Tölum saman um aðgengilegar sálfræðimeðferðir Kristjbörg Þórisdóttir skrifar 13. apríl 2024 07:01 Árið 2008 sótti ég sem ungur sálfræðinemi ráðstefnu í Berlín ásamt nokkrum kollegum mínum við Árósarháskóla. Ráðstefnan var á vegum EABCT sem eru Evrópusamtök um hugræna atferlismeðferð. Á ráðstefnunni flutti prófessor í sálfræði við Oxford háskóla í Bretlandi, David M Clark, erindi um nýlegt verkefni sem snerist um að auka aðgengi almennings að gagnreyndum sálfræðimeðferðum. Verkefnið gekk þá undir heitinu IAPT (Improving Access to Psychological Therapies) en í dag gengur það undir heitinu Talking therapies og er fjármagnað af breska ríkissjóðnum. Það er skemmst frá því að segja að ég varð hugfangin af þessu verkefni og hef verið með þetta í huganum alla daga síðan þá. Ójafnt aðgengi að meðferðum vegna tilfinningalegs vanda og líkamlegra sjúkdóma Af hverju varð ég svona hugfangin? Jú, vegna þess að verkefnið er hvoru tveggja skynsamlegt og rökrétt og ég sá strax fyrir mér að þetta ættum við að bjóða íslenskum almenningi. Í bók sinni Thrive benda David M Clark og Richard Layard, breskur hagfræðingur og samstarfsfélagi Davids meðal annars á þá sorglegu staðreynd að nánast allir fá viðeigandi meðferð við líkamlegum sjúkdómum en minna en þriðjungur fólks með tilfinningavanda fær gagnreynda sálfræðimeðferð þrátt fyrir að á hverjum tíma séu að minnsta kosti einn af hverjum sex sem þjáist og myndi greinast með þunglyndi, kvíðaraskanir eða áfallastreituröskun. Gagnreyndar sálfræðimeðferðir hafa verið til í áratugi og eru sífellt í þróun til að hjálpa fólki að leysa úr sínum vandamálum. Sálfræðimeðferðir snúast í raun ekki einungis um að bæta líf fólks frá degi til dags heldur breyta þær lífi fólks til hins betra til lengri tíma. Sá bati hefur gríðarlega mikla samfélagslega arðsemi í för með sér. Sýnt hefur verið fram á að meðferðirnar borga sig upp sjálfar. Hver króna sem sett er í meðferðina skilar sér allt að tífalt til baka. Tölum saman hér á landi Það er tímabært að hefja vegferðina hér. Svipaða vegferð og Bretar hafa verið á undir forystu David M Clark undanfarin tæp tuttugu ár. Fleiri lönd fylgja nú í kjölfarið svo sem Noregur, Kanada, Ástralía og Finnland og tryggja aðgengi almennings með tilfinningalegan vanda að viðeigandi meðferð. Til þess að slíkt verkefni heppnist er ekki nóg að ráða bara inn sálfræðinga hér og þar. Það þarf að skipuleggja verkefnið vel, setja af stað tilraunasetur, koma af stað gagnagrunnum og kerfum sem halda utan um verkefnið, tölfræði þess, tryggja samræmingu og aðgengi að meðferðarleiðarvísum, árangursmælingum, þjálfun og handleiðslu meðferðaraðila auk þess að vinna rannsóknir samhliða á framgangi og árangri í samstarfi við háskólana og fræðasamfélagið. Við erum lítið land og það er mín skoðun að það sé styrkleiki okkar varðandi þetta verkefni. Með því að vera lítil getum við verið stór í slíkri uppbyggingu því kerfið okkar er ekki stórt og boðleiðirnar stuttar. Við getum gert þetta. Eftir hverju er að bíða? Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Árið 2008 sótti ég sem ungur sálfræðinemi ráðstefnu í Berlín ásamt nokkrum kollegum mínum við Árósarháskóla. Ráðstefnan var á vegum EABCT sem eru Evrópusamtök um hugræna atferlismeðferð. Á ráðstefnunni flutti prófessor í sálfræði við Oxford háskóla í Bretlandi, David M Clark, erindi um nýlegt verkefni sem snerist um að auka aðgengi almennings að gagnreyndum sálfræðimeðferðum. Verkefnið gekk þá undir heitinu IAPT (Improving Access to Psychological Therapies) en í dag gengur það undir heitinu Talking therapies og er fjármagnað af breska ríkissjóðnum. Það er skemmst frá því að segja að ég varð hugfangin af þessu verkefni og hef verið með þetta í huganum alla daga síðan þá. Ójafnt aðgengi að meðferðum vegna tilfinningalegs vanda og líkamlegra sjúkdóma Af hverju varð ég svona hugfangin? Jú, vegna þess að verkefnið er hvoru tveggja skynsamlegt og rökrétt og ég sá strax fyrir mér að þetta ættum við að bjóða íslenskum almenningi. Í bók sinni Thrive benda David M Clark og Richard Layard, breskur hagfræðingur og samstarfsfélagi Davids meðal annars á þá sorglegu staðreynd að nánast allir fá viðeigandi meðferð við líkamlegum sjúkdómum en minna en þriðjungur fólks með tilfinningavanda fær gagnreynda sálfræðimeðferð þrátt fyrir að á hverjum tíma séu að minnsta kosti einn af hverjum sex sem þjáist og myndi greinast með þunglyndi, kvíðaraskanir eða áfallastreituröskun. Gagnreyndar sálfræðimeðferðir hafa verið til í áratugi og eru sífellt í þróun til að hjálpa fólki að leysa úr sínum vandamálum. Sálfræðimeðferðir snúast í raun ekki einungis um að bæta líf fólks frá degi til dags heldur breyta þær lífi fólks til hins betra til lengri tíma. Sá bati hefur gríðarlega mikla samfélagslega arðsemi í för með sér. Sýnt hefur verið fram á að meðferðirnar borga sig upp sjálfar. Hver króna sem sett er í meðferðina skilar sér allt að tífalt til baka. Tölum saman hér á landi Það er tímabært að hefja vegferðina hér. Svipaða vegferð og Bretar hafa verið á undir forystu David M Clark undanfarin tæp tuttugu ár. Fleiri lönd fylgja nú í kjölfarið svo sem Noregur, Kanada, Ástralía og Finnland og tryggja aðgengi almennings með tilfinningalegan vanda að viðeigandi meðferð. Til þess að slíkt verkefni heppnist er ekki nóg að ráða bara inn sálfræðinga hér og þar. Það þarf að skipuleggja verkefnið vel, setja af stað tilraunasetur, koma af stað gagnagrunnum og kerfum sem halda utan um verkefnið, tölfræði þess, tryggja samræmingu og aðgengi að meðferðarleiðarvísum, árangursmælingum, þjálfun og handleiðslu meðferðaraðila auk þess að vinna rannsóknir samhliða á framgangi og árangri í samstarfi við háskólana og fræðasamfélagið. Við erum lítið land og það er mín skoðun að það sé styrkleiki okkar varðandi þetta verkefni. Með því að vera lítil getum við verið stór í slíkri uppbyggingu því kerfið okkar er ekki stórt og boðleiðirnar stuttar. Við getum gert þetta. Eftir hverju er að bíða? Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun