Hafðu áhrif á líf barna Ída Björg Unnarsdóttir skrifar 3. maí 2024 12:00 Ofbeldi gegn börnum á ekki að líðast í okkar samfélagi. En það er samt sem áður sorgleg staðreynd að börn verða fyrir kynferðisofbeldi, eru lögð í einelti eða búa við erfiðar heimilisaðstæður. Það er því enn brýn þörf á að minna á að við sem samfélag verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir slíkt eða tryggja að það gerist ekki aftur. Fræðsla er nefnilega sterkasta vopnið sem við eigum í tengslum við forvarnir. Það er því mikilvægt fyrir alla aðila sem koma að starfi með börnum að sækja sér viðeigandi fræðslu og kunna leiðir til að bregðast við þegar á þarf að halda. Til að bregðast við þessu höfum við hjá Barnaheillum þróað fræðslu- og forvarnarverkefni, í samvinnu við fjórar Evrópuþjóðir, um kynheilbrigði barna. Fræðslan er í boði fyrir börn á skólaaldri, kennara og annað fagfólk sem kemur að starfi með börnum. Leyfum barninu alltaf að njóta vafans En ef barn leitar til þín og treystir þér fyrir einhverju slæmu sem hefur komið fyrir það þá þurfum við hin fullorðnu að vera tilbúin að taka á móti þeim upplýsingum, bregðast rétt við og veita barninu stuðning. Mikilvægt er að trúa barninu, þakka fyrir traustið sem það sýnir þér og hrósa fyrir hugrekki. Vanda þarf til verka og ekki yfirheyra barnið eða leggja því orð í munn. Leita til fagaðila sem taka við málinu. Ef barn segir þér frá er gott að segja: Takk fyrir að treysta mér og segja frá þessu, þetta er ekki þér að kenna. Ég vil hjálpa þér, viltu segja mér eitthvað meira? Eins og fyrr segir er fræðsla sterkasta vopnið og foreldrar verða einnig að sýna stuðning, taka ábyrgð og fræðast. Byrjum til dæmis á að kalla líkamshlutana réttum nöfnum eins og typpi og píka og fræðum börnin okkar um kynþroska og kynlíf og höfum opinn huga þegar börnin okkar eru að átta sig á eigin kynhneigð. Þau þurfa fræðslu um kynheilbrigði, hvað heilbrigt kynlíf er og mikilvægi þess að setja mörk og að virða mörk annarra. Brýnum fyrir ungmennum að eiga samtal um eigið kynlíf þannig að það sé öruggt að báðir aðilar séu samþykkir því sem fram fer. Og muna að það er alltaf í boði að segja „nei ég vil þetta ekki”. Það er ábyrgð okkar fullorðna fólksins að veita þeim fræðslu samkvæmt 5. gr. Barnasáttmálans: „Fjölskyldur bera ábyrgð á að leiðbeina börnum sínum og fræða þau um réttindi sín. Eftir því sem börn verða eldri hafa þau minni þörf fyrir leiðsögn fjölskyldna sinna. Stjórnvöld skulu virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna“. Ef okkur finnst við ekki vita nóg þá öflum við okkur upplýsinga, til dæmis á heimasíðu Barnaheilla, þar sem hægt er að finna bæklinga og efni bæði fyrir börn, foreldra og fagaðila. Svo er bara að muna. Það er ekkert til að skammast sín fyrir þótt maður hafi ekki öll svörin - við finnum þau bara í samvinnu við barnið. Ekki vera feimin, við gengum öll í gegnum þetta vandræðatímabil í lífinu. Höfundur er Ída Björg Unnarsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og forvarna hjá Barnaheillum. Hvert er hægt að leita ef við höfum áhyggjur af barni eða aðstæðum þess: Barnaverndarþjónustan, barna og fjölskyldustofa, félagsþjónusta sveitarfélaga, lögreglan, neyðarlínan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn börnum á ekki að líðast í okkar samfélagi. En það er samt sem áður sorgleg staðreynd að börn verða fyrir kynferðisofbeldi, eru lögð í einelti eða búa við erfiðar heimilisaðstæður. Það er því enn brýn þörf á að minna á að við sem samfélag verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir slíkt eða tryggja að það gerist ekki aftur. Fræðsla er nefnilega sterkasta vopnið sem við eigum í tengslum við forvarnir. Það er því mikilvægt fyrir alla aðila sem koma að starfi með börnum að sækja sér viðeigandi fræðslu og kunna leiðir til að bregðast við þegar á þarf að halda. Til að bregðast við þessu höfum við hjá Barnaheillum þróað fræðslu- og forvarnarverkefni, í samvinnu við fjórar Evrópuþjóðir, um kynheilbrigði barna. Fræðslan er í boði fyrir börn á skólaaldri, kennara og annað fagfólk sem kemur að starfi með börnum. Leyfum barninu alltaf að njóta vafans En ef barn leitar til þín og treystir þér fyrir einhverju slæmu sem hefur komið fyrir það þá þurfum við hin fullorðnu að vera tilbúin að taka á móti þeim upplýsingum, bregðast rétt við og veita barninu stuðning. Mikilvægt er að trúa barninu, þakka fyrir traustið sem það sýnir þér og hrósa fyrir hugrekki. Vanda þarf til verka og ekki yfirheyra barnið eða leggja því orð í munn. Leita til fagaðila sem taka við málinu. Ef barn segir þér frá er gott að segja: Takk fyrir að treysta mér og segja frá þessu, þetta er ekki þér að kenna. Ég vil hjálpa þér, viltu segja mér eitthvað meira? Eins og fyrr segir er fræðsla sterkasta vopnið og foreldrar verða einnig að sýna stuðning, taka ábyrgð og fræðast. Byrjum til dæmis á að kalla líkamshlutana réttum nöfnum eins og typpi og píka og fræðum börnin okkar um kynþroska og kynlíf og höfum opinn huga þegar börnin okkar eru að átta sig á eigin kynhneigð. Þau þurfa fræðslu um kynheilbrigði, hvað heilbrigt kynlíf er og mikilvægi þess að setja mörk og að virða mörk annarra. Brýnum fyrir ungmennum að eiga samtal um eigið kynlíf þannig að það sé öruggt að báðir aðilar séu samþykkir því sem fram fer. Og muna að það er alltaf í boði að segja „nei ég vil þetta ekki”. Það er ábyrgð okkar fullorðna fólksins að veita þeim fræðslu samkvæmt 5. gr. Barnasáttmálans: „Fjölskyldur bera ábyrgð á að leiðbeina börnum sínum og fræða þau um réttindi sín. Eftir því sem börn verða eldri hafa þau minni þörf fyrir leiðsögn fjölskyldna sinna. Stjórnvöld skulu virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna“. Ef okkur finnst við ekki vita nóg þá öflum við okkur upplýsinga, til dæmis á heimasíðu Barnaheilla, þar sem hægt er að finna bæklinga og efni bæði fyrir börn, foreldra og fagaðila. Svo er bara að muna. Það er ekkert til að skammast sín fyrir þótt maður hafi ekki öll svörin - við finnum þau bara í samvinnu við barnið. Ekki vera feimin, við gengum öll í gegnum þetta vandræðatímabil í lífinu. Höfundur er Ída Björg Unnarsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og forvarna hjá Barnaheillum. Hvert er hægt að leita ef við höfum áhyggjur af barni eða aðstæðum þess: Barnaverndarþjónustan, barna og fjölskyldustofa, félagsþjónusta sveitarfélaga, lögreglan, neyðarlínan.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun