Viltu vera memm? Birna Dröfn Birgisdóttir skrifar 1. maí 2024 08:30 Ég var stödd í foreldrafræðslu þar sem verið var að tala um að foreldrahlutverkið getur valdið streitu og eitt það besta sem við gætum gert til að draga úr streitunni og efla tengsl fjölskyldunnar væri að leika okkur saman. Leikur getur verið svo ótrúlega nærandi og ávinningur meiri leiks getur til dæmis verið að: Draga úr streitu og efla heilsu og vellíðan Leysa úr læðingi skapandi hugsun og ýta undir nýsköpun Búa til öruggt rými fyrir lærdóm og tilraunir Breyta sjónarhornum og ýta undir forvitni Til þess að ýta undir meiri leik ákvað ég ásamt Markus Utomo, leikjasérfræðingi sem hefur unnið með fyrirtækjum eins og Audi og Lufthansa við að efla leik, og Dr. Nelly Nguyen, ráðgjafa og markþjálfa sem nýtir leik mikið í starfi sínu, að setja af stað áskorun sem snýst um að við leikum okkur eitthvað smá á hverjum degi í maí, og ýtum þannig undir það að leikur verði að venju í lífi okkar. Áskorunin kallast Let‘s Play in May og ef þú hefur áhuga á að vera með þá mælum við með því að þú setjir leik inn í dagatalið þitt, skorar á aðra að leika sér meira og ef þú vilt fá hugmyndir að leikjum, sögur og fræðslu þá munum við pósta því á LinkedIn síðu Let's Play in May Hér eru nokkrar tillögur að leikjum sem þú getur nýtt þér: Satt, satt, logið - Segðu einhverjum frá þrennu sem þú hefur upplifað í lífinu eða gerðist í dag og eitt atriðanna á að vera lygi og viðkomandi á að giska hvað er satt og hvað er lygi. Syngdu í bílnum á leiðinni í vinnuna Danspartý Feluleikur - Fólk felur sig eða hlut Leikjavæddu daginn - Breyttu verkefnum dagsins í áskoranir sem þú þarft að ljúka til þess að komast á næsta borð Teiknaðu mynd af því sem þig langar að upplifa Möguleikarnir eru margir og við hlökkum til að gera leik að daglegri venju og vonum að þú viljir vera memm 😊 Höfundur er sérfræðingur í skapandi hugsun, ráðgjafi, fyrirlesari og stofnandi Bulby sem er hugbúnaður sem auðveldar skapandi hugsun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég var stödd í foreldrafræðslu þar sem verið var að tala um að foreldrahlutverkið getur valdið streitu og eitt það besta sem við gætum gert til að draga úr streitunni og efla tengsl fjölskyldunnar væri að leika okkur saman. Leikur getur verið svo ótrúlega nærandi og ávinningur meiri leiks getur til dæmis verið að: Draga úr streitu og efla heilsu og vellíðan Leysa úr læðingi skapandi hugsun og ýta undir nýsköpun Búa til öruggt rými fyrir lærdóm og tilraunir Breyta sjónarhornum og ýta undir forvitni Til þess að ýta undir meiri leik ákvað ég ásamt Markus Utomo, leikjasérfræðingi sem hefur unnið með fyrirtækjum eins og Audi og Lufthansa við að efla leik, og Dr. Nelly Nguyen, ráðgjafa og markþjálfa sem nýtir leik mikið í starfi sínu, að setja af stað áskorun sem snýst um að við leikum okkur eitthvað smá á hverjum degi í maí, og ýtum þannig undir það að leikur verði að venju í lífi okkar. Áskorunin kallast Let‘s Play in May og ef þú hefur áhuga á að vera með þá mælum við með því að þú setjir leik inn í dagatalið þitt, skorar á aðra að leika sér meira og ef þú vilt fá hugmyndir að leikjum, sögur og fræðslu þá munum við pósta því á LinkedIn síðu Let's Play in May Hér eru nokkrar tillögur að leikjum sem þú getur nýtt þér: Satt, satt, logið - Segðu einhverjum frá þrennu sem þú hefur upplifað í lífinu eða gerðist í dag og eitt atriðanna á að vera lygi og viðkomandi á að giska hvað er satt og hvað er lygi. Syngdu í bílnum á leiðinni í vinnuna Danspartý Feluleikur - Fólk felur sig eða hlut Leikjavæddu daginn - Breyttu verkefnum dagsins í áskoranir sem þú þarft að ljúka til þess að komast á næsta borð Teiknaðu mynd af því sem þig langar að upplifa Möguleikarnir eru margir og við hlökkum til að gera leik að daglegri venju og vonum að þú viljir vera memm 😊 Höfundur er sérfræðingur í skapandi hugsun, ráðgjafi, fyrirlesari og stofnandi Bulby sem er hugbúnaður sem auðveldar skapandi hugsun.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun