Kjarasamningar, gjaldfrjálsar skólamáltíðir, Sjálfstæðisflokkurinn og Hafnarfjörður Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 15. mars 2024 12:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur fundið mál sem hann getur sameinast um á erfiðum tímum hjá flokknum! Það er baráttan gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum! Þar dregur flokkurinn línu í sandinn! Því ber að mótmæla. Afstaða og stefna Samfylkingarinnar er alveg skýr; grunnskólinn á að vera gjaldfrjáls, þar með talið skólamáltíðir. Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á frumkvæði að málinu í tengslum við gerð kjarasamninga en sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar allt á hornum sér, þegar á að fæða börn í skólum landsins og beina gremju sinni ómaklega að formanni stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til þess að breiða yfir andúð sína á ríkisstjórninni. Kómískt hefur verið að fylgjast með þessum vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins en ef um keppni í gríni væri að ræða þá stæðu Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði uppi sem ótvíræðir sigurvegarar og bæjarstjórinn fengi sérstök heiðursverðlaun fyrir sína framgöngu í málinu. Beðið eftir svörum frá sveitarfélögunum en meirihlutinn í Hafnarfirði skilar auðu Í aðdraganda undirritunar kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins kom ítrekað fram að beðið væri svara frá sveitarfélögunum um aðkomu þeirra að samningunum. Enda margbúið að taka fram að nauðsynlegt væri að ríki og sveitarfélög legðu sitt af mörkum til að liðka fyrir kjarasamningum þar sem meginmarkmiðið var að tryggja efnahagslegan stöðugleika með því að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Sama dag og stóð til að undirrita samningana fór fram fundur í bæjarráði Hafnafjarðar. Kjarasamningar og aðkoma sveitarfélaga að þeim voru á dagskrá fundarins að frumkvæði jafnaðarfólks, fulltrúa Samfylkingarinnar. Meirihlutinn í Hafnarfirði mætti hins vegar tómhentur til leiks og umræða daganna á undan um kjaramál virtist hafa farið algjörlega fram hjá bæjarstjóra og fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin tryggði ábyrga afstöðu bæjarstjórnar vegna kjarasamninga Jafnaðarfólk í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er aftur á móti meðvitað um hlutverk bæjarstjórnar og lagði fram á fundinum tillögu um að gjaldskrárhækkanir yrðu ekki umfram 3,5% á árinu sem og að bærinn tryggði gjaldfrjálsar skólamáltíðir frá og með næsta skólaári. Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins brá svo við tillögu Samfylkingarinnar að gera varð hlé á fundi. Mörgum klukkutímum síðar mætti Sjálfstæðisflokkurinn beygður og brotinn með sína eigin tillögu, sem var nánast samhljóma tillögu Samfylkingarinnar og hún var lokum samþykkt samhljóða í bæjarráði. Þetta þýðir einfaldlega að án atbeina jafnaðarfólks hefði bæjarstjórn Hafnfarfjarðar skilað auðu í þessu grundvallarmáli. Til að bjarga andlitinu lét bæjarstjóri bóka að hún teldi að rétt hefði verið að leita annarra leiða til að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir en lagt er upp með í yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga. Bæjarstjóri kórónaði svo ruglið og opinberaði málefnafátækt sína þegar hún sakaði oddvita Samfylkingarinnar um trúnaðarbrest þegar hann ræddi andstöðu Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í fjölmiðlum. Allt er reynt þegar breiða skal yfir vandræðagang Sjálfstæðisflokksins og hringlanda veiklaðs meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði berst gegn sínu eigin meirihlutasamkomulagi Andstaða Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum kom á óvart því málið er tilkomið að frumkvæði ríkisstjórnarinnar. Og þeim mun meiri furðu vekur andstaða flokksins í Hafnarfirði þar sem skýr fyrirheit eru gefin í málefnasamningi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Var þá ekkert að marka það sem stendur í málefnasamningi meirihlutans? Sjálfstæðisflokkurinn með bæjarstjórann í broddi fylkingar er því í þeirri furðulegu stöðu að vera í andstöðu við sína eigin ríkisstjórn, samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar og sitt eigið meirihlutasamkomulag. Bæjarstjórinn bítur svo höfuðið af skömminni með því að setja nafn sitt undir grein oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, þar sem ráðist er ómaklega að formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem ábyrg og skynsamleg aðkoma hennar að kjarasamningunum er gerð tortryggileg. Allt er gert til þess að breiða yfir málefnafátækt Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi fyrir málinu Þó það hafi verið kómískt að fylgjast með vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins þá er það ekkert gamanmál þegar flokkurinn lætur þrönga flokkshagsmuni ráða för og ábyrgðarleysið er algjört. Í þessum málum duga engin vettlingatök og sveitarfélög verða að tala með skýrum hætti þannig að enginn velkist í vafa um ásetning þeirra um að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sýna, svo ekki verður um villst, að flokknum er ekki treystandi til að vinna áfram að málinu en jafnaðarfólk í bæjarstjórn mun hér eftir sem hingað til ýta fast á eftir því við núverandi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að staðið verði við gefin fyrirheit. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Hafnarfjörður Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fundið mál sem hann getur sameinast um á erfiðum tímum hjá flokknum! Það er baráttan gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum! Þar dregur flokkurinn línu í sandinn! Því ber að mótmæla. Afstaða og stefna Samfylkingarinnar er alveg skýr; grunnskólinn á að vera gjaldfrjáls, þar með talið skólamáltíðir. Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á frumkvæði að málinu í tengslum við gerð kjarasamninga en sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar allt á hornum sér, þegar á að fæða börn í skólum landsins og beina gremju sinni ómaklega að formanni stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til þess að breiða yfir andúð sína á ríkisstjórninni. Kómískt hefur verið að fylgjast með þessum vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins en ef um keppni í gríni væri að ræða þá stæðu Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði uppi sem ótvíræðir sigurvegarar og bæjarstjórinn fengi sérstök heiðursverðlaun fyrir sína framgöngu í málinu. Beðið eftir svörum frá sveitarfélögunum en meirihlutinn í Hafnarfirði skilar auðu Í aðdraganda undirritunar kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins kom ítrekað fram að beðið væri svara frá sveitarfélögunum um aðkomu þeirra að samningunum. Enda margbúið að taka fram að nauðsynlegt væri að ríki og sveitarfélög legðu sitt af mörkum til að liðka fyrir kjarasamningum þar sem meginmarkmiðið var að tryggja efnahagslegan stöðugleika með því að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Sama dag og stóð til að undirrita samningana fór fram fundur í bæjarráði Hafnafjarðar. Kjarasamningar og aðkoma sveitarfélaga að þeim voru á dagskrá fundarins að frumkvæði jafnaðarfólks, fulltrúa Samfylkingarinnar. Meirihlutinn í Hafnarfirði mætti hins vegar tómhentur til leiks og umræða daganna á undan um kjaramál virtist hafa farið algjörlega fram hjá bæjarstjóra og fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin tryggði ábyrga afstöðu bæjarstjórnar vegna kjarasamninga Jafnaðarfólk í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er aftur á móti meðvitað um hlutverk bæjarstjórnar og lagði fram á fundinum tillögu um að gjaldskrárhækkanir yrðu ekki umfram 3,5% á árinu sem og að bærinn tryggði gjaldfrjálsar skólamáltíðir frá og með næsta skólaári. Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins brá svo við tillögu Samfylkingarinnar að gera varð hlé á fundi. Mörgum klukkutímum síðar mætti Sjálfstæðisflokkurinn beygður og brotinn með sína eigin tillögu, sem var nánast samhljóma tillögu Samfylkingarinnar og hún var lokum samþykkt samhljóða í bæjarráði. Þetta þýðir einfaldlega að án atbeina jafnaðarfólks hefði bæjarstjórn Hafnfarfjarðar skilað auðu í þessu grundvallarmáli. Til að bjarga andlitinu lét bæjarstjóri bóka að hún teldi að rétt hefði verið að leita annarra leiða til að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir en lagt er upp með í yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga. Bæjarstjóri kórónaði svo ruglið og opinberaði málefnafátækt sína þegar hún sakaði oddvita Samfylkingarinnar um trúnaðarbrest þegar hann ræddi andstöðu Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í fjölmiðlum. Allt er reynt þegar breiða skal yfir vandræðagang Sjálfstæðisflokksins og hringlanda veiklaðs meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði berst gegn sínu eigin meirihlutasamkomulagi Andstaða Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum kom á óvart því málið er tilkomið að frumkvæði ríkisstjórnarinnar. Og þeim mun meiri furðu vekur andstaða flokksins í Hafnarfirði þar sem skýr fyrirheit eru gefin í málefnasamningi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Var þá ekkert að marka það sem stendur í málefnasamningi meirihlutans? Sjálfstæðisflokkurinn með bæjarstjórann í broddi fylkingar er því í þeirri furðulegu stöðu að vera í andstöðu við sína eigin ríkisstjórn, samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar og sitt eigið meirihlutasamkomulag. Bæjarstjórinn bítur svo höfuðið af skömminni með því að setja nafn sitt undir grein oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, þar sem ráðist er ómaklega að formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem ábyrg og skynsamleg aðkoma hennar að kjarasamningunum er gerð tortryggileg. Allt er gert til þess að breiða yfir málefnafátækt Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi fyrir málinu Þó það hafi verið kómískt að fylgjast með vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins þá er það ekkert gamanmál þegar flokkurinn lætur þrönga flokkshagsmuni ráða för og ábyrgðarleysið er algjört. Í þessum málum duga engin vettlingatök og sveitarfélög verða að tala með skýrum hætti þannig að enginn velkist í vafa um ásetning þeirra um að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sýna, svo ekki verður um villst, að flokknum er ekki treystandi til að vinna áfram að málinu en jafnaðarfólk í bæjarstjórn mun hér eftir sem hingað til ýta fast á eftir því við núverandi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að staðið verði við gefin fyrirheit. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun