Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Lovísa Arnardóttir skrifar 24. apríl 2024 09:13 Haraldur F. Gíslason er formaður Félags leikskólakennara. Til hægri má svo sjá Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins Vísir/Vilhelm Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. Greint var frá því í gær að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lagt1.600 vettlinga á gólf Tjarnarsals ráðhússins. Einn vettlingur átti að tákna hvert barn sem bíður eftir leikskólaplássi. Borgarstjóri sagði í kjölfarið þennan gjörning „vitleysu“. Þetta væru ekki 1.600 börn á bið heldur umsóknir. Borgin væri í miðju umsóknarferli og það væri hægt að tala um biðlista þegar ferlinu lyki. Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, gagnrýndi það hversu illa hefði verið tekið í allar þeirra hugmyndir á kjörtímabilinu um lausnir á leikskólavandanum, eins og heimgreiðslur til foreldra sem bíða og að hefja tilraunaverkefni þar sem börn byrja fimm ára í grunnskóla í stað sex ára. Borgarstjóri sagði þvert a móti þeirra hugmyndir hafa verið teknar til skoðunar og sú hugmynd að færa börn fimm ára í grunnskóla væri eitt af því sem væri til skoðunar á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Það er stór menntapólitísk aðgerð, að fara í það, og mikilvægt að vinna það með fagsamfélaginu og foreldrum. Það er enginn sem stendur í vegi fyrir slíkum hugmyndum,“ sagði Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, um hugmyndina. Ekki fimm ára í grunnskóla Stjórn Félags leikskólakennara segir í ályktun sinni um þetta mál að þau leggist gegn hugmyndinni um að taka börn fyrr inn í grunnskóla sem lausn á vanda leikskólastigsins. Það sé sýn félagsins að það sé ekki börnum fyrir bestu. „Stjórn Félags leikskólakennara leggur til að í stað innihaldslausra skyndilausna og gjörninga sem engu skila að sveitarfélögin uppfylli að fullu undirritað samkomulag og loforð um jöfnun launa á milli markaða. Sé það gert verður um að ræða raunhæfa leið til að gera það sem skiptir öllu máli – sem er að fjölga kennurum á leikskólastiginum,“ segir að lokum í ályktun félagsins. Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Leikskólar Grunnskólar Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Greint var frá því í gær að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lagt1.600 vettlinga á gólf Tjarnarsals ráðhússins. Einn vettlingur átti að tákna hvert barn sem bíður eftir leikskólaplássi. Borgarstjóri sagði í kjölfarið þennan gjörning „vitleysu“. Þetta væru ekki 1.600 börn á bið heldur umsóknir. Borgin væri í miðju umsóknarferli og það væri hægt að tala um biðlista þegar ferlinu lyki. Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, gagnrýndi það hversu illa hefði verið tekið í allar þeirra hugmyndir á kjörtímabilinu um lausnir á leikskólavandanum, eins og heimgreiðslur til foreldra sem bíða og að hefja tilraunaverkefni þar sem börn byrja fimm ára í grunnskóla í stað sex ára. Borgarstjóri sagði þvert a móti þeirra hugmyndir hafa verið teknar til skoðunar og sú hugmynd að færa börn fimm ára í grunnskóla væri eitt af því sem væri til skoðunar á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Það er stór menntapólitísk aðgerð, að fara í það, og mikilvægt að vinna það með fagsamfélaginu og foreldrum. Það er enginn sem stendur í vegi fyrir slíkum hugmyndum,“ sagði Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, um hugmyndina. Ekki fimm ára í grunnskóla Stjórn Félags leikskólakennara segir í ályktun sinni um þetta mál að þau leggist gegn hugmyndinni um að taka börn fyrr inn í grunnskóla sem lausn á vanda leikskólastigsins. Það sé sýn félagsins að það sé ekki börnum fyrir bestu. „Stjórn Félags leikskólakennara leggur til að í stað innihaldslausra skyndilausna og gjörninga sem engu skila að sveitarfélögin uppfylli að fullu undirritað samkomulag og loforð um jöfnun launa á milli markaða. Sé það gert verður um að ræða raunhæfa leið til að gera það sem skiptir öllu máli – sem er að fjölga kennurum á leikskólastiginum,“ segir að lokum í ályktun félagsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Leikskólar Grunnskólar Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20