Ferðaþjónusta til framtíðar Freyja Rut Emilsdóttir skrifar 22. apríl 2024 13:31 Nærandi ferðaþjónusta er hugtak sem fær sífellt meiri athygli í umræðunni bæði hér á Íslandi sem og um heim allan. Hugtakið felur í sér markvissar aðgerðir sem fólk og fyrirtæki geta gripið til með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi og náttúru og skilja þannig við áfangastaðinn, samfélagið og náttúruna í betra ástandi en áður. Þannig er farið skrefi lengra en sjálfbærni þar sem markmiðið er að skilja ekki við umhverfið í verra ástandi en áður og ganga ekki á auðlindir framtíðar. Nærandi ferðaþjónusta snýst þannig um að byggja upp auðlindir fyrir komandi kynslóðir. Hugmyndafræði nærandi ferðaþjónustu og nærandi viðskiptahátta almennt, felur í sér velsæld og jafnvægi, þar sem árangur í rekstri er metinn út frá fjölbreyttari þáttum en eingöngu efnahagslegum. Fólk, hvort sem það eru íbúar, starfsfólk í ferðaþjónustu eða gestir svæðisins, eru hluti af sama vistkerfi sem bæði hafa áhrif á og verða fyrir áhrifum hvert af öðru. Markmið nærandi ferðaþjónustu er að vinna í sátt og samlyndi við alla þessa hópa og byggja upp rekstur og framboð þjónustu sem hefur jákvæð áhrif og styrkir svæðið til lengri tíma, hvort sem horft er til náttúruverndar, efnahagslegra þátta, menningarlegra eða samfélagslegra. Markmið íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi á heimsvísu í sjálfbærri þróun, eins og fram kemur í stefnuramma til ferðaþjónustu til 2030 og Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur frá 2022 leitt norrænt þróunarverkefni um nærandi ferðaþjónustu, sem fjármagnað er af Norrænu ráðherranefndinni og unnið af Íslenska Ferðaklasanum. Í byrjun aprílmánaðar fór fram vinnustofa í verkefninu CE4RT (e. Circular Economy for Regenerative Tourism), sem við í 1238 og Gránu Bistró á Sauðárkróki erum þátttakendur í. Verkefninu er stýrt af Íslenska Ferðaklasanum og eru þátttakendur 16 fyrirtæki á Íslandi auk fjölda annarra frá Hollandi, Póllandi, Finnlandi og Írlandi. Þátttaka í svona verkefnum er bæði fræðandi, skemmtileg, hvetjandi og mikilvæg fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af öllum stærðargráðum. Við höfum nú þegar tekið stór og mikilvæg skref í átt að sjálfbærum og nærandi viðskiptaháttum og má þar t.d. nefna aukna áherslu á að versla við birgja í heimabyggð fyrst og fremst hvenær sem því er viðkomið, bæði þegar kemur að hráefni á matseðli sem og minjagripum í verslun, mörkun umhverfis- og sjálfbærnistefnu sem er í vinnslu og áherslu á að miðla sögu svæðisins bæði með fastasýningu 1238 þar sem fjallað er um helstu bardaga Sturlungaaldarinnar, uppsetningu sýningar um húsnæði Gránu og þá verslunarstarfsemi á vegum Kaupfélagsins sem áður fór fram í húsinu, og vinnslu verkefna á við leiðsagnar um Þrístapa í Húnabyggð annars vegar og hins vegar um Villa Nova og gamla bæinn á Sauðárkróki. Í sumar munum við síðan bjóða uppá gönguleiðsagnir um elsta hluta Sauðárkróks. Auk þess höfum við lagt metnað í að auðga menningarlíf á svæðinu með fjölbreyttum menningarviðburðum og fjölga störfum á svæðinu með alls kyns nýsköpunarverkefnum. Viku seinna fór fram vinnustofa í öðru Evrópuverkefni sem við erum þátttakendur í, DACCHE (e. Digital Action on Climate Change on Heritage Environments) sem snýst um að nýta stafræna tækni til að varðveita menningarlandslag og sjá hvernig það breytist með loftslagsbreytingum. Verkefnið er unnið í samstarfi við aðila frá Svíþjóð, Færeyjum, Skotlandi og Írlandi og eru það Skriðuklaustur og Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista sem stýra vinnu íslensku aðilanna. Loftslagsbreytingar hafa augljós og ótvíræð áhrif á náttúruna en einnig á menninguna, menningararfinn og samfélagið allt. Ferðaþjónustuaðilar ásamt stofnunum og fyrirtækjum sem miðla menningararfinum eru lykilaðilar við að hvetja íbúa og ferðamenn til aukinnar vitundar og aðgerða gegn eyðileggjandi áhrifum loftslagsbreytinganna– alveg í takt við hugmyndafræði nærandi ferðaþjónustu. Við erum að gera heilmargt og ná árangri á mörgum sviðum. En lengi má gera gott enn betur og við erum hvergi nærri hægt á þessari vegferð, það er alltaf varða handa við næstu vörðu. Ferðaþjónusta til framtíðar vinnur í sátt og samlyndi við nærsamfélagið og náttúruna og leggur sitt af mörkum til að skilja áfangastaðinn eftir í betra ástandi en áður. Höfundur er framkvæmdastjóri Sýndarveruleika ehf sem á og rekur sýninguna 1238 Baráttan um Ísland og veitingastaðinn Gránu Bistró, Sauðárkróki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Nærandi ferðaþjónusta er hugtak sem fær sífellt meiri athygli í umræðunni bæði hér á Íslandi sem og um heim allan. Hugtakið felur í sér markvissar aðgerðir sem fólk og fyrirtæki geta gripið til með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi og náttúru og skilja þannig við áfangastaðinn, samfélagið og náttúruna í betra ástandi en áður. Þannig er farið skrefi lengra en sjálfbærni þar sem markmiðið er að skilja ekki við umhverfið í verra ástandi en áður og ganga ekki á auðlindir framtíðar. Nærandi ferðaþjónusta snýst þannig um að byggja upp auðlindir fyrir komandi kynslóðir. Hugmyndafræði nærandi ferðaþjónustu og nærandi viðskiptahátta almennt, felur í sér velsæld og jafnvægi, þar sem árangur í rekstri er metinn út frá fjölbreyttari þáttum en eingöngu efnahagslegum. Fólk, hvort sem það eru íbúar, starfsfólk í ferðaþjónustu eða gestir svæðisins, eru hluti af sama vistkerfi sem bæði hafa áhrif á og verða fyrir áhrifum hvert af öðru. Markmið nærandi ferðaþjónustu er að vinna í sátt og samlyndi við alla þessa hópa og byggja upp rekstur og framboð þjónustu sem hefur jákvæð áhrif og styrkir svæðið til lengri tíma, hvort sem horft er til náttúruverndar, efnahagslegra þátta, menningarlegra eða samfélagslegra. Markmið íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi á heimsvísu í sjálfbærri þróun, eins og fram kemur í stefnuramma til ferðaþjónustu til 2030 og Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur frá 2022 leitt norrænt þróunarverkefni um nærandi ferðaþjónustu, sem fjármagnað er af Norrænu ráðherranefndinni og unnið af Íslenska Ferðaklasanum. Í byrjun aprílmánaðar fór fram vinnustofa í verkefninu CE4RT (e. Circular Economy for Regenerative Tourism), sem við í 1238 og Gránu Bistró á Sauðárkróki erum þátttakendur í. Verkefninu er stýrt af Íslenska Ferðaklasanum og eru þátttakendur 16 fyrirtæki á Íslandi auk fjölda annarra frá Hollandi, Póllandi, Finnlandi og Írlandi. Þátttaka í svona verkefnum er bæði fræðandi, skemmtileg, hvetjandi og mikilvæg fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af öllum stærðargráðum. Við höfum nú þegar tekið stór og mikilvæg skref í átt að sjálfbærum og nærandi viðskiptaháttum og má þar t.d. nefna aukna áherslu á að versla við birgja í heimabyggð fyrst og fremst hvenær sem því er viðkomið, bæði þegar kemur að hráefni á matseðli sem og minjagripum í verslun, mörkun umhverfis- og sjálfbærnistefnu sem er í vinnslu og áherslu á að miðla sögu svæðisins bæði með fastasýningu 1238 þar sem fjallað er um helstu bardaga Sturlungaaldarinnar, uppsetningu sýningar um húsnæði Gránu og þá verslunarstarfsemi á vegum Kaupfélagsins sem áður fór fram í húsinu, og vinnslu verkefna á við leiðsagnar um Þrístapa í Húnabyggð annars vegar og hins vegar um Villa Nova og gamla bæinn á Sauðárkróki. Í sumar munum við síðan bjóða uppá gönguleiðsagnir um elsta hluta Sauðárkróks. Auk þess höfum við lagt metnað í að auðga menningarlíf á svæðinu með fjölbreyttum menningarviðburðum og fjölga störfum á svæðinu með alls kyns nýsköpunarverkefnum. Viku seinna fór fram vinnustofa í öðru Evrópuverkefni sem við erum þátttakendur í, DACCHE (e. Digital Action on Climate Change on Heritage Environments) sem snýst um að nýta stafræna tækni til að varðveita menningarlandslag og sjá hvernig það breytist með loftslagsbreytingum. Verkefnið er unnið í samstarfi við aðila frá Svíþjóð, Færeyjum, Skotlandi og Írlandi og eru það Skriðuklaustur og Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista sem stýra vinnu íslensku aðilanna. Loftslagsbreytingar hafa augljós og ótvíræð áhrif á náttúruna en einnig á menninguna, menningararfinn og samfélagið allt. Ferðaþjónustuaðilar ásamt stofnunum og fyrirtækjum sem miðla menningararfinum eru lykilaðilar við að hvetja íbúa og ferðamenn til aukinnar vitundar og aðgerða gegn eyðileggjandi áhrifum loftslagsbreytinganna– alveg í takt við hugmyndafræði nærandi ferðaþjónustu. Við erum að gera heilmargt og ná árangri á mörgum sviðum. En lengi má gera gott enn betur og við erum hvergi nærri hægt á þessari vegferð, það er alltaf varða handa við næstu vörðu. Ferðaþjónusta til framtíðar vinnur í sátt og samlyndi við nærsamfélagið og náttúruna og leggur sitt af mörkum til að skilja áfangastaðinn eftir í betra ástandi en áður. Höfundur er framkvæmdastjóri Sýndarveruleika ehf sem á og rekur sýninguna 1238 Baráttan um Ísland og veitingastaðinn Gránu Bistró, Sauðárkróki.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun