Einföld greining á valdsviði forseta Haukur Arnþórsson skrifar 8. apríl 2024 08:00 Löggjafarvald forsetans tekur til málskotsréttarins, heimildar til útgáfu bráðabirgðalaga – og formsatriða við stjórnarmyndun, stjórnarslit, þingsetningu og þingrof. Ráðherrar fara með framkvæmdarvald forsetans. Borið hefur á því að forsetaframbjóðendur séu óvissir um valdsvið forseta Íslands í stjórnkerfinu. Af hverju getur hann ekki lækkað vexti, minnkað verðbólgu eða byggt yfir íbúa höfuðborgarsvæðisins? Tekið skal fram að hér erum við að tala um völd forsetans sem stjórnvalds. Hvað má forsetinn gera? Hér er listi yfir þau fjögur verkefni sem forsetinn má eða verður að vinna: Undirskrift forseta gefur lögum gildi (19. gr.). Forseti hefur neitunarvald um lög, þó aðeins málskotsrétt (26. gr.). Forsetinn getur sett bráðabirgðalög (28. gr.). Þá er forsetinn í forsæti ríkisráðs sem hann situr ásamt ráðherrum og undir ríkisráð skal bera lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir (16. gr.). Það þýðir að hann á rétt á upplýsingagjöf. Hvaða völd eru aðeins að forminu til? Þessi listi er yfir verkefni sem forsetanum er ætlað að vinna, en rökstutt er hér á eftir að hann megi og eigi aðeins vinna að forminu til. Hann hafi hins vegar ekki ákvörðunarvald um þessi verkefni. Það hefur meirihluti Alþingis eftir að þingræði var tekið upp. Forsetinn skipar ráðherra, það er, myndar ríkisstjórn og slítur stjórnarsamstarfi og skiptir verkum milli ráðherranna (15. gr.). Forsetinn vinnur stjórnsýsluverkefni á vegum löggjafarvaldsins, það er að setja þing, stefna því saman (22. gr.), fresta fundum þess (23. gr.) og rjúfa þing og boða til kosninga (24. gr.). Hvað má forsetinn ekki gera? Þótt ekki gildi margar reglur um hvað forseti má ekki gera, má þó telja upp fjögur slík atriði. Forsetinn má ekki vera alþingismaður (9. gr.) og ekki ráðherra. Enda þótt ráðherraembætti sé ekki tekið fram í stjórnarskrá þá ræðst það af eðli stjórnskipunarinnar að hann, sem hefur neitunarvald gagnvart meðal annars stjórnarfrumvörpum, getur ekki hafa borið slík frumvörp fram sjálfur. Forsetinn má ekki gegna öðrum launuðum störfum en forsetaembættinu (9. gr.). Sem þýðir líka að hann má vinna ólaunuð störf, til dæmis að góðgerðarmálum eða í þágu samfélagsins. Forsetinn má ekki vinna framkvæmdarvaldsverk og hefur það ákvæði setið inni frá 1849, þá fyrir danakonung. Í stjórnarskránni eru nú nefnd eftirtalin verk, enda þótt ráðherrar eigi að vinna þau: Veiting embætta og að víkja úr þeim, flytja embættismenn til í starfi (20. gr.), gerð samninga við önnur ríki (21. gr.), fella saksókn niður, náða menn og uppgjöf saka (29. gr.) og undanþágur frá lögum (30. gr.). Forsetinn ákveður ekki laun sín, heldur er það gert með lögum og hann getur ekki lækkað þau innan kjörtímabils (9. gr.). Athugasemdir um löggjafarvald forsetans Neitunarvaldið – sem takmarkast við málskotsrétt – hefur forsetinn svo sannarlega, þótt það brjóti á stjórnskipuninni um hið þrískipta vald. Danir tóku það ekki aðeins af hjá sér 1915, heldur færðu málskotsréttinn til þriðjungs þingmanna 1953, sem er hin lýðræðislega nálgun. Minnihlutinn á þjóðþinginu þarf að styrkjast í takt við mótmæli í þjóðfélaginu gegn ríkjandi ríkisstjórn. Forsetinn hefur enga möguleika á að gera nokkuð með slíkar hreyfingar á fylgi. Vald til setningar bráðabirgðalaga er heimild sem virðist hafa dagað uppi, en er virkt. Forseti skipar ekki ráðherra (myndar ríkisstjórn og slítur stjórnarsamstarfi) eða deilir með þeim verkefnum enda þótt ótvíræð stjórnarskrárákvæði segi fyrir um þetta. Það ræðst af þingræðisskipulaginu sem komið var á 1920 að þetta eru verkefni meirihluta þingmanna. Hins vegar hefur forsetinn formlegu hlutverki að gegna við þessi verkefni í dag, og virðist framkvæmdin vera eðlileg. Það að hann veiti stjórnarmyndunarumboð og biðji ráðherra að sitja í starfsstjórn eftir stjórnarslit hefur kannski ekki stjórnarskrárfestu, en er praktísk hefð. Þingræðisskipulaginu fylgir einnig að stjórnsýsluverkefni forsetans fyrir Alþingi – sem eru að setja þing, stefna því saman, fresta fundum þess og rjúfa þing og boða til kosninga – eru bara verkefni forsetans að forminu til. Meirihluta Alþingis tekur ákvarðanir í þessum efnum. Hér er ekki gengið lengra í að ræða löggjafarvald forsetans, til dæmis hvort hann hafi aukin völd ef meirihluti Alþingis getur ekki myndað ríkisstjórn, stjórnarkreppa verður langvarandi, eða ef hugmyndir koma upp um utanþingsstjórn. Í fljótu bragði verður ekki séð að víkja megi frá þingræðisreglunni og þá þannig að færa forsetanum hið gamla vald konungs til að mynda ríkisstjórn. Athugasemdir um framkvæmdarvald forsetans Enda þótt Alþingi tvískipti framkvæmdarvaldinu 1944 milli forsetans og ráðherranna (2. gr.), sem var undarleg breyting - áður var konungur einn með framkvæmdarvaldið og framseldi það síðan með öðru stjórnarskrárákvæði til ráðherranna – þá verður ekki til neitt sjálfstætt framkvæmdarvald forseta til hliðar við ráðherrana. Með ákvæðunum um að hann sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum (11. gr.), að ráðherrarnir framkvæmi vald hans (13. gr.) og að þeir séu ábyrgir fyrir stjórnarathöfnum (14. gr.) er tekið fyrir að forsetinn fari að nokkru leyti með framkvæmdarvald. Ítarefni um stjórnarskrána Stjórnarskráin varð til eftir byltinguna í Danmörku 1848 og frá 1849 hafði danakonungur í stórum dráttum neitunarvald gagnvart lögum og vald til að velja ráðherra. Honum tókst að halda í neitunarvald sitt í Danmörku til 1915, hér til 1944, og vald sitt til að velja ráðherra til 1901, hér til 1920. Þegar ákvæði um völd forseta Íslands eru túlkuð þarf að hafa í huga að stjórnarskráin er að stofni til gamla danska stjórnarskráin frá 1849. Sú stjórnarskrá kom nánast orðrétt til Íslands 1874, en ekki breytta stjórnarskráin frá 1866. Lögskýringargögn er því einkum að finna í skjölum frá stjórnlagaþinginu danska 1848-1849 og svo Alþingistíðindum frá 1867, þegar Alþingi fjallaði um stjórnarskrármál. Alþingi lagði þá áherslu á að taka dönsku ákvæðin orðrétt upp, því má ætla að danskar lögskýringar fylgi þeim. Vafaatriði Það myndaðist vafaatriði með stjórnarskrárbreytingunni 1991 um hvort forsetinn geti í raun „látið leggja fyrir Alþingi“ frumvörp til laga. Þetta ákvæði í kaflanum um forsetann gaf ráðherrum áður heimild til að flytja frumvörp ráðuneytanna. Heimild alþingimanna til að bera fram frumvörp var í kaflanum um Alþingi. 1991 var bætt við ákvæðið í kaflanum um Alþingi að ráðherrar mættu, auk þingmanna, flytja frumvörp. Með því vaknar sú spurning til hverra ákvæðið í kaflanum um forsetann tekur. Opnar það raunverulega á að forsetinn geti lagt fram frumvörp? Lokaorð Enda þótt vald forsetans í stjórnskipuninni takmarkist við það sem hér hefur verið rakið – getur hann haft vald utan hennar. Forsetinn getur leitt þjóðfélagið á margan hátt, verið sterkur áhrifamaður og látið gott (eða illt) af sér leiða, innan- og utanlands. Yfirlit yfir ákvæði um völd forsetans í stjórnarskrá: Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Forseti Íslands Stjórnarskrá Stjórnsýsla Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Löggjafarvald forsetans tekur til málskotsréttarins, heimildar til útgáfu bráðabirgðalaga – og formsatriða við stjórnarmyndun, stjórnarslit, þingsetningu og þingrof. Ráðherrar fara með framkvæmdarvald forsetans. Borið hefur á því að forsetaframbjóðendur séu óvissir um valdsvið forseta Íslands í stjórnkerfinu. Af hverju getur hann ekki lækkað vexti, minnkað verðbólgu eða byggt yfir íbúa höfuðborgarsvæðisins? Tekið skal fram að hér erum við að tala um völd forsetans sem stjórnvalds. Hvað má forsetinn gera? Hér er listi yfir þau fjögur verkefni sem forsetinn má eða verður að vinna: Undirskrift forseta gefur lögum gildi (19. gr.). Forseti hefur neitunarvald um lög, þó aðeins málskotsrétt (26. gr.). Forsetinn getur sett bráðabirgðalög (28. gr.). Þá er forsetinn í forsæti ríkisráðs sem hann situr ásamt ráðherrum og undir ríkisráð skal bera lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir (16. gr.). Það þýðir að hann á rétt á upplýsingagjöf. Hvaða völd eru aðeins að forminu til? Þessi listi er yfir verkefni sem forsetanum er ætlað að vinna, en rökstutt er hér á eftir að hann megi og eigi aðeins vinna að forminu til. Hann hafi hins vegar ekki ákvörðunarvald um þessi verkefni. Það hefur meirihluti Alþingis eftir að þingræði var tekið upp. Forsetinn skipar ráðherra, það er, myndar ríkisstjórn og slítur stjórnarsamstarfi og skiptir verkum milli ráðherranna (15. gr.). Forsetinn vinnur stjórnsýsluverkefni á vegum löggjafarvaldsins, það er að setja þing, stefna því saman (22. gr.), fresta fundum þess (23. gr.) og rjúfa þing og boða til kosninga (24. gr.). Hvað má forsetinn ekki gera? Þótt ekki gildi margar reglur um hvað forseti má ekki gera, má þó telja upp fjögur slík atriði. Forsetinn má ekki vera alþingismaður (9. gr.) og ekki ráðherra. Enda þótt ráðherraembætti sé ekki tekið fram í stjórnarskrá þá ræðst það af eðli stjórnskipunarinnar að hann, sem hefur neitunarvald gagnvart meðal annars stjórnarfrumvörpum, getur ekki hafa borið slík frumvörp fram sjálfur. Forsetinn má ekki gegna öðrum launuðum störfum en forsetaembættinu (9. gr.). Sem þýðir líka að hann má vinna ólaunuð störf, til dæmis að góðgerðarmálum eða í þágu samfélagsins. Forsetinn má ekki vinna framkvæmdarvaldsverk og hefur það ákvæði setið inni frá 1849, þá fyrir danakonung. Í stjórnarskránni eru nú nefnd eftirtalin verk, enda þótt ráðherrar eigi að vinna þau: Veiting embætta og að víkja úr þeim, flytja embættismenn til í starfi (20. gr.), gerð samninga við önnur ríki (21. gr.), fella saksókn niður, náða menn og uppgjöf saka (29. gr.) og undanþágur frá lögum (30. gr.). Forsetinn ákveður ekki laun sín, heldur er það gert með lögum og hann getur ekki lækkað þau innan kjörtímabils (9. gr.). Athugasemdir um löggjafarvald forsetans Neitunarvaldið – sem takmarkast við málskotsrétt – hefur forsetinn svo sannarlega, þótt það brjóti á stjórnskipuninni um hið þrískipta vald. Danir tóku það ekki aðeins af hjá sér 1915, heldur færðu málskotsréttinn til þriðjungs þingmanna 1953, sem er hin lýðræðislega nálgun. Minnihlutinn á þjóðþinginu þarf að styrkjast í takt við mótmæli í þjóðfélaginu gegn ríkjandi ríkisstjórn. Forsetinn hefur enga möguleika á að gera nokkuð með slíkar hreyfingar á fylgi. Vald til setningar bráðabirgðalaga er heimild sem virðist hafa dagað uppi, en er virkt. Forseti skipar ekki ráðherra (myndar ríkisstjórn og slítur stjórnarsamstarfi) eða deilir með þeim verkefnum enda þótt ótvíræð stjórnarskrárákvæði segi fyrir um þetta. Það ræðst af þingræðisskipulaginu sem komið var á 1920 að þetta eru verkefni meirihluta þingmanna. Hins vegar hefur forsetinn formlegu hlutverki að gegna við þessi verkefni í dag, og virðist framkvæmdin vera eðlileg. Það að hann veiti stjórnarmyndunarumboð og biðji ráðherra að sitja í starfsstjórn eftir stjórnarslit hefur kannski ekki stjórnarskrárfestu, en er praktísk hefð. Þingræðisskipulaginu fylgir einnig að stjórnsýsluverkefni forsetans fyrir Alþingi – sem eru að setja þing, stefna því saman, fresta fundum þess og rjúfa þing og boða til kosninga – eru bara verkefni forsetans að forminu til. Meirihluta Alþingis tekur ákvarðanir í þessum efnum. Hér er ekki gengið lengra í að ræða löggjafarvald forsetans, til dæmis hvort hann hafi aukin völd ef meirihluti Alþingis getur ekki myndað ríkisstjórn, stjórnarkreppa verður langvarandi, eða ef hugmyndir koma upp um utanþingsstjórn. Í fljótu bragði verður ekki séð að víkja megi frá þingræðisreglunni og þá þannig að færa forsetanum hið gamla vald konungs til að mynda ríkisstjórn. Athugasemdir um framkvæmdarvald forsetans Enda þótt Alþingi tvískipti framkvæmdarvaldinu 1944 milli forsetans og ráðherranna (2. gr.), sem var undarleg breyting - áður var konungur einn með framkvæmdarvaldið og framseldi það síðan með öðru stjórnarskrárákvæði til ráðherranna – þá verður ekki til neitt sjálfstætt framkvæmdarvald forseta til hliðar við ráðherrana. Með ákvæðunum um að hann sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum (11. gr.), að ráðherrarnir framkvæmi vald hans (13. gr.) og að þeir séu ábyrgir fyrir stjórnarathöfnum (14. gr.) er tekið fyrir að forsetinn fari að nokkru leyti með framkvæmdarvald. Ítarefni um stjórnarskrána Stjórnarskráin varð til eftir byltinguna í Danmörku 1848 og frá 1849 hafði danakonungur í stórum dráttum neitunarvald gagnvart lögum og vald til að velja ráðherra. Honum tókst að halda í neitunarvald sitt í Danmörku til 1915, hér til 1944, og vald sitt til að velja ráðherra til 1901, hér til 1920. Þegar ákvæði um völd forseta Íslands eru túlkuð þarf að hafa í huga að stjórnarskráin er að stofni til gamla danska stjórnarskráin frá 1849. Sú stjórnarskrá kom nánast orðrétt til Íslands 1874, en ekki breytta stjórnarskráin frá 1866. Lögskýringargögn er því einkum að finna í skjölum frá stjórnlagaþinginu danska 1848-1849 og svo Alþingistíðindum frá 1867, þegar Alþingi fjallaði um stjórnarskrármál. Alþingi lagði þá áherslu á að taka dönsku ákvæðin orðrétt upp, því má ætla að danskar lögskýringar fylgi þeim. Vafaatriði Það myndaðist vafaatriði með stjórnarskrárbreytingunni 1991 um hvort forsetinn geti í raun „látið leggja fyrir Alþingi“ frumvörp til laga. Þetta ákvæði í kaflanum um forsetann gaf ráðherrum áður heimild til að flytja frumvörp ráðuneytanna. Heimild alþingimanna til að bera fram frumvörp var í kaflanum um Alþingi. 1991 var bætt við ákvæðið í kaflanum um Alþingi að ráðherrar mættu, auk þingmanna, flytja frumvörp. Með því vaknar sú spurning til hverra ákvæðið í kaflanum um forsetann tekur. Opnar það raunverulega á að forsetinn geti lagt fram frumvörp? Lokaorð Enda þótt vald forsetans í stjórnskipuninni takmarkist við það sem hér hefur verið rakið – getur hann haft vald utan hennar. Forsetinn getur leitt þjóðfélagið á margan hátt, verið sterkur áhrifamaður og látið gott (eða illt) af sér leiða, innan- og utanlands. Yfirlit yfir ákvæði um völd forsetans í stjórnarskrá: Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun