Ákvörðun áfrýjunardómstóls í Bretlandi í máli Julian Assange markar vatnaskil í máli blaðamannsins að mati ritstjóra WikiLeaks. Assange fékk í dag leyfi til að áfrýja framsali sínu til Bandaríkjanna til Hæstaréttar Bretlands.
Þá fjöllum við um kjaradeilu félags innan Rafiðnaðarsambandsins við Samtök atvinnulífsins í beinni útsendingu, ræðum við dómsmálaráðherra um veðmálasíður og skoðum hernámssetrið.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.