Kjarasamningar, gjaldfrjálsar skólamáltíðir, Sjálfstæðisflokkurinn og Hafnarfjörður Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 15. mars 2024 12:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur fundið mál sem hann getur sameinast um á erfiðum tímum hjá flokknum! Það er baráttan gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum! Þar dregur flokkurinn línu í sandinn! Því ber að mótmæla. Afstaða og stefna Samfylkingarinnar er alveg skýr; grunnskólinn á að vera gjaldfrjáls, þar með talið skólamáltíðir. Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á frumkvæði að málinu í tengslum við gerð kjarasamninga en sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar allt á hornum sér, þegar á að fæða börn í skólum landsins og beina gremju sinni ómaklega að formanni stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til þess að breiða yfir andúð sína á ríkisstjórninni. Kómískt hefur verið að fylgjast með þessum vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins en ef um keppni í gríni væri að ræða þá stæðu Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði uppi sem ótvíræðir sigurvegarar og bæjarstjórinn fengi sérstök heiðursverðlaun fyrir sína framgöngu í málinu. Beðið eftir svörum frá sveitarfélögunum en meirihlutinn í Hafnarfirði skilar auðu Í aðdraganda undirritunar kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins kom ítrekað fram að beðið væri svara frá sveitarfélögunum um aðkomu þeirra að samningunum. Enda margbúið að taka fram að nauðsynlegt væri að ríki og sveitarfélög legðu sitt af mörkum til að liðka fyrir kjarasamningum þar sem meginmarkmiðið var að tryggja efnahagslegan stöðugleika með því að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Sama dag og stóð til að undirrita samningana fór fram fundur í bæjarráði Hafnafjarðar. Kjarasamningar og aðkoma sveitarfélaga að þeim voru á dagskrá fundarins að frumkvæði jafnaðarfólks, fulltrúa Samfylkingarinnar. Meirihlutinn í Hafnarfirði mætti hins vegar tómhentur til leiks og umræða daganna á undan um kjaramál virtist hafa farið algjörlega fram hjá bæjarstjóra og fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin tryggði ábyrga afstöðu bæjarstjórnar vegna kjarasamninga Jafnaðarfólk í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er aftur á móti meðvitað um hlutverk bæjarstjórnar og lagði fram á fundinum tillögu um að gjaldskrárhækkanir yrðu ekki umfram 3,5% á árinu sem og að bærinn tryggði gjaldfrjálsar skólamáltíðir frá og með næsta skólaári. Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins brá svo við tillögu Samfylkingarinnar að gera varð hlé á fundi. Mörgum klukkutímum síðar mætti Sjálfstæðisflokkurinn beygður og brotinn með sína eigin tillögu, sem var nánast samhljóma tillögu Samfylkingarinnar og hún var lokum samþykkt samhljóða í bæjarráði. Þetta þýðir einfaldlega að án atbeina jafnaðarfólks hefði bæjarstjórn Hafnfarfjarðar skilað auðu í þessu grundvallarmáli. Til að bjarga andlitinu lét bæjarstjóri bóka að hún teldi að rétt hefði verið að leita annarra leiða til að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir en lagt er upp með í yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga. Bæjarstjóri kórónaði svo ruglið og opinberaði málefnafátækt sína þegar hún sakaði oddvita Samfylkingarinnar um trúnaðarbrest þegar hann ræddi andstöðu Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í fjölmiðlum. Allt er reynt þegar breiða skal yfir vandræðagang Sjálfstæðisflokksins og hringlanda veiklaðs meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði berst gegn sínu eigin meirihlutasamkomulagi Andstaða Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum kom á óvart því málið er tilkomið að frumkvæði ríkisstjórnarinnar. Og þeim mun meiri furðu vekur andstaða flokksins í Hafnarfirði þar sem skýr fyrirheit eru gefin í málefnasamningi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Var þá ekkert að marka það sem stendur í málefnasamningi meirihlutans? Sjálfstæðisflokkurinn með bæjarstjórann í broddi fylkingar er því í þeirri furðulegu stöðu að vera í andstöðu við sína eigin ríkisstjórn, samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar og sitt eigið meirihlutasamkomulag. Bæjarstjórinn bítur svo höfuðið af skömminni með því að setja nafn sitt undir grein oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, þar sem ráðist er ómaklega að formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem ábyrg og skynsamleg aðkoma hennar að kjarasamningunum er gerð tortryggileg. Allt er gert til þess að breiða yfir málefnafátækt Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi fyrir málinu Þó það hafi verið kómískt að fylgjast með vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins þá er það ekkert gamanmál þegar flokkurinn lætur þrönga flokkshagsmuni ráða för og ábyrgðarleysið er algjört. Í þessum málum duga engin vettlingatök og sveitarfélög verða að tala með skýrum hætti þannig að enginn velkist í vafa um ásetning þeirra um að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sýna, svo ekki verður um villst, að flokknum er ekki treystandi til að vinna áfram að málinu en jafnaðarfólk í bæjarstjórn mun hér eftir sem hingað til ýta fast á eftir því við núverandi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að staðið verði við gefin fyrirheit. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Hafnarfjörður Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fundið mál sem hann getur sameinast um á erfiðum tímum hjá flokknum! Það er baráttan gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum! Þar dregur flokkurinn línu í sandinn! Því ber að mótmæla. Afstaða og stefna Samfylkingarinnar er alveg skýr; grunnskólinn á að vera gjaldfrjáls, þar með talið skólamáltíðir. Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á frumkvæði að málinu í tengslum við gerð kjarasamninga en sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar allt á hornum sér, þegar á að fæða börn í skólum landsins og beina gremju sinni ómaklega að formanni stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til þess að breiða yfir andúð sína á ríkisstjórninni. Kómískt hefur verið að fylgjast með þessum vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins en ef um keppni í gríni væri að ræða þá stæðu Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði uppi sem ótvíræðir sigurvegarar og bæjarstjórinn fengi sérstök heiðursverðlaun fyrir sína framgöngu í málinu. Beðið eftir svörum frá sveitarfélögunum en meirihlutinn í Hafnarfirði skilar auðu Í aðdraganda undirritunar kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins kom ítrekað fram að beðið væri svara frá sveitarfélögunum um aðkomu þeirra að samningunum. Enda margbúið að taka fram að nauðsynlegt væri að ríki og sveitarfélög legðu sitt af mörkum til að liðka fyrir kjarasamningum þar sem meginmarkmiðið var að tryggja efnahagslegan stöðugleika með því að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Sama dag og stóð til að undirrita samningana fór fram fundur í bæjarráði Hafnafjarðar. Kjarasamningar og aðkoma sveitarfélaga að þeim voru á dagskrá fundarins að frumkvæði jafnaðarfólks, fulltrúa Samfylkingarinnar. Meirihlutinn í Hafnarfirði mætti hins vegar tómhentur til leiks og umræða daganna á undan um kjaramál virtist hafa farið algjörlega fram hjá bæjarstjóra og fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin tryggði ábyrga afstöðu bæjarstjórnar vegna kjarasamninga Jafnaðarfólk í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er aftur á móti meðvitað um hlutverk bæjarstjórnar og lagði fram á fundinum tillögu um að gjaldskrárhækkanir yrðu ekki umfram 3,5% á árinu sem og að bærinn tryggði gjaldfrjálsar skólamáltíðir frá og með næsta skólaári. Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins brá svo við tillögu Samfylkingarinnar að gera varð hlé á fundi. Mörgum klukkutímum síðar mætti Sjálfstæðisflokkurinn beygður og brotinn með sína eigin tillögu, sem var nánast samhljóma tillögu Samfylkingarinnar og hún var lokum samþykkt samhljóða í bæjarráði. Þetta þýðir einfaldlega að án atbeina jafnaðarfólks hefði bæjarstjórn Hafnfarfjarðar skilað auðu í þessu grundvallarmáli. Til að bjarga andlitinu lét bæjarstjóri bóka að hún teldi að rétt hefði verið að leita annarra leiða til að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir en lagt er upp með í yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga. Bæjarstjóri kórónaði svo ruglið og opinberaði málefnafátækt sína þegar hún sakaði oddvita Samfylkingarinnar um trúnaðarbrest þegar hann ræddi andstöðu Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í fjölmiðlum. Allt er reynt þegar breiða skal yfir vandræðagang Sjálfstæðisflokksins og hringlanda veiklaðs meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði berst gegn sínu eigin meirihlutasamkomulagi Andstaða Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum kom á óvart því málið er tilkomið að frumkvæði ríkisstjórnarinnar. Og þeim mun meiri furðu vekur andstaða flokksins í Hafnarfirði þar sem skýr fyrirheit eru gefin í málefnasamningi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Var þá ekkert að marka það sem stendur í málefnasamningi meirihlutans? Sjálfstæðisflokkurinn með bæjarstjórann í broddi fylkingar er því í þeirri furðulegu stöðu að vera í andstöðu við sína eigin ríkisstjórn, samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar og sitt eigið meirihlutasamkomulag. Bæjarstjórinn bítur svo höfuðið af skömminni með því að setja nafn sitt undir grein oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, þar sem ráðist er ómaklega að formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem ábyrg og skynsamleg aðkoma hennar að kjarasamningunum er gerð tortryggileg. Allt er gert til þess að breiða yfir málefnafátækt Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi fyrir málinu Þó það hafi verið kómískt að fylgjast með vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins þá er það ekkert gamanmál þegar flokkurinn lætur þrönga flokkshagsmuni ráða för og ábyrgðarleysið er algjört. Í þessum málum duga engin vettlingatök og sveitarfélög verða að tala með skýrum hætti þannig að enginn velkist í vafa um ásetning þeirra um að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sýna, svo ekki verður um villst, að flokknum er ekki treystandi til að vinna áfram að málinu en jafnaðarfólk í bæjarstjórn mun hér eftir sem hingað til ýta fast á eftir því við núverandi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að staðið verði við gefin fyrirheit. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun