Undirbúa hópuppsögn hjá Grindavíkurbæ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2024 16:34 Fannari Jónassyni hefur verið gert að hefja undirbúning og samráð við hagaðila um hópuppsögn starfsmanna Grindavíkurbæjar. Vísir/Arnar Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að laga starfsmannahald bæjarins að gjörbreyttum aðstæðum og fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjóra hefur verið falið að hefja undirbúning og samráð við hagaðila í samræmi við lög um hópuppsagnir. Frá þessu er greint í tilkynningu frá bænum. Þar kemur ekki fram hversu mörgum verður sagt upp eða hvað þau vinni við hjá bænum. Þar kemur þó fram að á undanförnum sex mánuðum hafi forsendur fyrir rekstri sveitarfélagsins gjörbreyst. Stór hluti Grindvíkinga sé fluttur í önnur sveitarfélög, sumir tímabundið en aðrir varanlega. Þá blasi við frekari íbúafækkun með tilheyrandi tekjutapi fyrir bæjarsjóð þar sem bæði útvarpstekjur og fasteignaskattar lækki verulegu með uppkaupum Þórkötlu fasteignafélags. Óumflýjanleg aðgerð Í tilkynningu bæjarins segir að launagreiðslur séu langstærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins eða um 50 prósent af tekjum bæjarins. „Það er mat bæjarstjórnar að í ljósi aðstæðna sé Grindavíkurbæ nauðugur einn sá kostur að gera grundvallarbreytingar á sínum rekstri, lækka kostnað og laga starfsmannahald að nýjum veruleika. Þannig sé óumflýjanlegt að fækka starfsfólki, leggja niður störf og/eða lækka starfshlutfall þvert á stofnanir og þjónustueiningar bæjarins,“ segir í tilkynningunni. Það losi bæjaryfirvöld ekki undan þeirri skyldu að veita fólki með lögheimili í bænum þjónustu en það verði að ráðast af aðstæðum hverju sinni hver hún fer. Einnig ríki á þeim skylda að reka sveitarfélagið með sjálfbærum hætti, stilla af tekjur og útgjöld og tryggja gjaldhæfi bæjarsjóðs til lengri tíma. „Ákvörðun um fækkun starfa er bæjarstjórn Grindavíkurbæjar afar þungbær, en bæjarfulltrúar eru einhuga um nauðsyn hennar. Aðgerðirnar verða sársaukafullar fyrir starfsfólk, fjölskyldur þeirra og aðra íbúa Grindavíkur, en eru forsenda þess að sveitarfélagið geti snúið vörn í sókn þegar aðstæður breytast. Bæjarstjórn er sannfærð um að með tímanum muni samfélag og mannlíf blómstra í Grindavík á ný. Á þessum tímapunkti er þó óvíst hve stórt það samfélag verður, hverjar verða þarfir þess og hvert umfang þjónustu eða starfsemi Grindavíkurbæjar verður,“ segir í tilkynningunni. Framkvæmdanefnd tekur til starfa Greint var frá því í síðustu viku að koma ætti á fót framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Frumvarp þess efnis liggur á þinginu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Við reyndum eins og við gátum“ Innviðaráðherra hyggst stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð þar og samfélag. Bærinn mun ráðast í einhverjar uppsagnir vegna breytinganna. 3. maí 2024 11:45 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá bænum. Þar kemur ekki fram hversu mörgum verður sagt upp eða hvað þau vinni við hjá bænum. Þar kemur þó fram að á undanförnum sex mánuðum hafi forsendur fyrir rekstri sveitarfélagsins gjörbreyst. Stór hluti Grindvíkinga sé fluttur í önnur sveitarfélög, sumir tímabundið en aðrir varanlega. Þá blasi við frekari íbúafækkun með tilheyrandi tekjutapi fyrir bæjarsjóð þar sem bæði útvarpstekjur og fasteignaskattar lækki verulegu með uppkaupum Þórkötlu fasteignafélags. Óumflýjanleg aðgerð Í tilkynningu bæjarins segir að launagreiðslur séu langstærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins eða um 50 prósent af tekjum bæjarins. „Það er mat bæjarstjórnar að í ljósi aðstæðna sé Grindavíkurbæ nauðugur einn sá kostur að gera grundvallarbreytingar á sínum rekstri, lækka kostnað og laga starfsmannahald að nýjum veruleika. Þannig sé óumflýjanlegt að fækka starfsfólki, leggja niður störf og/eða lækka starfshlutfall þvert á stofnanir og þjónustueiningar bæjarins,“ segir í tilkynningunni. Það losi bæjaryfirvöld ekki undan þeirri skyldu að veita fólki með lögheimili í bænum þjónustu en það verði að ráðast af aðstæðum hverju sinni hver hún fer. Einnig ríki á þeim skylda að reka sveitarfélagið með sjálfbærum hætti, stilla af tekjur og útgjöld og tryggja gjaldhæfi bæjarsjóðs til lengri tíma. „Ákvörðun um fækkun starfa er bæjarstjórn Grindavíkurbæjar afar þungbær, en bæjarfulltrúar eru einhuga um nauðsyn hennar. Aðgerðirnar verða sársaukafullar fyrir starfsfólk, fjölskyldur þeirra og aðra íbúa Grindavíkur, en eru forsenda þess að sveitarfélagið geti snúið vörn í sókn þegar aðstæður breytast. Bæjarstjórn er sannfærð um að með tímanum muni samfélag og mannlíf blómstra í Grindavík á ný. Á þessum tímapunkti er þó óvíst hve stórt það samfélag verður, hverjar verða þarfir þess og hvert umfang þjónustu eða starfsemi Grindavíkurbæjar verður,“ segir í tilkynningunni. Framkvæmdanefnd tekur til starfa Greint var frá því í síðustu viku að koma ætti á fót framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Frumvarp þess efnis liggur á þinginu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Við reyndum eins og við gátum“ Innviðaráðherra hyggst stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð þar og samfélag. Bærinn mun ráðast í einhverjar uppsagnir vegna breytinganna. 3. maí 2024 11:45 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Sjá meira
„Við reyndum eins og við gátum“ Innviðaráðherra hyggst stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð þar og samfélag. Bærinn mun ráðast í einhverjar uppsagnir vegna breytinganna. 3. maí 2024 11:45