Rolling Stone greinir frá þessu.
Þá greinir CBC frá því að talið sé að árásin hafi farið þannig fram að bíl hafi verið keyrt fram hjá fórnarlambinu á meðan skotum var hleypt af.
Öryggisvörðurinn hafi verið skotinn í bringu og misst meðvitund og verið fluttur á sjúkrahús. Skotmaðurinn eða mennirnir hafi flúið af vettvangi.
Ekki er vitað um ástæðu skotárásarinnar, en athygli vekur að hún á sér stað í kjölfar mikilla erja Drake og annars rappara, Kendricks Lamar. Þeir hafa borið hvor annan þungum sökum í fjölmörgum lögum sem gefin hafa verið út á síðustu dögum.
Kendrick hefur sakað Drake um barnagirnd og að halda úti eða taka þátt í skipulagningu umfangsmikils mansalshrings. Drake hefur sakað Kendrick um að beita unnustu sína heimilisofbeldi. Fjallað var um þessar erjur þeirra á Vísi í gær.