Virtur læknir sakaður um að hafa útilokað sjúklinga frá líffæragjöf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2024 08:53 Ekkert hefur komið fram um það hvað lækninum gekk til. AP/Houston Chronicle/Kirk Sides Virtur skurðlæknir í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa breytt umsóknum sumra sjúklinga sinna um líffæragjöf til að útiloka þá frá því að fá nokkurn tímann líffæri. Dr. J. Steve Bynon Jr. starfaði sem yfirmaður skurðdeildar Memorial Hermann-Texas Medical Center í Houston þar sem nýrna- og lifrarígræðslur voru framkvæmdar. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín en rannsókn hefur nú verið hrundið af stað eftir undarlega mörg dauðsföll við stofnunina. Yfirmenn hennar tilkynntu í síðustu viku að engar nýrna- eða lifrarígræðslur yrðu framkvæmdar á meðan rannsókn málsins stendur yfir en læknir við stofnunina hefði játað að hafa breytt sjúkraskrám sjúklinga á þann veg að ómögulegt væri að þeir fengju nokkurn tímann gjafalíffæri. New York Times segir Bynon umræddan lækni. Þegar sótt er um líffæri fyrir sjúklinga þarf meðal annars að skrá hvers konar gjafar koma til greina, til að mynda með tillit til aldurs og þyngdar. Við athugun kom í ljós að skilyrðin höfðu í sumum tilvikum verið þannig að ómögulegt yrði að finna ásættanlegan gjafa. Aðrir skurðlæknar sem sérhæfa sig í líffæraígræðslum segja enga leið fyrir umrædda sjúklinga að hafa vitað að umsóknum þeirra og gögnum hafi verið breytt. Ekkert hefur verið gefið upp um það hvað Bynon kann að hafa gengið til né liggur fyrir eins og stendur hvaða áhrif inngrip hans hafa haft. Það liggur hins vegar fyrir að óvenju hátt hlutfall sjúklinga á Memorial Hermann hefur látist á meðan þeir hafa beðið eftir líffærum. Á deild Bynon voru 29 lifrarígræðslur framkvæmdar árið 2023 en sama ár voru fjórtán teknir af biðlistum stofnunarinnar vegna þess að þeir voru annað hvort látnir eða orðnir of veikir til að fá líffæri. Umfjöllun New York Times. Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira
Dr. J. Steve Bynon Jr. starfaði sem yfirmaður skurðdeildar Memorial Hermann-Texas Medical Center í Houston þar sem nýrna- og lifrarígræðslur voru framkvæmdar. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín en rannsókn hefur nú verið hrundið af stað eftir undarlega mörg dauðsföll við stofnunina. Yfirmenn hennar tilkynntu í síðustu viku að engar nýrna- eða lifrarígræðslur yrðu framkvæmdar á meðan rannsókn málsins stendur yfir en læknir við stofnunina hefði játað að hafa breytt sjúkraskrám sjúklinga á þann veg að ómögulegt væri að þeir fengju nokkurn tímann gjafalíffæri. New York Times segir Bynon umræddan lækni. Þegar sótt er um líffæri fyrir sjúklinga þarf meðal annars að skrá hvers konar gjafar koma til greina, til að mynda með tillit til aldurs og þyngdar. Við athugun kom í ljós að skilyrðin höfðu í sumum tilvikum verið þannig að ómögulegt yrði að finna ásættanlegan gjafa. Aðrir skurðlæknar sem sérhæfa sig í líffæraígræðslum segja enga leið fyrir umrædda sjúklinga að hafa vitað að umsóknum þeirra og gögnum hafi verið breytt. Ekkert hefur verið gefið upp um það hvað Bynon kann að hafa gengið til né liggur fyrir eins og stendur hvaða áhrif inngrip hans hafa haft. Það liggur hins vegar fyrir að óvenju hátt hlutfall sjúklinga á Memorial Hermann hefur látist á meðan þeir hafa beðið eftir líffærum. Á deild Bynon voru 29 lifrarígræðslur framkvæmdar árið 2023 en sama ár voru fjórtán teknir af biðlistum stofnunarinnar vegna þess að þeir voru annað hvort látnir eða orðnir of veikir til að fá líffæri. Umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira