Íslenska landslagið ómetanlegt fyrir manninn með loftnet í höfuðkúpunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2024 19:22 Neil Harbisson, framtíðarhugsuður og „cyborg-listamaður“ í Hörpu í dag. Hann er hér á landi á vegum Orkuveitunnar, sem fékk hann til að flytja erindi á viðburði undir yfirskriftinni „Hrein tækifæri“. Vísir/ívar Litblindur maður, sem „heyrir liti“ með loftneti sem hann lét græða í höfuðkúpuna, segir að landslag Íslands veiti honum dýrmæta þögn sem hann finni hvergi annars staðar. Við mæltum okkur mót við manninn í dag og kynntum okkur virkni loftnetsins. Sumir litblindir sjá heiminn í svarthvítu. Í flestum tilvikum er ekkert við því að gera, nema kannski að leita á náðir tækninnar. Það gerði þessi maður, framtíðarhugsuðurinn og „cyborg-listamaðurinn“ Neil Harbisson, sem nú er staddur á Íslandi á vegum Orkuveitunnar. Hann er litblindur, allt blasir við honum svarthvítt, en árið 2004 lét hann græða loftnet í höfuðkúpuna á sér og segist nú skynja liti með hljóði. „Litur er í raun titringur sem flestir sjá með augunum. Í mínu tilfelli fer titringur litanna inn í loftnetið, býr til titring í höfðinu á mér og ég heyri þannig titring litanna,“ segir Neil. Við heyrum og sjáum dæmi um skynjunina í fréttinni hér fyrir neðan. Þögn í snjónum og hrauninu Neil segist skynja liti sem mannskepnan greinir yfirleitt ekki, útfjólubláa og innrauða tóna. Inntur eftir uppáhaldslitnum sínum nefnir Neil einmitt þá innrauðu. „Tíðni þeirra er mjög lág og þannig verð ég þess áskynja ef það er einhvers konar viðvörunarkerfi í búð eða banka. Þetta veitir mér viðbótarupplýsingar.“ Neil hefur öðlast talsverða frægð fyrir óhefðbundna skynjun sína og ferðast víða. Hann segist sérstaklega ánægður með hið íslenska litróf. „Hvíti snjórinn og svarta hraunið býr til þögn. Ég get því horft á landslagið hér og heyri ekki neitt, sem er gríðaróvenjulegt. Ég nýt þess mjög að beina loftnetinu að landslaginu.“ Andlit í C-dúr Við fylgdumst með Neil virða fyrir sér útsýnið úr Hörpu; við það ómuðu aðallega C- og F-nótur í höfði hans. Svo sneri hann sér að fréttamanni. „Andlitið á þér er dæmi um andlit í C-dúr. Hárið á þér er G, augun eru C og varirnar E. Do, mí, so. Þú ert í dúr.“ Segir þetta þér eitthvað um fólk? „Nei!“ segir Neil og hlær. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttatímann í heild má sjá að neðan: Tækni Ástin og lífið Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sumir litblindir sjá heiminn í svarthvítu. Í flestum tilvikum er ekkert við því að gera, nema kannski að leita á náðir tækninnar. Það gerði þessi maður, framtíðarhugsuðurinn og „cyborg-listamaðurinn“ Neil Harbisson, sem nú er staddur á Íslandi á vegum Orkuveitunnar. Hann er litblindur, allt blasir við honum svarthvítt, en árið 2004 lét hann græða loftnet í höfuðkúpuna á sér og segist nú skynja liti með hljóði. „Litur er í raun titringur sem flestir sjá með augunum. Í mínu tilfelli fer titringur litanna inn í loftnetið, býr til titring í höfðinu á mér og ég heyri þannig titring litanna,“ segir Neil. Við heyrum og sjáum dæmi um skynjunina í fréttinni hér fyrir neðan. Þögn í snjónum og hrauninu Neil segist skynja liti sem mannskepnan greinir yfirleitt ekki, útfjólubláa og innrauða tóna. Inntur eftir uppáhaldslitnum sínum nefnir Neil einmitt þá innrauðu. „Tíðni þeirra er mjög lág og þannig verð ég þess áskynja ef það er einhvers konar viðvörunarkerfi í búð eða banka. Þetta veitir mér viðbótarupplýsingar.“ Neil hefur öðlast talsverða frægð fyrir óhefðbundna skynjun sína og ferðast víða. Hann segist sérstaklega ánægður með hið íslenska litróf. „Hvíti snjórinn og svarta hraunið býr til þögn. Ég get því horft á landslagið hér og heyri ekki neitt, sem er gríðaróvenjulegt. Ég nýt þess mjög að beina loftnetinu að landslaginu.“ Andlit í C-dúr Við fylgdumst með Neil virða fyrir sér útsýnið úr Hörpu; við það ómuðu aðallega C- og F-nótur í höfði hans. Svo sneri hann sér að fréttamanni. „Andlitið á þér er dæmi um andlit í C-dúr. Hárið á þér er G, augun eru C og varirnar E. Do, mí, so. Þú ert í dúr.“ Segir þetta þér eitthvað um fólk? „Nei!“ segir Neil og hlær. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttatímann í heild má sjá að neðan:
Tækni Ástin og lífið Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira