Innlent

Stórfjölgun ofbeldisbrota, firðir í hættu og hönnunarstuldur

Samúel Karl Ólason skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um áttatíu og fimm prósent á síðustu tíu árum á sama tíma og lögreglumönnum hefur fækkað um fjörutíu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við lögreglustjóra sem kallar eftir breytingum.

Ríkisstjórnin er sökuð um að ætla að koma yfirráðum yfir fjörðum þar sem stundað er fiskeldi í hendur fiskeldisfyrirtækja til eilífðar með nýju frumvarpi matvælaráðherra. Heimir Már Pétursson verður í beinni frá hitafundi á Alþingi og ræðir við þingmenn.

Við heyrum einnig raunasögu Breiðhyltings sem segir farir sínar ekki sléttar af framkvæmdum í hverfinu sem hafa þau áhrif að lengd gönguleiðar hennar í vinnuna hefur þrefaldast. Við sjáum einnig glænýja könnun á fylgi flokkanna, kíkjum á barnamenningarhátíð og kynnum okkur muninn á hönnunarvöru og eftirlíkingu í beinni.

Í Sportpakkanum verður rætt við landsliðsmenn um þörfina fyrir þjóðarhöll og í Íslandi í dag kíkir Sindri Sindrason í morgunkaffi hjá nýjum matvælaráðherra. Hún elskar Manchester United og finnst Sigmundur Davíð skemmtilegastur á þingi.

Þetta og fleira í opinni dagskrá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×