valkostagreiningu. Skoðað verður hvaða valkostir koma til greina við lausn fráveitumála fyrir hreinsistöð við Vorsabæ. Á þessu stigi verður einnig skoðað hvort hægt sé að ráðast í bráðabirgðalagfæringar þannig að hægt sé að bæta núverandi ástand í hreinsistöðinni í Vorsabæ.Starfsfólki, sem hefur kappkostað við að koma fráveitumálum í réttan farveg, er þakkað fyrir óeigingjarna vinnu og gott samtal við hagaðila í uppbyggingu fráveitumannvirkja í Hveragerði.Njörður SigurðssonHalldór Benjamín HreinssonDagný Sif SigurbjörnsdóttirJóhanna Ýr JóhannsdóttirHlynur KárasonBæjarstjórn samþykkir verkbeiðni 2 og 3 vegna fráveituráðgjafar.
Hveragerði Skipulag Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Sjá meira