Þriðja flugferð Starship heppnaðist vel Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2024 10:30 SpaceX Starfsmenn SpaceX stefna að þriðja tilraunaskoti Starship geimfarsins í dag. Síðustu tvær tilraunir með þetta risastóra geimfar og eldflaug hafa endað með stórum sprengingum. Skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf eitt að íslenskum tíma, eða hálf átta að morgni að staðartíma. Uppfært 13:40 Geimskotið heppnaðist vel. Starship fór út í geim og eldflaugin sneri við til jarðar. Eldflaugin lenti þó í Mexíkóflóa á mun meiri hraða en til stóð. Þá slitnaði sambandi við Starship þegar geimfarið var að hrapa aftur til jarðar undan ströndum Ástralíu. Liftoff of Starship! pic.twitter.com/FaNcasuKaq— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Geimfarið á að taka á loft frá skotpalli SpaceX í Texas, komi veður ekki í veg fyrir geimskotið. Ólíklegt þykir að veðrið muni þvælast fyrir en töluverð þoka er nú við skotpallinn. Eldflaugin á svo að líkja eftir lendingu á Mexíkóflóa. Það felur í sér að eldflaugin mun reyna að hægja á sér yfir Mexíkóflóa og haga sér eins og hún væri að lenda á jörðinni. Hún mun þó skella í sjónum. Geimfarið sjálft mun lenda í sjónum í Indlandshafi. Starship s flight trajectory for today's test pic.twitter.com/1YJbO1tRxz— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Saman sett er stæðan 120 metrar á hæð. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Beina útsendingu má svo finna hér að neðan, þegar hún fer í gang, um hálftíma áður en skotglugginn opnar. Niðurtalningin gæti stöðvaðst þegar fjörutíu sekúndur eru eftir, en að er iðulega gert og þarf ekki endilega að eitthvað sé að. Í þessu tilfelli er mögulegt að tækifærið verði notað til að bíða eftir hagstæðari vindum. Watch Starship s third flight test https://t.co/bJFjLCiTbK https://t.co/1u46r769Vp— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en aðrir geta gert. Á vef Ars Technica segir að geimskot sem framkvæmd eru við sólarupprás valdi iðulega mikilli ljósasýningu í háloftunum. If Starship manages to make it all the way to reentry, we'll collect valuable data on reentry at hypersonic speeds, or more than 5 times the speed of sound pic.twitter.com/jYXrttLcuE— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Booster had a good college try at the soft landing. Fair play, grid fins. This is massive progress.Amazing onboards. pic.twitter.com/p78IJFvd19— Chris Bergin - NSF (@NASASpaceflight) March 14, 2024 SpaceX Bandaríkin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Bein útsending: Stærsta eldflaug heimsins aftur á loft Til stendur að skjóta Starship-geimfari á loft í dag með heimsins öflugustu eldflaug. Geimfarið á að nota til að flytja menn og birgðir til tunglsins á komandi árum. 18. nóvember 2023 12:15 Sprengdu Starship eftir bilun í aðskilnaðarbúnaði Fyrirtækið SpaceX mun reyna aftur í dag að koma stærstu eldflaug sögunnar út í geim. Stefnt er að því að skjóta flauginni klukkan hálf tvö í dag. 20. apríl 2023 11:09 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Uppfært 13:40 Geimskotið heppnaðist vel. Starship fór út í geim og eldflaugin sneri við til jarðar. Eldflaugin lenti þó í Mexíkóflóa á mun meiri hraða en til stóð. Þá slitnaði sambandi við Starship þegar geimfarið var að hrapa aftur til jarðar undan ströndum Ástralíu. Liftoff of Starship! pic.twitter.com/FaNcasuKaq— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Geimfarið á að taka á loft frá skotpalli SpaceX í Texas, komi veður ekki í veg fyrir geimskotið. Ólíklegt þykir að veðrið muni þvælast fyrir en töluverð þoka er nú við skotpallinn. Eldflaugin á svo að líkja eftir lendingu á Mexíkóflóa. Það felur í sér að eldflaugin mun reyna að hægja á sér yfir Mexíkóflóa og haga sér eins og hún væri að lenda á jörðinni. Hún mun þó skella í sjónum. Geimfarið sjálft mun lenda í sjónum í Indlandshafi. Starship s flight trajectory for today's test pic.twitter.com/1YJbO1tRxz— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Saman sett er stæðan 120 metrar á hæð. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Beina útsendingu má svo finna hér að neðan, þegar hún fer í gang, um hálftíma áður en skotglugginn opnar. Niðurtalningin gæti stöðvaðst þegar fjörutíu sekúndur eru eftir, en að er iðulega gert og þarf ekki endilega að eitthvað sé að. Í þessu tilfelli er mögulegt að tækifærið verði notað til að bíða eftir hagstæðari vindum. Watch Starship s third flight test https://t.co/bJFjLCiTbK https://t.co/1u46r769Vp— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en aðrir geta gert. Á vef Ars Technica segir að geimskot sem framkvæmd eru við sólarupprás valdi iðulega mikilli ljósasýningu í háloftunum. If Starship manages to make it all the way to reentry, we'll collect valuable data on reentry at hypersonic speeds, or more than 5 times the speed of sound pic.twitter.com/jYXrttLcuE— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2024 Booster had a good college try at the soft landing. Fair play, grid fins. This is massive progress.Amazing onboards. pic.twitter.com/p78IJFvd19— Chris Bergin - NSF (@NASASpaceflight) March 14, 2024
SpaceX Bandaríkin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Bein útsending: Stærsta eldflaug heimsins aftur á loft Til stendur að skjóta Starship-geimfari á loft í dag með heimsins öflugustu eldflaug. Geimfarið á að nota til að flytja menn og birgðir til tunglsins á komandi árum. 18. nóvember 2023 12:15 Sprengdu Starship eftir bilun í aðskilnaðarbúnaði Fyrirtækið SpaceX mun reyna aftur í dag að koma stærstu eldflaug sögunnar út í geim. Stefnt er að því að skjóta flauginni klukkan hálf tvö í dag. 20. apríl 2023 11:09 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00
Bein útsending: Stærsta eldflaug heimsins aftur á loft Til stendur að skjóta Starship-geimfari á loft í dag með heimsins öflugustu eldflaug. Geimfarið á að nota til að flytja menn og birgðir til tunglsins á komandi árum. 18. nóvember 2023 12:15
Sprengdu Starship eftir bilun í aðskilnaðarbúnaði Fyrirtækið SpaceX mun reyna aftur í dag að koma stærstu eldflaug sögunnar út í geim. Stefnt er að því að skjóta flauginni klukkan hálf tvö í dag. 20. apríl 2023 11:09