Fiorentina og Olympiacos í kjörstöðu eftir mikla markaleiki Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. maí 2024 21:23 Douglas Luiz klikkaði á vítaspyrnu undir lokin og tókst ekki að minnka muninn. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Fiorentina rétt marði 3-2 sigur gegn Club Brugge og Aston Villa tapaði 2-4 á heimavelli gegn Olympiacos í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Aston Villa lenti snemma tveimur mörkum undir gegn Olympiacos. Ayoub El Kaabi skoraði bæði mörkin, það fyrra fékk að standa eftir langa myndbandsskoðun. Villa menn minnkuðu muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og jöfnuðu svo snemma í seinni hálfleik með mörkum frá Ollie Watkins og Moussa Diaby. Það dugði þeim skammt því á 56. mínútu fékk Olympiacos vítaspyrnu. Ayoub El Kaabi steig á punktinn og fullkomnaði þrennuna. Santiago Hezze skoraði svo fjórða markið og gulltryggði sigur Olympiacos á 67. mínútu. Aston Villa fékk tækifæri til að minnka muninn undir lokin en Douglas Luiz skaut vítaspyrnu í stöngina. Missed a late penalty and lost the first leg 4-2 at home to Olympiacos. Aston Villa's UECL dream is fading away 👋 pic.twitter.com/YKrc4AtpL3— B/R Football (@brfootball) May 2, 2024 Fiorentina tók á móti Club Brugge og tryggði sigur í uppbótartíma eftir að gestirnir höfðu jafnað leikinn í tvígang. Heimamenn komust marki yfir strax á 5. mínútu þegar Riccardo Sottil setti boltann í netið eftir stoðsendingu Nicolas González. Skömmu síðar jöfnuðu gestirnir þegar Hans Vanaken skoraði úr vítaspyrnu sem Igor Thiago fiskaði. Igor Thiago jafnaði svo sjálfur metin í 2-2 eftir að Fiorentina komst aftur yfir með marki frá Andrea Belotti. Þá hafði Club Brugge misst mann af velli þegar Raphael Onyedika fékk tvö gul spjöld með stuttu millibil. Allt stefndi í jafntefli en M'Bala Nzola skoraði sigurmarkið fyrir Fiorentina á fyrstu mínútu uppbótartíma. Lokatölur 3-2 og þeir fjólubláu fara með eins marks forystu inn í seinni leikinn. Bayer Leverkusen tekur á móti Roma eftir viku, fimmtudaginn 9. maí klukkan 19:00. Atalanta tekur svo á móti Marseille á sama tíma degi síðar. Sambandsdeild Evrópu Enski boltinn Ítalski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Aston Villa lenti snemma tveimur mörkum undir gegn Olympiacos. Ayoub El Kaabi skoraði bæði mörkin, það fyrra fékk að standa eftir langa myndbandsskoðun. Villa menn minnkuðu muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og jöfnuðu svo snemma í seinni hálfleik með mörkum frá Ollie Watkins og Moussa Diaby. Það dugði þeim skammt því á 56. mínútu fékk Olympiacos vítaspyrnu. Ayoub El Kaabi steig á punktinn og fullkomnaði þrennuna. Santiago Hezze skoraði svo fjórða markið og gulltryggði sigur Olympiacos á 67. mínútu. Aston Villa fékk tækifæri til að minnka muninn undir lokin en Douglas Luiz skaut vítaspyrnu í stöngina. Missed a late penalty and lost the first leg 4-2 at home to Olympiacos. Aston Villa's UECL dream is fading away 👋 pic.twitter.com/YKrc4AtpL3— B/R Football (@brfootball) May 2, 2024 Fiorentina tók á móti Club Brugge og tryggði sigur í uppbótartíma eftir að gestirnir höfðu jafnað leikinn í tvígang. Heimamenn komust marki yfir strax á 5. mínútu þegar Riccardo Sottil setti boltann í netið eftir stoðsendingu Nicolas González. Skömmu síðar jöfnuðu gestirnir þegar Hans Vanaken skoraði úr vítaspyrnu sem Igor Thiago fiskaði. Igor Thiago jafnaði svo sjálfur metin í 2-2 eftir að Fiorentina komst aftur yfir með marki frá Andrea Belotti. Þá hafði Club Brugge misst mann af velli þegar Raphael Onyedika fékk tvö gul spjöld með stuttu millibil. Allt stefndi í jafntefli en M'Bala Nzola skoraði sigurmarkið fyrir Fiorentina á fyrstu mínútu uppbótartíma. Lokatölur 3-2 og þeir fjólubláu fara með eins marks forystu inn í seinni leikinn. Bayer Leverkusen tekur á móti Roma eftir viku, fimmtudaginn 9. maí klukkan 19:00. Atalanta tekur svo á móti Marseille á sama tíma degi síðar.
Sambandsdeild Evrópu Enski boltinn Ítalski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira