Þátttaka í bólusetningum gegn mislingum telst ófullnægjandi til að hindra útbreiðslu sjúkdómsins á meðal barna á Íslandi. Yfirlæknir bólusetninga hjá embætti landlæknis segir þróunina mikið áhyggjuefni og Kári Stefánsson mætir í myndver til að ræða stöðuna í beinni.
Verðbólga hjaðnar og hefur ekki mælst minni í tvö ár. Ákall er um vaxtalækkun og við heyrum í formanni Neytendasamtakanna í beinni. Þá sjáum við myndir frá miðborg Lundúna þar sem lausir hestar ullu miklum usla í dag, kíkjum á myndlistasýningu hinsegin ungmenna, sjáum nýtt heimsmet í skíðastökki sem var sett á Akureyri og ræðum við handhafa barnabókmenntaverðlauna Reykjavíkur.
Í sportpakkanum heyrum við Arnóri Þór sem reynir að framkvæma kraftaverk í þýsku úrvalsdeildinni og í Íslandi í dag kíkir Kristín Ólafsdóttir í heimsókn til manns sem hefur skapað sannkallað ævintýraland í bakgarði sínum í Vesturbænum.
Þetta og fleira í opinni dagskrá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á samtengdum rásum Bylgjunnar, Vísis og Stöðvar 2 klukkan 18:30.