Hafðu áhrif á líf barna Ída Björg Unnarsdóttir skrifar 3. maí 2024 12:00 Ofbeldi gegn börnum á ekki að líðast í okkar samfélagi. En það er samt sem áður sorgleg staðreynd að börn verða fyrir kynferðisofbeldi, eru lögð í einelti eða búa við erfiðar heimilisaðstæður. Það er því enn brýn þörf á að minna á að við sem samfélag verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir slíkt eða tryggja að það gerist ekki aftur. Fræðsla er nefnilega sterkasta vopnið sem við eigum í tengslum við forvarnir. Það er því mikilvægt fyrir alla aðila sem koma að starfi með börnum að sækja sér viðeigandi fræðslu og kunna leiðir til að bregðast við þegar á þarf að halda. Til að bregðast við þessu höfum við hjá Barnaheillum þróað fræðslu- og forvarnarverkefni, í samvinnu við fjórar Evrópuþjóðir, um kynheilbrigði barna. Fræðslan er í boði fyrir börn á skólaaldri, kennara og annað fagfólk sem kemur að starfi með börnum. Leyfum barninu alltaf að njóta vafans En ef barn leitar til þín og treystir þér fyrir einhverju slæmu sem hefur komið fyrir það þá þurfum við hin fullorðnu að vera tilbúin að taka á móti þeim upplýsingum, bregðast rétt við og veita barninu stuðning. Mikilvægt er að trúa barninu, þakka fyrir traustið sem það sýnir þér og hrósa fyrir hugrekki. Vanda þarf til verka og ekki yfirheyra barnið eða leggja því orð í munn. Leita til fagaðila sem taka við málinu. Ef barn segir þér frá er gott að segja: Takk fyrir að treysta mér og segja frá þessu, þetta er ekki þér að kenna. Ég vil hjálpa þér, viltu segja mér eitthvað meira? Eins og fyrr segir er fræðsla sterkasta vopnið og foreldrar verða einnig að sýna stuðning, taka ábyrgð og fræðast. Byrjum til dæmis á að kalla líkamshlutana réttum nöfnum eins og typpi og píka og fræðum börnin okkar um kynþroska og kynlíf og höfum opinn huga þegar börnin okkar eru að átta sig á eigin kynhneigð. Þau þurfa fræðslu um kynheilbrigði, hvað heilbrigt kynlíf er og mikilvægi þess að setja mörk og að virða mörk annarra. Brýnum fyrir ungmennum að eiga samtal um eigið kynlíf þannig að það sé öruggt að báðir aðilar séu samþykkir því sem fram fer. Og muna að það er alltaf í boði að segja „nei ég vil þetta ekki”. Það er ábyrgð okkar fullorðna fólksins að veita þeim fræðslu samkvæmt 5. gr. Barnasáttmálans: „Fjölskyldur bera ábyrgð á að leiðbeina börnum sínum og fræða þau um réttindi sín. Eftir því sem börn verða eldri hafa þau minni þörf fyrir leiðsögn fjölskyldna sinna. Stjórnvöld skulu virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna“. Ef okkur finnst við ekki vita nóg þá öflum við okkur upplýsinga, til dæmis á heimasíðu Barnaheilla, þar sem hægt er að finna bæklinga og efni bæði fyrir börn, foreldra og fagaðila. Svo er bara að muna. Það er ekkert til að skammast sín fyrir þótt maður hafi ekki öll svörin - við finnum þau bara í samvinnu við barnið. Ekki vera feimin, við gengum öll í gegnum þetta vandræðatímabil í lífinu. Höfundur er Ída Björg Unnarsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og forvarna hjá Barnaheillum. Hvert er hægt að leita ef við höfum áhyggjur af barni eða aðstæðum þess: Barnaverndarþjónustan, barna og fjölskyldustofa, félagsþjónusta sveitarfélaga, lögreglan, neyðarlínan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn börnum á ekki að líðast í okkar samfélagi. En það er samt sem áður sorgleg staðreynd að börn verða fyrir kynferðisofbeldi, eru lögð í einelti eða búa við erfiðar heimilisaðstæður. Það er því enn brýn þörf á að minna á að við sem samfélag verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir slíkt eða tryggja að það gerist ekki aftur. Fræðsla er nefnilega sterkasta vopnið sem við eigum í tengslum við forvarnir. Það er því mikilvægt fyrir alla aðila sem koma að starfi með börnum að sækja sér viðeigandi fræðslu og kunna leiðir til að bregðast við þegar á þarf að halda. Til að bregðast við þessu höfum við hjá Barnaheillum þróað fræðslu- og forvarnarverkefni, í samvinnu við fjórar Evrópuþjóðir, um kynheilbrigði barna. Fræðslan er í boði fyrir börn á skólaaldri, kennara og annað fagfólk sem kemur að starfi með börnum. Leyfum barninu alltaf að njóta vafans En ef barn leitar til þín og treystir þér fyrir einhverju slæmu sem hefur komið fyrir það þá þurfum við hin fullorðnu að vera tilbúin að taka á móti þeim upplýsingum, bregðast rétt við og veita barninu stuðning. Mikilvægt er að trúa barninu, þakka fyrir traustið sem það sýnir þér og hrósa fyrir hugrekki. Vanda þarf til verka og ekki yfirheyra barnið eða leggja því orð í munn. Leita til fagaðila sem taka við málinu. Ef barn segir þér frá er gott að segja: Takk fyrir að treysta mér og segja frá þessu, þetta er ekki þér að kenna. Ég vil hjálpa þér, viltu segja mér eitthvað meira? Eins og fyrr segir er fræðsla sterkasta vopnið og foreldrar verða einnig að sýna stuðning, taka ábyrgð og fræðast. Byrjum til dæmis á að kalla líkamshlutana réttum nöfnum eins og typpi og píka og fræðum börnin okkar um kynþroska og kynlíf og höfum opinn huga þegar börnin okkar eru að átta sig á eigin kynhneigð. Þau þurfa fræðslu um kynheilbrigði, hvað heilbrigt kynlíf er og mikilvægi þess að setja mörk og að virða mörk annarra. Brýnum fyrir ungmennum að eiga samtal um eigið kynlíf þannig að það sé öruggt að báðir aðilar séu samþykkir því sem fram fer. Og muna að það er alltaf í boði að segja „nei ég vil þetta ekki”. Það er ábyrgð okkar fullorðna fólksins að veita þeim fræðslu samkvæmt 5. gr. Barnasáttmálans: „Fjölskyldur bera ábyrgð á að leiðbeina börnum sínum og fræða þau um réttindi sín. Eftir því sem börn verða eldri hafa þau minni þörf fyrir leiðsögn fjölskyldna sinna. Stjórnvöld skulu virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna“. Ef okkur finnst við ekki vita nóg þá öflum við okkur upplýsinga, til dæmis á heimasíðu Barnaheilla, þar sem hægt er að finna bæklinga og efni bæði fyrir börn, foreldra og fagaðila. Svo er bara að muna. Það er ekkert til að skammast sín fyrir þótt maður hafi ekki öll svörin - við finnum þau bara í samvinnu við barnið. Ekki vera feimin, við gengum öll í gegnum þetta vandræðatímabil í lífinu. Höfundur er Ída Björg Unnarsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og forvarna hjá Barnaheillum. Hvert er hægt að leita ef við höfum áhyggjur af barni eða aðstæðum þess: Barnaverndarþjónustan, barna og fjölskyldustofa, félagsþjónusta sveitarfélaga, lögreglan, neyðarlínan.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun