Áhorf á úrslit Eurovision hríðféll Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. maí 2024 12:04 Nemo frá Sviss fagnar sigri á Eurovision í ár. Mun færri horfðu nú en í fyrra. vísir/AP Áhorf á úrslitakvöld Eurovision hríðféll á milli ára. Tónlistafræðingur segir vanta gagnsæi um fjármögnun keppninnar sem sé hápólitísk þvert á markmið. Skipuleggjendur þurfi að líta í eigin barm. Meðaláhorf á úrslitakvöld Eurovision á laugardag var um þrjátíu og níu prósent samkvæmt bráðabirgðaáhorfstölum, eða aðeins meira en á undanúrslitin þegar það var þrjátíu og fimm prósent. Þetta er mikill munur á milli ára en í fyrra var meðaláhorf á úrslitin um sextíu prósent. Sé horft til meðaltals síðustu þriggja ára minnkaði áhorfið um þrjátíu og fjögur prósent. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur og gagnrýnandi, telur keppnina hafa verið hápólitíska og bendir á að ísraelsk fyrirtæki séu á meðal helstu styrktaraðila. „Það er einhvern veginn viðsjárvert andrúmsloft yfir keppninni. Er verið að kaupa sig inn í keppnina, hvað er eignlega í gangi?“ spyr Arnar og vísar meðal annars í brottvísun hins hollenska Joos Klein. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur, telur skipuleggjendur eiga að sjá til þess að ekki sé tilefni til þess að mótmæla.Vísir/Sigurjón „Keppandi er rekinn úr keppni og skýringar á því hvers vegna það gerðist halda ekki sérstaklega vel. Við sem viljum heyra músík og njóta söngvakeppni, að það sé verið að nýta þetta í menningarlegan hvítþvott af landi sem stendur í ömurlegum þjóðernishreinsunum, auðvitað virkar það ekkert. Og að banna þessi flögg og leyfa hin. Þetta er bara algjört bull,“ segir Arnar og vísar í að ekki hafi verið leyfilegt að bera til dæmis palestínska fánann. Íslenskir áhorfendur gáfu Ísrelum átta stig í símakosningunni en framlagið fékk ekkert stig frá dómnefndinni. Arnar telur enga pólitík þar að baki og segir dómara einangra lögin og rýna þau sem tónlist. Fleira kunni að spila inn í hjá áhorfendum. Biturt bragð í munni Arnar segir skipuleggjendur Eurovision þurfa að ráðast í aðgerðir til að aðskilja keppnina frá pólitík og tryggja gagnsæi um fjármögnun hennar. „Það er biturt bragð í munni ansi margra og manni finnst eins og það sé búið að eyðileggja ákveðinn hlut sem á einmitt að vera ópólitískur og snúast um tónlist,“ segir Arnar. Eurovision Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Meðaláhorf á úrslitakvöld Eurovision á laugardag var um þrjátíu og níu prósent samkvæmt bráðabirgðaáhorfstölum, eða aðeins meira en á undanúrslitin þegar það var þrjátíu og fimm prósent. Þetta er mikill munur á milli ára en í fyrra var meðaláhorf á úrslitin um sextíu prósent. Sé horft til meðaltals síðustu þriggja ára minnkaði áhorfið um þrjátíu og fjögur prósent. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur og gagnrýnandi, telur keppnina hafa verið hápólitíska og bendir á að ísraelsk fyrirtæki séu á meðal helstu styrktaraðila. „Það er einhvern veginn viðsjárvert andrúmsloft yfir keppninni. Er verið að kaupa sig inn í keppnina, hvað er eignlega í gangi?“ spyr Arnar og vísar meðal annars í brottvísun hins hollenska Joos Klein. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur, telur skipuleggjendur eiga að sjá til þess að ekki sé tilefni til þess að mótmæla.Vísir/Sigurjón „Keppandi er rekinn úr keppni og skýringar á því hvers vegna það gerðist halda ekki sérstaklega vel. Við sem viljum heyra músík og njóta söngvakeppni, að það sé verið að nýta þetta í menningarlegan hvítþvott af landi sem stendur í ömurlegum þjóðernishreinsunum, auðvitað virkar það ekkert. Og að banna þessi flögg og leyfa hin. Þetta er bara algjört bull,“ segir Arnar og vísar í að ekki hafi verið leyfilegt að bera til dæmis palestínska fánann. Íslenskir áhorfendur gáfu Ísrelum átta stig í símakosningunni en framlagið fékk ekkert stig frá dómnefndinni. Arnar telur enga pólitík þar að baki og segir dómara einangra lögin og rýna þau sem tónlist. Fleira kunni að spila inn í hjá áhorfendum. Biturt bragð í munni Arnar segir skipuleggjendur Eurovision þurfa að ráðast í aðgerðir til að aðskilja keppnina frá pólitík og tryggja gagnsæi um fjármögnun hennar. „Það er biturt bragð í munni ansi margra og manni finnst eins og það sé búið að eyðileggja ákveðinn hlut sem á einmitt að vera ópólitískur og snúast um tónlist,“ segir Arnar.
Eurovision Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira