Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að nokkur virkni hafi verið á svæðinu síðustu daga. Síðasti skjálfti af þessari stærðargráðu varð þann 13. nóvember og var hann 3,5 stig.
Skjálfti við Kleifarvatn

Tiltölulega stór jarðskjálfti mældist við Kleifarvatn um klukkan hálf sjö í kvöld. Skjálftinn, sem var 3,4 stig og mældist um tvo kílómetra austur af vatninu, fannst í byggð og fylgdu honum nokkrir eftirskjálftar.
Tengdar fréttir

Öflugur skjálfti talsvert langt frá kvikuganginum
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 mældist klukkan 05:35 í morgun, um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu.