Innflytjendur: Að vera mannleg en ekki græn Jovana Pavlović skrifar 28. febrúar 2024 12:01 Árið er 2002, ég er 9 ára og bý í Borgarnesi. Mín áhugamál eru fótbolti, pónýhestar og litabækur. Ég á marga góða vini í bekknum og tvær bestu vinkonur sem eru það ennþá daginn í dag. En það var samt eitthvað skrítið við mig, ég fann alveg að umhverfinu sem ég var í fannst fjölskyldan mín eitthvað skrítín, það var alveg skýrt að við vorum „furðudýr“ í hvert sinn sem við fjölskyldan töluðum serbnesku fyrir framan aðra í bænum. En það var ekki bara þaðm heldur líka margt annað, maturinn sem ég borðaði var skrítin, stafrófið í bókunum okkar var líka furðulegt (kýrílíska), þetta var starfróf „vondu þjóðanna“ í fyrrv. Sóvétríkjunum, þótt að við tilheyrðum ekki fyrrv. Sóvétríkjunum að þá notuðum við samt sem áður þetta „furðulega“ stafróf. Ég leit ekki út eins og flestir aðrir í samfélaginu, né hafði ég íslenskt nafn. Ég skyldi ekkert í þessu, afhverju vorum við svona skrítin? Við vorum líka með jólin 6. janúar, en ekki 24. desember? Þurftum við líka að fylgja einhverju „skrítnu“ dagatali? Við höfðum líka aðra heimssýn, aðrar uppeldisaðferðir, venjur, siði, reglur. Þegar að krakkarnir í bekknum mínum áttu afmæli var mér oft ekki boðið, en þegar að ég átti afmæli að þá bauð ég alltaf öllum, mér fannst ég knúin til þess enda upplifði ég mig sem „grænt furðurdýr“, á meðan að allir aðrir voru mennskir. Það em ég kalla hér „grænt furðudýr“ er sá „annarleiki“ (e. Otherness) eða öðrun sem ég hef lýst hér að ofan, ég er lýsa kápunni af bókinni hans Edward Saids, Orientalism. Orientalism er rit sem ég tek fyrir í námskeiðinu mínu um staðalímyndir. Þetta er fræðibók um það hvernig vestræn samfélög skapa og endurskapa „aðra“ menningarheima sem „fjarlæga,ókunnunga og óæskilega“. Öðrun leiðir til afmennskuvæðingar, eins og kápan, þið sjáið konu sem er græn á litin, hún er með hárskraut og slæðu, henni skortir annað augað, hún er „framandi“, hún er óæskileg og ómannleg. Það þarf varla að fara hér í akademískar útskýringar á því að hugtakið Evrópa hefur átt við um Balkaskagann eftir hentugleika, svona þegar að Luka Doncic í NBA skorar 73 sig í leik er hægt að flokka þann heimshluta sem Evrópu, eða þegar ríki frá þessum heimshluta ganga loksins í „Evrópusambandið“, annars líður mér eins og að ríkjandi viðhorf flestra Íslendinga sé almennt í gegnum einhverja ímynd eins og Íslendingar upplifi mig í gegnum Borat bíomyndina, sem er jú „gamanmynd“ um Kazakstan byggt á grófum staðalímyndum, en hefur líka samtvinnað allar Austur- og suðurevrópskrar staðalímyndir með Þessi mynd er „skemmtun“ og „gamanmynd“ fyrir vestrænan áhorfanda að hlægja að „grænum furðudýrum“. Einn daginn í grunnskóla tók ég hinsvegar þá ákvörðun að ég nennti ekki lengur að vera „græn“, og það var voðalega lítið annað í stöðunni en að hætta tala serbnesku og breyta um nafn. Ég hljóp til kennarans þann morgnunin og tilkynnti henni að ég ætlaði að fara breyta um nafn, úr Jovana Pavlovic yfir í Jóhanna Pálsdóttir. Kennarinn var ótrulega soltur af mér, í þessu augnabliki fannst mér ég í fyrsta skipti að ég tilheyrði, og að þetta væri aðferðin þar sem ég gæti kannski hætt að vera „græn“. Margir af mínum bekkjarfélögum í dag minna mig á það þegar ég „ætlaði að breyta um nafn“, þau gera það því í þeirra hug er þessi minning fyndin og skemmtileg, en ég hef aldrei sagt þeim það hversu mikil sorg bjó á bakvið þessa ákvörðun hjá mér, mér fannst ég vera ósækileg og græn, og vildi vera æskileg og mennsk eins og þau. Ég er þakklát móður minni fyrir að hafa hafnað þeirri tillögu þegar ég var barn, en ég var sár úti móðir mína þegar hún hafnaði þessari tillögu vegna þess að ég var bara að reyna „bjarga“ sjálfri mér, og þeim jafnvel. Síðustu vikur og öll þessi umræða um innflytjendamál hefur látið mér líða eins og ég væri aftur orðin „græn“. Ég tala og skrifa íslensku eins og innfæddir, og ég er með fjórar háskólagráður, ég hef aldrei farið á „öryrkja- eða atvinnuleysisbætur”, en stjórnmálafólk og orðræða samfélagsins getur samt alltaf endurskapað mig og annað fólk af erlendum uppruna sem „grænt“. Þegar að ríkjandi orðræða fjölmiðla og stjórnmálamanna nýtir sér málefni innflytjenda til þess að endurskapa þá sem „fjarlægan, ókunnugan og óæskilegan“ hóp sem er að eyðileggja innviði að þá kemur annar póll sem segir að þeir séu að halda uppi innviðum, þannig er reynt að skapa nálægð, og innflytjendur verða „kunnulegir og æskilegir“. En það sem má ekki gleymast er að innflytjendur eiga ekki að vera samfélaginu „nálægðir, kunnulegir og æskilegir“ útaf því að þeir halda uppi innviðum (eða ekki). Heldur afþví að þeir eru fyrst og fremst mennskir. Innflytjendur eru hvorki „grænar verur“ sem eru að eyðileggja innviði, né „grænar verur“ sem eru að halda innviðum uppi. Innflytjendur eru fyrst og fremst fólk, ekki bara fólk sem fer í háskólanám, gerir tónlist, er „duglegt“ í vinunni, heldur líka fólk sem MÁ nota heilbrigðiskerfið, MÁ hafa „öðruvísi“ nafn, fólk sem MÁ fá frí í vinunni til þess að eyða tímanum með börnum sínum, fólk sem MÁ fá mannsæmileg laun, fólk sem MÁ vera öryrki, fólk sem MÁ fara á atvinnuleysisbætur, fólk sem MÁ líka fara í veikindarleyfi. Fólk sem MÁ halda jólin í janúar, MÁ vera trúlaus, MÁ halda ramadan, fólk sem MÁ hafa annað stafróf, fólk sem MÁ líta allskonar út. Fólk sem á líka rétt á tilfnningum sínum þegar þeim líður, illa, vel, þegar þau eru hamingjusöm, sorgmædd og svo framvegis. Ef við ætlum að fara tala um inngildinu, og berjast á móti fordómum þá hlýtur sú grunnforsenda að vera til staðar að skapa það ríkjandi viðhorf að innflytjendur séu fyrst og fremst mannlegir, en ekki hópur sem inniheldur „grænar verur“ sem eru annaðhvort „að byggja eða eyðileggja“. Höfundur er innflytjandi og mannfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Árið er 2002, ég er 9 ára og bý í Borgarnesi. Mín áhugamál eru fótbolti, pónýhestar og litabækur. Ég á marga góða vini í bekknum og tvær bestu vinkonur sem eru það ennþá daginn í dag. En það var samt eitthvað skrítið við mig, ég fann alveg að umhverfinu sem ég var í fannst fjölskyldan mín eitthvað skrítín, það var alveg skýrt að við vorum „furðudýr“ í hvert sinn sem við fjölskyldan töluðum serbnesku fyrir framan aðra í bænum. En það var ekki bara þaðm heldur líka margt annað, maturinn sem ég borðaði var skrítin, stafrófið í bókunum okkar var líka furðulegt (kýrílíska), þetta var starfróf „vondu þjóðanna“ í fyrrv. Sóvétríkjunum, þótt að við tilheyrðum ekki fyrrv. Sóvétríkjunum að þá notuðum við samt sem áður þetta „furðulega“ stafróf. Ég leit ekki út eins og flestir aðrir í samfélaginu, né hafði ég íslenskt nafn. Ég skyldi ekkert í þessu, afhverju vorum við svona skrítin? Við vorum líka með jólin 6. janúar, en ekki 24. desember? Þurftum við líka að fylgja einhverju „skrítnu“ dagatali? Við höfðum líka aðra heimssýn, aðrar uppeldisaðferðir, venjur, siði, reglur. Þegar að krakkarnir í bekknum mínum áttu afmæli var mér oft ekki boðið, en þegar að ég átti afmæli að þá bauð ég alltaf öllum, mér fannst ég knúin til þess enda upplifði ég mig sem „grænt furðurdýr“, á meðan að allir aðrir voru mennskir. Það em ég kalla hér „grænt furðudýr“ er sá „annarleiki“ (e. Otherness) eða öðrun sem ég hef lýst hér að ofan, ég er lýsa kápunni af bókinni hans Edward Saids, Orientalism. Orientalism er rit sem ég tek fyrir í námskeiðinu mínu um staðalímyndir. Þetta er fræðibók um það hvernig vestræn samfélög skapa og endurskapa „aðra“ menningarheima sem „fjarlæga,ókunnunga og óæskilega“. Öðrun leiðir til afmennskuvæðingar, eins og kápan, þið sjáið konu sem er græn á litin, hún er með hárskraut og slæðu, henni skortir annað augað, hún er „framandi“, hún er óæskileg og ómannleg. Það þarf varla að fara hér í akademískar útskýringar á því að hugtakið Evrópa hefur átt við um Balkaskagann eftir hentugleika, svona þegar að Luka Doncic í NBA skorar 73 sig í leik er hægt að flokka þann heimshluta sem Evrópu, eða þegar ríki frá þessum heimshluta ganga loksins í „Evrópusambandið“, annars líður mér eins og að ríkjandi viðhorf flestra Íslendinga sé almennt í gegnum einhverja ímynd eins og Íslendingar upplifi mig í gegnum Borat bíomyndina, sem er jú „gamanmynd“ um Kazakstan byggt á grófum staðalímyndum, en hefur líka samtvinnað allar Austur- og suðurevrópskrar staðalímyndir með Þessi mynd er „skemmtun“ og „gamanmynd“ fyrir vestrænan áhorfanda að hlægja að „grænum furðudýrum“. Einn daginn í grunnskóla tók ég hinsvegar þá ákvörðun að ég nennti ekki lengur að vera „græn“, og það var voðalega lítið annað í stöðunni en að hætta tala serbnesku og breyta um nafn. Ég hljóp til kennarans þann morgnunin og tilkynnti henni að ég ætlaði að fara breyta um nafn, úr Jovana Pavlovic yfir í Jóhanna Pálsdóttir. Kennarinn var ótrulega soltur af mér, í þessu augnabliki fannst mér ég í fyrsta skipti að ég tilheyrði, og að þetta væri aðferðin þar sem ég gæti kannski hætt að vera „græn“. Margir af mínum bekkjarfélögum í dag minna mig á það þegar ég „ætlaði að breyta um nafn“, þau gera það því í þeirra hug er þessi minning fyndin og skemmtileg, en ég hef aldrei sagt þeim það hversu mikil sorg bjó á bakvið þessa ákvörðun hjá mér, mér fannst ég vera ósækileg og græn, og vildi vera æskileg og mennsk eins og þau. Ég er þakklát móður minni fyrir að hafa hafnað þeirri tillögu þegar ég var barn, en ég var sár úti móðir mína þegar hún hafnaði þessari tillögu vegna þess að ég var bara að reyna „bjarga“ sjálfri mér, og þeim jafnvel. Síðustu vikur og öll þessi umræða um innflytjendamál hefur látið mér líða eins og ég væri aftur orðin „græn“. Ég tala og skrifa íslensku eins og innfæddir, og ég er með fjórar háskólagráður, ég hef aldrei farið á „öryrkja- eða atvinnuleysisbætur”, en stjórnmálafólk og orðræða samfélagsins getur samt alltaf endurskapað mig og annað fólk af erlendum uppruna sem „grænt“. Þegar að ríkjandi orðræða fjölmiðla og stjórnmálamanna nýtir sér málefni innflytjenda til þess að endurskapa þá sem „fjarlægan, ókunnugan og óæskilegan“ hóp sem er að eyðileggja innviði að þá kemur annar póll sem segir að þeir séu að halda uppi innviðum, þannig er reynt að skapa nálægð, og innflytjendur verða „kunnulegir og æskilegir“. En það sem má ekki gleymast er að innflytjendur eiga ekki að vera samfélaginu „nálægðir, kunnulegir og æskilegir“ útaf því að þeir halda uppi innviðum (eða ekki). Heldur afþví að þeir eru fyrst og fremst mennskir. Innflytjendur eru hvorki „grænar verur“ sem eru að eyðileggja innviði, né „grænar verur“ sem eru að halda innviðum uppi. Innflytjendur eru fyrst og fremst fólk, ekki bara fólk sem fer í háskólanám, gerir tónlist, er „duglegt“ í vinunni, heldur líka fólk sem MÁ nota heilbrigðiskerfið, MÁ hafa „öðruvísi“ nafn, fólk sem MÁ fá frí í vinunni til þess að eyða tímanum með börnum sínum, fólk sem MÁ fá mannsæmileg laun, fólk sem MÁ vera öryrki, fólk sem MÁ fara á atvinnuleysisbætur, fólk sem MÁ líka fara í veikindarleyfi. Fólk sem MÁ halda jólin í janúar, MÁ vera trúlaus, MÁ halda ramadan, fólk sem MÁ hafa annað stafróf, fólk sem MÁ líta allskonar út. Fólk sem á líka rétt á tilfnningum sínum þegar þeim líður, illa, vel, þegar þau eru hamingjusöm, sorgmædd og svo framvegis. Ef við ætlum að fara tala um inngildinu, og berjast á móti fordómum þá hlýtur sú grunnforsenda að vera til staðar að skapa það ríkjandi viðhorf að innflytjendur séu fyrst og fremst mannlegir, en ekki hópur sem inniheldur „grænar verur“ sem eru annaðhvort „að byggja eða eyðileggja“. Höfundur er innflytjandi og mannfræðingur.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun