„Ætlum að reyna að fara djúpt í úrslitakeppnina og sækja dolluna“ Siggeir Ævarsson skrifar 4. apríl 2024 22:26 Kristinn Pálsson lék við hvurn sinn fingur í kvöld og skoraði 41 stig Vísir/Anton Brink Kristinn Pálsson var hetja Valsmanna í kvöld þegar liðið lagði Njarðvík í framlengdum leik, 106-114. Kristinn skoraði 41 stig og tíu fyrsti stig liðsins í framlengingunni. Körfurnar sem Kristinn skoraði voru í öllum regnbogans litum en hann skoraði til að mynda algjörlega fáránlegan þrist í framlengingunni og fékk víti að auki. Það mætti segja að Kristinn hafi látið eins og hann væri heima hjá sér í kvöld. „Þetta er náttúrulega heima hjá mér! Bý hérna ennþá og er að keyra á milli á æfingar hjá Val. Mér leið komandi inn í leikinn. Svo í framlengingunni þá setti ég einn erfiðan þá tekur maður annan og hann fór ofan í og næsti og næsti. Það er skemmtilegt að spila körfubolta þegar það gengur svona!“ Valsmenn voru búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir leikinn og hefðu auðveldlega getað slegið leiknum upp í kæruleysi en Kristinn sagði að það hefði aldrei komið til greina. „Bara geðveikt að fá svona alvöru leik rétt fyrir úrslitakeppni. Við lögðum leikinn upp þannig að við ætluðum að reyna að setja upp frammistöðu sem við ætlum að sýna í úrslitakeppninni. Við vorum nálægt því en hefðum geta gert betur á köflum, sérstaklega í þriðja leikhlutanum og drepa leikinn strax. Það gekk ekki í dag þannig að við verðum eitthvað að laga það en það er bara áfram gakk.“ Valsmenn hafa orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í vetur og misst sterka leikmenn í meiðsli en Kristinn gaf lítið fyrir það og sagði liðið vel stemmt fyrir úrslitakeppnina. „Bara góðir. Við erum búnir að tapa hvað, fjórum leikjum í vetur ef ég man rétt. Ég held að það sýni svolítið hvað við erum með sterkt lið þó við viljum alveg betri frammistöðu hér og þar. En það sýnir styrkleikann í liðinu að klára leikina.“ Kristinn sjálfur virðist í það minnsta vera 100 prósent klár í þessa úrslitakeppni. „Já, auðvitað. Við erum búnir að leggja upp síðustu leiki eins og úrslitakeppnisleiki. Við ætlum að reyna að fara djúpt í úrslitakeppnina og sækja dolluna. Það er markmiðið hjá okkur og markmiðið hjá Val. Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Körfurnar sem Kristinn skoraði voru í öllum regnbogans litum en hann skoraði til að mynda algjörlega fáránlegan þrist í framlengingunni og fékk víti að auki. Það mætti segja að Kristinn hafi látið eins og hann væri heima hjá sér í kvöld. „Þetta er náttúrulega heima hjá mér! Bý hérna ennþá og er að keyra á milli á æfingar hjá Val. Mér leið komandi inn í leikinn. Svo í framlengingunni þá setti ég einn erfiðan þá tekur maður annan og hann fór ofan í og næsti og næsti. Það er skemmtilegt að spila körfubolta þegar það gengur svona!“ Valsmenn voru búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir leikinn og hefðu auðveldlega getað slegið leiknum upp í kæruleysi en Kristinn sagði að það hefði aldrei komið til greina. „Bara geðveikt að fá svona alvöru leik rétt fyrir úrslitakeppni. Við lögðum leikinn upp þannig að við ætluðum að reyna að setja upp frammistöðu sem við ætlum að sýna í úrslitakeppninni. Við vorum nálægt því en hefðum geta gert betur á köflum, sérstaklega í þriðja leikhlutanum og drepa leikinn strax. Það gekk ekki í dag þannig að við verðum eitthvað að laga það en það er bara áfram gakk.“ Valsmenn hafa orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í vetur og misst sterka leikmenn í meiðsli en Kristinn gaf lítið fyrir það og sagði liðið vel stemmt fyrir úrslitakeppnina. „Bara góðir. Við erum búnir að tapa hvað, fjórum leikjum í vetur ef ég man rétt. Ég held að það sýni svolítið hvað við erum með sterkt lið þó við viljum alveg betri frammistöðu hér og þar. En það sýnir styrkleikann í liðinu að klára leikina.“ Kristinn sjálfur virðist í það minnsta vera 100 prósent klár í þessa úrslitakeppni. „Já, auðvitað. Við erum búnir að leggja upp síðustu leiki eins og úrslitakeppnisleiki. Við ætlum að reyna að fara djúpt í úrslitakeppnina og sækja dolluna. Það er markmiðið hjá okkur og markmiðið hjá Val.
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira